Ógeðsleg klósett – Er rétt að þekja klósettsetuna með pappír?

Heimild:  pressan

 

Það kemur fyrir að fólk þurfi að notast við salerni sem eru miður geðsleg. Jafnvel svo ógeðsleg að fólki þykir betra að þekja klósettsetuna með klósettpappír áður en það sest niður til að sinna þörfum sínum. En það á alls ekki að setja klósettpappír á setuna.

Það er engin ástæða til að þekja setuna með klósettpappír eftir því sem segir í Huffington Post. Það eina jákvæða sem það hefur í för með sér er að fólki finnst ekki alveg eins ógeðslegt að setjast niður. Þetta hefur blaðið eftir William Schaffner, prófessor.

klosettpappirHann sagði að rannsóknir hafi sýnt að fólki smitist ekki af sjúkdómum við að setjast á klósettsetu og því sé tilgangslaust að þekja þær með pappír. Hann sagði að á klósettsetum gætu verið bakteríur eins og E.coli og aðrar skæðar bakteríur.

En þar kemur húðin á afturenda okkar mannanna sterk inn því hún er þannig úr garði gerð að hún hleypir óvættum eins og E.coli ekki inn í líkamann. Það eru því sáralitlar líkur á að smitast af bakteríum við að sitja á klósettinu. Aðalatriðið er að þvo sér vel um hendurnar á eftir því bakteríur geta setið á þeim og borist í andlit og vit fólks ef það þvær sér ekki.

Fleira áhugavert: