Hót­el Grens­ás­vegi – 10 millj­arða verk­efni

Heimild:  

 

Hótelið mun rísa á gatnamótum Grensásvegar og Suðurlandsbrautar. Þar er ...

Hót­elið mun rísa á gatna­mót­um Grens­ás­veg­ar og Suður­lands­braut­ar. Þar er nú Kvik­mynda­skóli Íslands til húsa og áður voru þar höfuðstöðvar Hita­veitu Reykja­vík­ur og Mann­vits. Teikn­ing/​Batte­ríið arki­tekt­ar

Stefnt er að því að á þessu ári hefj­ist fram­kvæmd­ir við nýtt fjög­urra stjörnu 300 her­bergja hót­el á horni Suður­lands­braut­ar og Grens­ás­veg­ar, en það yrði stærsta hót­el lands­ins í fer­metr­um talið og næst­stærsta hót­el lands­ins í her­bergj­um talið á eft­ir Foss­hót­el­inu á Höfðatorgi. Unnið er að samn­ing­um við er­lenda hót­elkeðju um rekst­ur hót­els­ins, en keðjan rek­ur ekki önn­ur hót­el hér á landi. Heild­ar­fjárfest­ing vegna verk­efn­is­ins er um 10 millj­arðar króna og áætlað er að opna það fyr­ir sum­arið 2019.

 

„Skeif­an er að breyt­ast“

Það er Fast­eigna­fé­lagið G1 ehf. sem er eig­andi fast­eigna og lóða á Grens­ás­vegi 1, þar sem nýja hót­elið mun rísa. Eig­end­ur þess eru fé­lög­in Miðjan og Þríhamr­ar. Guðmund­ur Ásgeirs­son er fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins, en Jón Þór Hjalta­son er stjórn­ar­formaður. Jón Þór er jafn­framt eig­andi Miðjunn­ar ásamt eig­in­konu sinni.

Jón Þór seg­ir í sam­tali við mbl.is að þetta sé vænt­an­lega fyrsta skrefið í átt að breyt­ing­um í Skeif­unni, en und­an­far­in ár hef­ur tals­vert verið rætt um að breyta svæðinu eft­ir brun­ann hjá Fönn og eft­ir að fram komu hug­mynd­ir um heild­ar­end­ur­skipu­lagn­ingu á Skeifu-reitn­um. Þá hafa fjár­fest­ar verið bjart­sýn­ir um framtíðar­upp­bygg­ingu á nær­liggj­andi svæðum. „Skeif­an er að breyt­ast, en það mun taka tíma,“ seg­ir Jón Þór.

 

Sam­tals 17.830 fer­metr­ar

Jón Þór Hjaltason.

Jón Þór Hjalta­son. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson

Sem fyrr seg­ir verða 300 her­bergi á hót­el­inu og þá verða þar veit­ingastaður og tveir bar­ir, þar af einn  á efstu hæð, svo­kallaður „sky­b­ar“. Sam­tals er um að ræða 16.283 fer­metra of­anj­arðar auk þess sem um 1.550 fer­metr­ar í kjall­ara verða und­ir starfs­mannaaðstöðu, sund­laug og heilsu­laug. Þá verður um 3.200 fer­metra bíla­kjall­ari. Sam­tals er rými utan bíla­stæða því um 17.830 fer­metr­ar sem er það rýmsta hér á landi.

Á reit­in­um er í dag hús­næði Kvik­mynda­skóla Íslands auk rann­sókn­ar­hús­næðis sem Mann­vit notaði og dælu­stöðvar Veitna. Stóra húsið sem hýs­ir skól­ann verður rifið, en hin tvö hús­in lát­in standa. Þá er bíla­kjall­ari sem Mann­vit lét gera und­ir hluta húss­ins og verður not­ast við hann að hluta við hót­elið að sögn Jóns Þórs.

 

Rúm­lega 10 millj­arða verk­efni

Fast­eigna­fé­lagið G1 mun byggja og eiga nýja húsið. „Við erum ekki að fara að reka hót­el sjálf­ir,“ seg­ir Jón Þór kím­inn. Viðræður hafa staðið yfir við alþjóðlega hót­elkeðju í nokk­urn tíma og hafa bæði vilja­yf­ir­lýs­ing og ramma­samn­ing­ur verið und­ir­ritað varðandi rekst­ur­inn. Gert er ráð fyr­ir að loka­samn­ing­ur verði frá­geng­inn á næstu vik­um. Að sögn Jóns Þórs er horft til 20-25 ára leigu­samn­ings, en nýtt rekstr­ar­fé­lag mun sjá um rekst­ur­inn og leigja eign­ina af G1.

 

Húsið verður 5-6 hæðir og verður byggt í skeifu. Samtals ...

Húsið verður 5-6 hæðir og verður byggt í skeifu. Sam­tals verða 300 her­bergi á hót­el­inu auk veit­ingastaðar og vín­veit­ingastaða. Teikn­ing/​Batte­ríið arki­tekt­ar

 

„Þetta verður rúm­lega 10 millj­arða verk­efni,“ seg­ir Jón Þór spurður um heild­ar­kostnað vegna fram­kvæmd­anna. Þetta verður því meðal stærstu einkafram­kvæmda hér á landi und­an­far­in ár.

Í deili­skipu­lagi hafði verið samþykkt að reisa nýtt skrif­stofu­hús­næði sömu stærðar á reit­in­um, en í byrj­un síðasta árs sóttu eig­end­ur um að fá að breyta því í hót­el. Það var samþykkt af skipu­lags­yf­ir­völd­um seint á ár­inu sem var að líða.

 

Staðsett á miðjum þró­un­ar­ás borg­ar­inn­ar

Í nýju aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur frá 2013 er horft til þess að þró­un­ar- og sam­göngu­ás borg­ar­inn­ar verði frá miðbæn­um, upp Borg­ar­túnið og Suður­lands­braut og gegn­um Höfðana. Jón Þór bend­ir á að Skeif­an og hót­el­reit­ur­inn séu þar al­veg í miðjunni. „Hót­el­kvót­inn í 101 er bú­inn, þar er ekki hægt að fá meira pláss,“ seg­ir hann og bæt­ir við að miðborg­in sé þenj­ast út og und­an­farið hafi Suður­lands­braut­in farið í gegn­um end­ur­nýj­un lífdaga sinna og fram und­an séu breyt­ing­ar í Skeif­unni. Staðsetn­ing hót­els­ins sé því mjög góð hvað varði að vera miðsvæðis, teng­ingu við framtíðaral­menn­ings­sam­göng­ur og svo ná­lægð við Lauga­dal­inn.

Unnið verður að áfram­hald­andi fjár­mögn­un verk­efn­is­ins næstu vik­ur, en Jón Þór seg­ist von­ast til þess að arki­tekta­vinna geti haf­ist í næsta mánuði. Við taki svo 2-3 mánaða verk­fræðivinna, en von­andi verði haf­ist handa við að rífa nú­ver­andi hús í sum­ar. Miðað við áætlan­ir sé svo gert ráð fyr­ir því að hót­elið verði til­búið í apríl eða maí árið 2019, eða að fram­kvæmd­ir sjálf­ar muni ekki taka meira en um 24 mánuði. Á bak við verk­efnið stend­ur auk Fast­eigna­fé­lags­ins G1, Batte­ríið arki­tekt­ar, verk­fræðistof­an Mann­vit og ráðgjafa­fyr­ir­tæk­in Co­ven­ant Capital og Front ráðgjöf.

 

Hótelið mun rísa á rauða reitnum. Lóðin nær einnig yfir ...

Hót­elið mun rísa á rauða reitn­um. Lóðin nær einnig yfir dælu­hús og rann­sókn­ar­hús sem eru lituð ljós­rauð á mynd­inni. Þau munu áfram standa. Kort/​mbl.is

 

Stærsta svít­an 115 fer­metr­ar

Hót­elið verður rúm­lega fjög­urra stjörnu að sögn Jóns Þórs, en stærð á minnstu her­bergj­um verður 26 fer­metr­ar og al­menn her­bergi frá 26 upp í 46 fer­metra. Þá verður stærsta svít­an heil­ir 115 fer­metr­ar.

Spurður um að fara í fram­kvæmd­ir sem þess­ar nú þegar gengi krón­unn­ar hef­ur styrkst nokkuð und­an­farið og í ljósi áhyggja manna af áhrif­um af slíkri styrk­ingu á ferðaþjón­ust­una seg­ir Jón Þór að rekstr­ar­grund­völl­ur­inn ætti eft­ir sem áður að vera traust­ur. Bend­ir hann á að mik­il um­fram­eft­ir­spurn hafi verið eft­ir hót­el­her­bergj­um und­an­far­in ár og að hót­el ættu að standa traust jafn­vel þótt ferðamönn­um myndi fækka eitt­hvað, sem hann tel­ur þó ekki lík­legt.

Seg­ir hann þessa miklu um­fram­eft­ir­spurn hafa verið brúaða með leigu íbúða und­an­farið. „Þetta hef­ur redd­ast með Airbnb, en þar verður vænt­an­lega skell­ur núna eft­ir ára­mót­in,“ seg­ir Jón Þór og vís­ar þar til breyt­inga á reglu­gerðum um út­leigu íbúðahús­næðis sem tók gildi núna eft­ir ára­mót.

Jón Þór hef­ur áður komið að upp­bygg­ing­ar­verk­efn­um en fyr­ir­tæki hans og hon­um tengd hafa meðal ann­ars reist sjö skrif­stofu- og versl­un­ar­hús­næði í Miðjunni og Smár­an­um, fyr­ir ofan Smáralind­ina, heilsu­gæslu Árbæj­ar og Urðar­hvarf 6, sem Mann­vit leig­ir í dag, en var fyr­ir ára­mót­in selt til Reg­ins.

 

Hita­veita, Mann­vit, kvik­mynda­skóli og nú hót­el

Hita­veita Reykja­vík­ur byggði upp­haf­lega dælu­hús á lóðinni að Grens­ás­vegi 1 árið 1965. Er það sam­tals 710 fer­metr­ar að stærð. Árið 1976 reisti fyr­ir­tækið svo höfuðstöðvar sín­ar á lóðinni í 1.663 fer­metra bygg­ingu. Var öðru samliggj­andi húsi bætt við árið 1983, en það er 1.745 fer­metr­ar. Við bætt­ist svo rann­sókn­ar­stofa árið 1986 upp á 347 fer­metra. Sam­tals var því stærð hús­næðis á reitn­um orðið 4.465 fer­metr­ar í rekstri Hita­veit­unn­ar.

 

Engin herbergi eru áformuð á jarðhæð heldur veitingaaðstaða, barir og ...

Eng­in her­bergi eru áformuð á jarðhæð held­ur veit­ingaaðstaða, bar­ir og fund­araðstaða. Teikn­ing/​Batte­ríið arki­tekt­ar

 

Síðar sam­ein­ast Hita­veit­an í Orku­veitu Reykja­vík­ur, en rekst­ur hita­veitu­hlut­ans er áfram í hús­inu. Árið 2001 kaup­ir verk­fræðistof­an Hönn­un svo hús­næðið af Orku­veit­unni, en flyt­ur þó ekki inn í það fyrr en árið 2003 þegar Hita­veit­an hafði komið sér fyr­ir í nýju hús­næði Orku­veit­unn­ar á Bæj­ar­hálsi.

Á ár­un­um 2007 til 2008 sam­einuðust svo verk­fræðistof­urn­ar VGK, Hönn­un og Raf­hönn­un und­ir merkj­um Mann­vits og varð hús­næðið að höfuðstöðvum sam­einaðs fyr­ir­tæk­is. Um mitt ár 2014 flutti Mann­vit svo höfuðstöðvar sín­ar í Urðahvarf 6, en það hús­næði hafði Fag­hús, dótt­ur­fé­lag Miðjunn­ar, áður reist. Á móti var Grens­ás­veg­ur 1 keypt­ur af Mann­viti og komst í hend­ur G1 og Miðjunn­ar. Í kjöl­farið tók Kvik­mynda­skóli Íslands húsið á leigu, en leigu­samn­ing­ur skól­ans renn­ur út í júní á þessu ári.

Fleira áhugavert: