Berbrjósta í sund – Reglugerðarbrot?

Heimild:  

 

September 2017

Ekki hef­ur verið reynt á það fyr­ir kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála eða fyr­ir dóm­stól­um hvort heim­ild sé til að setja regl­ur sem skylda kon­ur að hylja geir­vör­ur sín­ar í sundi. Þetta kem­ur fram í svari Þor­steins Víg­lunds­son­ar, fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra við fyr­ir­spurn Jóns Þórs Ólafs­son­ar Pírata um kynjam­is­mun­un.

Hann seg­ir jafn­framt ólík­legt að laga­leg­ur grund­völl­ur sé fyr­ir því að sveit­ar­fé­lög setji sund­laug­ar­gest­um skorður varðandi klæðaburð eft­ir kyni.

Jón Þór spyr hvort stofn­un­um og op­in­ber­um fyr­ir­tækj­um sé heim­ilt að setja regl­ur um klæðaburð fólks, til dæm­is um að kon­ur séu í kjól og karl­ar í jakka­föt­um eða að kon­ur séu með huld­ar geir­vört­ur í sundi en karl­ar ekki.

„At­vinnu­rek­end­um er heim­ilt að setja regl­ur, hvort sem þær eru skráðar eða óskráðar, um klæðaburð starfs­fólks svo framar­lega sem regl­urn­ar fela ekki í sér brot á 65. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar og meg­in­regl­unni um jafna meðferð karla og kvenna á vinnu­markaði, sbr. lög nr. 10/​2008, um jafna stöðu og jafn­an rétt kvenna og karla,“ seg­ir í svar­inu.

Þar kem­ur einnig fram að ekki sé fjallað sér­stak­lega um klæðaburð sund­laug­ar­gesta í regl­um en við það miðað að all­ir sund­laug­ar­gest­ir þurfi að klæðast viður­kennd­um sund­fatnaði.

Ráðherra bæt­ir við að ekk­ert ákvæði sé í al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um eða lög­reglu­lög­um sem bann­ar beint nekt á al­manna­færi. Í 209. grein hegn­ing­ar­lag­anna sé samt að finna bann við því að særa blygðun­ar­kennd manna með lostugu at­hæfi og í lög­reglu­samþykkt­um margra sveit­ar­fé­laga sé að finna ákvæði sem feli í sér bann við ósæmi­legri hátt­semi eða hegðun og get­ur nekt á al­manna­færi fallið þar und­ir. „Það verður að telj­ast ólík­legt að kona sem kýs að vera ber­brjósta í sundi félli und­ir þessi ákvæði,“  svar­ar hann.

„Ólík­legt verður að telj­ast að laga­leg­ur grund­völl­ur sé fyr­ir því að sveit­ar­fé­lög setji sund­laug­ar­gest­um skorður varðandi klæðaburð eft­ir kyni. Ekki verður séð að slík­ar regl­ur væri unnt að rétt­læta á mál­efna­leg­an hátt og leiða má að því lík­ur að slík­ar regl­ur feli í sér mis­mun­un á grund­velli kyns sbr. 1. mgr. 24. gr. jafn­rétt­islaga og væru í and­stöðu við jafn­ræðis­reglu Stjórn­ar­skrár lýðveld­is­ins Íslands.“     

 

Tengt eftirfarandi grein:

Dó úr standpínu við að sjá kvenmannsbrjóst?                          

 

Fleira áhugavert: