Sund­höll Ísa­fjarðarbæj­ar – Er kom­inn tími á betri sund­laug?

Heimild.  mbl

 

sundholl isafirdi

Sund­höll­in var tek­in í notk­un árið 1945

Í drög­um að hug­mynda­sam­keppni vegna hugs­an­legra end­ur­bóta á Sund­höll Ísa­fjarðarbæj­ar seg­ir að þær séu hugsaðar til að bæta sundaðstöðu, aðgengi, aðbúnað fatlaðra, bún­ings­klefa og út­búa úti­svæði með pott­um og stærri gufubaði.

Ekki stend­ur til að bæta sundaðstöðu fyr­ir keppn­is­grein­ar í þetta skipti eða gera breyt­ing­ar á sund­laug­inni sem er 16 metra löng inni­laug. Laug­in var byggð fyr­ir sjö­tíu árum og hafa ekki verið gerðar breyt­ing­ar á henni.

Hug­mynda­sam­keppn­in hef­ur verið til umræðu hjá íþrótta- og tóm­stunda­nefnd að und­an­förnu. Bæj­ar­ráð og bæj­ar­stjórn þurfa að samþykkja hana áður en hægt verður að setja hana af stað. Sitt sýn­ist hverj­um um mögu­leg­ar fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar en sum­ir telja að frek­ar ætti að byggja fjöl­nota íþrótta­hús og bæta aðstöðu sundiðkenda til muna.

Páll Jan­us Þórðar­son, yfirþjálf­ari Sund­deild­ar Vestra, deildi pistli á Face­book-síðu sinni fyrr í þess­ari viku þar sem hann gagn­rýndi aðstöðu fyr­ir sund­fólk á Ísaf­irði. Hafði hann verið með tvo iðkend­ur á Íslands­meist­ara­móti í 50 metra laug helg­ina áður og gerðu þau ógilt í tveim­ur af sex sund­um. Sagði hann að það mætti rekja til aðstöðunn­ar sem þau hafa til æf­inga.

Ann­ars veg­ar sé æf­ing­ar­laug­in of grunn og stutt og hins veg­ar lík­ist bakk­ar og rá­spall­ar ekki þeim aðstæðum sem þau keppa við. Þá hafa þau sem æfa sund aðeins aðgang að sund­laug­inni í fjór­ar klukku­stund­ir á dag.

 

sundholl isafirdi aPNGLofuðu ekki fjöl­nota íþrótta­húsi

Kristján Andri Guðmunds­son, formaður íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar og bæj­ar­full­trúi Í-list­ans, seg­ir að í umræðunni um hugs­an­leg­ar end­ur­bæt­ur gæti ákveðins mis­skiln­ings. Aðeins sé búið að gera drög að hug­mynda­sam­keppni sem síðan eigi eft­ir að fara til bæj­ar­ráðs og bæj­ar­stjórn­ar, ekki sé búið að ákveða að fara í fram­kvæmd­irn­ar sama hver kostnaður­inn verður.

Í fund­ar­gerðum nefnd­ar­inn­ar er að finna bók­an­ir frá full­trú­um Sjálf­stæðis- og Fram­sókn­ar­flokks þar sem send­ir að mjög brýnt sé orðið að ráðast í al­vöru upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja í bæj­ar­fé­lag­inu til þess að íþróttaiðkend­urm, og þá ekki síst börn og ung­ling­ar, standi jafn­fæt­is íþróttaiðkend­um í öðrum sam­bæri­leg­um bæj­ar­fé­lög­um á land­inu.

Verði ráðist jafn kostnaðarsama fram­kvæmd og „stefnt er að, þá verður að telj­ast afar ólík­legt að á næstu árum muni vera til nokk­urt fjár­magn til upp­bygg­ing­ar aðstöðu fyr­ir ungt íþrótta­fólk í bæj­ar­fé­lag­inu,“ seg­ir í bók­un bæj­ar­full­trú­anna.

Kristján Andri seg­ir að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi lofað fjöl­nota íþrótta­húsi í síðustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um en það hafi Í-list­inn ekki gert. Hann seg­ir að ekki sé gert ráð fyr­ir breyt­ing­um á sund­laug­ar­ker­inu vegna pláss­leys­is.

 

Stærri laug, betri nýt­ing

Páll Jan­us er meðal þeirra sem vilja sjá upp­bygg­ingu á aðstöðu fyr­ir þá sem kjósa að synda í laug­inni. Í dag æfa um eitt hundrað börn hjá sund­deild Vestra og all­ir nem­end­ur grunn­skól­ans koma einu sinni í viku í skóla­sund. Aðrir gest­ir hafa aðgang að laug­inni í fjór­ar klukku­stund­ir á dag á virk­um dög­um.

„Ég myndi auðvitað vilja fá al­menni­lega lengd á laug, alla­vega 25 metra laug að lá­m­arki,“ seg­ir Páll Jan­us, aðspurður um hvaða breyt­ing­ar hann myndi vilja sjá.

„Við erum líka með mjög tak­markaðan laug­ar­tíma en það þarf að loka laug­inni fyr­ir al­menn­ing svo sundæf­ing­ar og skóla­sund geti farið fram. Laug­in er opin fimmtán tíma á dag en þar af eru fjór­ir tím­ar fyr­ir al­menn­ing og ell­efu tím­ar fyr­ir sundæf­ing­ar og skóla­sund.

Með stærri laug væri hægt að hafa opið bæði fyr­ir al­menn­ing og æf­ing­ar sam­tím­is. Maður fær alltaf svona pínu eins og það sé verið að horfa á hnakk­ann á manni fyr­ir að vera alltaf í sunda­laug­inni og al­menn­ing­ur fái aldrei að vera í laug­inni. Sam­fé­lagið er vissu­lega mjög sam­helt hérna og veit að það er best fyr­ir börn­in að vera í íþrótt­um,“ bæt­ir Páll Jan­us við.

Þá bend­ir hann á áhyggj­ur inn­an sund­hreyf­ing­ar­inn­ar að með auk­inni aðstöðu fyr­ir aðmenn­ing gæti orðið krafa um að skerða enn frek­ar þann tíma sem út­hlutað er til þeirra þriggja íþrótta­fé­laga sem stunda æf­ing­ar í laug­inni, þ.e. Sund­deild Vestra, Sund­deild Ívars og Kubb­ur, íþrótta­fé­lag eldri borg­ara.

 

isafjordur

Smella á myndir til að stækka

Meira svig­rúm fyr­ir eldri borg­ara 

Ísfirðing­ar hafa státað sig af góðu sund­fólki í gegn­um árin og er Krist­ín Þor­steins­dótt­ir, Vest­f­irðing­ur síðasta  árs, meðal þeirra sem skína skært um þess­ar mund­ir. „Það er mik­il hefð fyr­ir sundíþrótt­inni hérna á Ísaf­irði og við höf­um átt gott sund­fólk í gegn­um árin miðað við aðstöðu. Það hef­ur hallað und­an fæti að und­an­förnu og dregið úr þessu, með bættri íþróttaaðstöðu  hjá öðrum deild­um og öðrum grein­um,“ seg­ir Páll Jan­us.

Krist­ín æfir af kappi fyr­ir heims­meist­ara­mót á Flórens á Ítal­íu í sum­ar þar sem keppt er í 50 metra laug, laug sem er 34 metr­um lengri en laug­in á Ísaf­irði. Næsta 25 metra sund­laug er á Hólm­vík og seg­ir Páll Jan­us óraun­hæft að keyra þangað til að fara á sundæf­ing­ar. Hann seg­ir þjálf­ara og iðkend­ur vera dug­lega að nýta sér mót á höfuðborg­ar­svæðinu þar sem æft og keppt er við mun betri aðstæður.

Páll Jan­us vill þó ekki aðeins sjá betri aðstöðu fyr­ir þau sem æfa sund. Hann vill gjarn­an að al­menn­ing­ur hafi aðgang að sund­laug leng­ur en fjór­ar klukku­stund­ir á dag en með stærri laug væri hægt að hafa opið bæði fyr­ir al­menn­ing og æf­ing­ar sam­tím­is.

Virka daga er laug­in opin al­menn­ing frá kl. 7-8 á morgn­ana og síðan frá kl. 18-21 á kvöld­in. Hann seg­ist hafa þjálfað víða um land og viti af reynslu að eldri kyn­slóðirn­ar sæki helst í laug­arn­ar fyrri hluta dags og njóti þess að geta stundað lík­ams­rækt.

Fleira áhugavert: