Bryggju­hverfið mun stækka um 30%

mbl

bryggjuhverfi

Bygg­inga­fram­kvæmd­ir við tvö fjöl­býl­is­hús í Bryggju­hverf­inu, næst Sæv­ar­höfða, eru nú á full­um skriði og tvö önn­ur fjöl­býl­is­hús í hverf­inu, úti á tang­an­um, eru á teikni­borðinu og alls er áformað að reisa átta fjöl­býl­is­hús í hverf­inu í þess­um áfanga.

Hjálm­ar Sveins­son, formaður um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur, seg­ir að ráðið hafi ný­verið samþykkt skipu­lag úti á tang­an­um, í Bryggju­hverf­inu, þar sem gert er ráð fyr­ir að rísi tvö fjöl­býl­is­hús.

„Það svæði er komið á það stig að fá bygg­ing­ar­leyfi. Björn Ólafs­son arki­tekt er að hanna fjöl­býl­is­hús­in, sem verða bara í sam­ræmi við það sem þarna fyr­ir. Það var bætt við ein­hverj­um íbúðum í hús­in úti á tang­an­um en bygg­ing­ar­magnið var ekki aukið,“ seg­ir Hjálm­ar í  Morg­un­blaðinu í dag.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: