Opna hót­el á 20. hæð Höfðatorgst­urns­ins

mbl

höfðatorg 1

Höfðatorgst­urn­inn. Mynd­in er tek­in af 16. hæð Foss­hót­elst­urns­ins

Um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur samþykkt um­sókn einka­hluta­fé­lags­ins HTO um leyfi til að inn­rétta hót­el fyr­ir 16 gesti á 20. hæð Katrín­ar­túns 2.

Um er að ræða eitt hæsta hús lands­ins og er það stund­um kallað Höfðatorgst­urn­inn. 20. hæðin er nú auð og herma heim­ild­ir blaðsins að Íslands­banki hafi haft til skoðunar að opna þar sal til ým­issa nota. Til fróðleiks er 20. hæðin í raun 19. hæð en ekki er 13. hæð í hús­inu.

Full­trú­ar HTO sóttu um leyfi til að inn­rétta hót­el fyr­ir 16 gesti á 19. hæð. Miðað við tvo í her­bergi verða sam­tals 8 her­bergi á hæðinni. Þaðan er út­sýni til allra átta á höfuðborg­ar­svæðinu, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: