Vinsælast/ Nr.3 2024 : Ofnar hitna ekki – Þrýstijafnari, ofnhitanemi, nálin

Grein/Linkur:  Vantar varma í húsið?

Höfundur: Björgvin Sigmar Stefánsson

Heimild:

.

VINSÆLAST/NR.3 2024

.

September 2014

Vantar varma í húsið?

Nú eru fyrstu haustlægðirnar búnar að þeyta upp trampolínum og öðru lauslegu yfir til nágrannans og veturinn að verða staðreynd. Þegar kólnar í veðri fara ofnar að standa á sér og annar búnaður sem viðheldur varma í húsum landsins.

Sem iðnaðarmaður mæli ég að sjálfsögðu með að fólk kalli á fagmann til aðstoðar, ef hitinn fellur í húsinu eða stöku ofn lætur á sér standa. Til eru nokkrar aðferðir sem virka til að koma málunum í lag, skrifar Björgvin Sigmar Stefánsson.

Í fyrsta lagi mæli ég með að fólk kanni hvort loft sé komið inn á varmakerfi hússins. Þetta er hægt að kanna með því að losa um ventilskrúfuna sem er efst á enda ofnsins. Hægt er að nota skrúfjárn en stundum þarf sérstakan ofnalykil.

Þrýstijafnari og mótstöðuloki er eitthvað sem sett er á hitaveitugrindur. Þetta tæki er skrúfað upp og niður til að jafna þrýstinginn inn og út af varmakerfinu. Þessir ventlar eiga það til að festast/standa á sér yfir sumartíman þar sem lítill eða engin þrýstingur er á varmakerfum vel einangraðra húsa. Ef þeir eru skrúfaður upp og niður losnar oft um þá og þeir byrjar að þjóna tilgangi sínum á ný. Ef fólk fer út í þessa aðgerð er nauðsynlegt að merkja hvar kvarðinn er staðsettur áður er hann er hreyfður. Nauðsynlegt er að kvarðinn sé í sömu stöðu og hann var í áður en fiktað var í honum.

Á ofnum er jafnan krani sem annaðhvort skynjar hitann sem fer inn á ofninn (á fagmáli „túrkrani“) eða hitann sem fer út af honum („retúrkrani“). Á krananum sjálfum er jafnan handfang sem gefur upp kvarða frá 1-8 osfv. Þannig sér fólk hvort ofninn er átt eða lágt stilltur. Þessi handföng er hægt að taka af og þá blasir við nál sem vill festast, ef ofninn er lítið notaður þ.e kraninn er ekki oft skrúfaður fram og aftur. Ég mæli með að fólk taki mynd af gripnum á símann sinn og sendi píparafrænda sínum eða frænku og fái nákvæmari upplýsingar um svona aðgerð. Kranarnir eru frá mismunandi framleiðendum og ekki sjálfgefið að óhætt sé að taka þessi handföng af nema skrúfa fyrir vatnsstreymið inn og út af ofninum. Leitið til fagmanna eða fagverslana!

VARÚÐ!

Að lokum koma nokkur atriði sem hafa skal hafa hugfast áður en hafist er handa við fyrrgreind atriði:
1. Ráðfærið ykkur við fagmann áður en fiktað er við lagnir hússins.
2. Verið með það á hreinu hvar og hvernig skrúfað er fyrir vatnið inn og út af varmalögnum hússins.
3. Verið með fat eða handklæði tiltæk ef dropar frá ofnkrana eða ventli.
4. Höfum öryggið ávallt í fyrirrúmi.

Annars eru alltaf til önnur ráð að viðhalda varma í kroppnum, en við förum ekki nánar út í þá sálma í þessum pistli.

Fleira áhugavert: