Kostir og óskostir sæstrengs til Bretlands – Viðtal við Forstjóra Landsvirkjunar

Heimild:  hringbraut

 

Viðtalið byrjar á 41,42 mínútu á youtubemyndbandi Hringbrautar ..hér að ofan

 

saestrengur

Hugmyndin um að flytja út orku héðan í gegnum yfir þúsund kílómetra sæstreng hefur verið unfanfarið verið í ákveðnum farvegi. Lagning sæstrengs frá landinu til að flytja út meira af orku hefur verið til umræðu í tugi ára. Strengurinn yrði til Bretlands og gæti flutt um 1000 megawött af orku, Bretunum yrði seld orku í gegnum lengsta sæstreng í heimi.

Núna á þriðjudag var skýrsla Kviku ráðgjafafyrirtækis og erlenda ráðgjafafyrirtækisins PÖYRY kynnt þar sem skoðað var hve þjóðhagslega og viðskiptalega arðsöm framkvæmdin gæti orðið eða þjóðhagsleg áhrif hennar í heild miðað við fyrirliggjandi gögn. Fram kom til dæmis að framleiðendur orku fengju ávinning af strengnum en notendur innanlands yrðu fyrir kostnaði.
Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunnar segir á Hringbraut í kvöld að útilokað sé í sínum huga að fara í stórt verkefni eins og sæstreng nema víðtæk pólitísk sátt verði um það. Hann sér fyrir sér að enginn verulegur kostnaður muni lenda á heimilum landsins eða fyrirtækjum hordurhér þótt þetta myndi leiða til hærra raforkuverðs í landinu. Stóru orkufyrirtækin muni bera mestan kostnað af slíkri hækkun. Hann segir að þjóðfélag myndi njóta hagnaðar orkufyrirtækjanna af sölu í gegnum sæstreng til Bretlands.  Því sé trygging fyrir íslenskt atvinnulíf og heimilin að mikill kostnaður vegna hærra raforkuverðs verði ekki mikill. Líta verði líka til mótvægisaðgerða sem stjórnvöld geta gripið til.

Staðfest var sú niðurstaða, segir Hörður að verkefnið myndi ekki ná  lágmarksarðsemi nema að fjárhagslegurstuðningur komi frá Bretum. Vera Breta í ESB skiptir engu máli í þessu samhengi, segir Hörður og því muni útganga þeirra úr sambandinu engu breyta. Bretar hafi enn mikinn áhuga á verkefninu.

Hörður sagði að betri nýting orkugjafa sem nú þegar eru notaðir sé til þess fallið að útvega þá umframorku sem sæstrengur krefjist en einnig sé horft til virkjana sem nú þegar eru í nýtingarflokki rammaáætlunar. „Málin eru algerlega óskyld“, segir Hörður og á þar við að ekki verði lagt til að virkjað verði neitt umfram það sem nú þegar er á áætlun.

 

Fleira áhugavert: