Ef síminn þinn lendir í klósettinu ?
Það er lykilatriði að þurrka blautan farsíma í heilan sólarhring að lágmarki áður en hann er prófaður á nýjan leik. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í danska blaðinu Politiken en þar er skref fyrir skref farið yfir það hvernig auka má líkurnar á því að bjarga síma sem lent hefur í vatni.
Það geta allir lent í því að missa símann úr höndunum. Það getur verið nógu slæmt að missa hann í gólfið svo ekki sé talað um að missa hann ofan í vatn. Fjölmargir hafa misst símann sinn ofan í vask fullan af vatni, baðkar, heitan pott, sundlaug og jafnvel klósettskálina. Þetta verður oftast til þess að símaeigandinn þarf að fjárfesta í nýjum síma en stundum er hægt að bjarga blautum síma. Hér eru nokkur ráð um hvað skal gera ef síminn er við síma sem hefur blotnað:
1. Þú þarft að bregðast við strax og ná símanum upp úr vatninu eins fljótt og mögulegt er.
2. Ef þú hefur kost á því að taka rafhlöðuna úr símanum skaltu gera það sem allra fyrst. Það minnkar hættuna á skammhlaupi í símanum.
3. Taktu símann síðan allan í sundur og fjarlægðu sim-kortið, minniskort og svo framvegis.
4. Þurrkaður símann vandlega með einhverju sem hnökrar ekki eða rifnar sem þýðir að þú mátt ekki nota klósettpappír eða annað slíkt. Notaðu frekar þurrt handklæði, sem er ekki alveg nýtt og reyndu að ná inn í öll horn, sérstaklega þar sem rafhlaðan á að vera.
Heimild: DV