Nýting jarðhita – Gríðalegir möguleikar í Evrópu
Smella á mynd til heyra viðtalið
Desember 2015
Guðni sagði í viðtali í Helgarútgáfunni á Rás 2 á sunnudaginn að nú væri því útlit fyrir að hraða megi á aukinni hlutdeild jarðhitans í Evrópu. Orkustofnun leiðir nú Evrópuverkefnið Geothermal ERA-NETsem miðar að því að treysta rannsóknir og stór samstarfsverkefni og tækifæri í nýtingu jarðhita. Íslendingar eru líka víða í samstarfi um uppbyggingu hitaveitna, t.d. í Ungverjalandi, Rúmeníu og Úkraínu.
„Nýting jarðhitans gefur gríðarlega möguleika í þessu stóra dæmi sem menn eru að fara í núna í að minnka útblástur,“ segir Guðni. Með Geothermal ERA-NET verkefninu sé jarðhitinn nú kominn inn á borð hjá Evrópusambandinu sem óski nú eftir innleggi og upplýsingum fyrir næstu orkuáætlanir. Guðni situr í evrópskri stýrinefnd um orkutækni til framtíðar og segir að hann jarðhitann í sókn og ljóst að hann komi sterkar en áður inn í þær áætlanir sem þar verða unnar á næstunni.