Vatnspóstur – Drykkjafontar, Vatnsfontar..

Oddný Sigtryggsdóttir og Sigríður eldri við Vatnspóstinn í Vestmannaeyjum – mynd Edda Ágústsdóttir (Grafarættin Vestmannaeyjum)
Mars 2015
Nýr vatnspóstur var tekinn formlega í notkun við göngu- og hjólastíginn í Fossvogsdal í mars 2015. Vatnspósturinn er á vegum Orkuveitu Reykjavíkur og stendur vestan við enda Árlands.
Í tilkynningu frá Orkuveitunni kemur fram að fyrirtækið hafi á undanförnum árum komið fyrir útivatnspóstum við Ægisíðu, Skólavörðuholt, Nauthólsvík, Sæbraut, í Árbæ og við Korpu. Einnig eru tveir vatnspóstar á Akranesi. Þá séu hundruð vatnspósta í skólum og stofnunum borgarinnar.

Gísli Marteinn Baldursson, formaður Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar fær sér að drekka.

Myndin er af Bankastræti í kringum aldamótin 1900. Bankastræti hét áður Bakarabrekka því brauðgerðarhús og heimili Bernhöfts bakara voru í götunni og sést hús hans, vatnspóstur og mylla hægra megin á myndinni. Nafn götunnar breyttist svo í Bankastræti þegar Landsbanki Íslands hóf starfsemi sína 1885 í steinhlaðna húsinu fyrir miðri mynd en í því húsi er nú verslunin Stella