Dreifa handþurrkarar sýklum?

Heimild:  pressan

 

handthurkur a

Mundu að þvo hendurnar vel, bæði lófann og handarbakið og á milli fingranna. Þetta er ekki flókið og sem betur fer þvo flestir sér um hendurnar að aflokinni salernisferð. En það er ekki sama hvernig hendurnar eru þurrkaðar. Vinsælir handþurrkarar dreifa allt að 190 sinnum fleiri bakteríum en pappírsþurrkur.

Það er því full ástæða til að hugsa sig vel um hvernig á að þurrka hendurnar. Handklæði, pappírsþurrkur eða handþurrkari? Eða er kannski bara betra að láta þær þorna á náttúrulegan hátt án þess að nota nokkur hjálpartæki til þess?

Niðurstöður nýrrar skýrslu, sem hefur verið birt í Journal of Applied Microbiology, sýna nákvæmlega hversu miklu fleiri bakteríur fylgja því að nota handþurrkara í stað pappírsþurrkna. Þetta kemur fram á vef Arstechnica.

Tilraunir voru gerðar með þrjár mismunandi aðferðir við að þurrka hendur. Pappírsþurrkur, hefðbundinn handþurrkara og handþurrkara eins og á mynd, sem eru vinsælir í dag á þessum markaði en þurrkararnir eru kraftmeiri en aðrir. Tilraunin gekk út á að mæla hversu langt bakteríur bærust frá þessum mismunandi þurrkum og í hvaða hæð þær breiddust mest út. Plötur, útskornar sem mannslíkamar, voru settar fyrir framan þurrkarana en þær voru á hæð við barn, konu og karl.

handthurkurTilraunin sýndi að handþurrkararnir dreifðu 60 sinnum fleiri bakteríum en hefðbundnir heitalofts handþurrkarar. Ef þurrkarinn er borinn saman við pappírsþurrkurnar dreifði þurrkarinn 1.300 sinnum fleiri bakteríum. Einnig kom í ljós að 70 prósent af bakteríunum, sem bárust frá þurrkaranum, lentu á andliti barnsins. Það þarf varla að geta þess að ýmsar tegundir baktería geta leynst í handþurrkurunum enda margir sem nota þá.

Ef þú hefur enn hug á að nota handþurrkara eftir að hafa lesið þetta er rétt að hafa í hug að þú ættir þá að standa í að minnsta kosti 0,25 metra fjarlægð frá þurrkaranum því tilraunin sýndi að megnið af bakteríunum frá handþurrkaranum lentu 0,25 metra frá honum.

Að meðaltali dreifði handþurrkarinn 20 sinnum fleiri bakteríum en hefðbundnu þurrkararnir og 190 sinnum meira en pappírsþurrkurnar.

Fleira áhugavert: