Grænasta flugið – Drukknar í heitri sturtu

Grein/Linkur: Olíuverðið!

Höfundur: Ketill Sigurjónsson

Heimild: Orkubloggið

.

Mynd – airdatanews.com 7.02.2023

.

Desember 2008 

„Grænt“ pólflug

Emirates var að byrja með nýja flugleið. Milli Dubai og San Francisco – yfir Norðurhjarann. Og markaðsdeildin hjá Emirates virðist hafa unnið heimavinnuna sína vel. Fréttir um hið stórkostlega græna pólflug Emirates ganga nú ljósum logum um netheima fjölmiðlanna.

Emirates_aircraft

Emirates_aircraft

Við fall Sovétríkjanna opnuðst ýmsir nýir möguleikar í yfirflugi. Fyrir vikið varð talsverð aukning í að flugfélög breyttu langflugleiðum sínum. Til að stytta flugleiðir var nú byrjað að fljúga yfir Norður-heimsskautasvæðin og hluta af Rússlandi. Og hefur aukist jafnt og þétt síðustu 15 árin eða svo.

Það er sem sagt ekki nýtilkomið að flogið sé yfir blessað Norðurskautið. En nýjasta flugleiðin þarna yfir er sem sagt milli Dubai og San Francisco. Og Emirates náðu athygli fjölmiðla um allan heim, með því að kynna flugið sem “worlds longest green flight”. Grænn og grípandi titill á fréttatilkynningu, sem fjölmiðar um allan heim ljósrita nú í gríð og erg og bera boðskapinn áfram.

Þetta eiturgræna flug náðist með því að velja sem allra stysta leið á glænýrri Boing 777-200LR vél. Sem nýtir eldsneyti vissulega betur en flestar aðrar farþegaþotur hafa hingað til gert.

Emirates_LogoÍslensk flugmálayfirvöld eru sögð hafa verið meðal þeirra sem gerðu þetta „einstaka og umhverfisvæna“ flug mögulegt. Vélin þurfti m.ö.o. að fara um íslenskt flugumferðarsvæði.  Sem er auðvitað hið besta mál – en segir manni líka að líklega fór flugvél Emirates lítt nær Norðurpólnum en gengur og gerist í Ameríkuflugi Icelandair. Og það er óneitanlega líka vafamál, hvort þetta flug Emirates hafi eitthvað með raunverulega umhverfisvernd að gera.

Þeir ljúflingarnir þarna í hinu undarlega, olíuþverrandi furstadæmi Dubai vilja meina að með því að fara styðstu leið yfir pólinn, hafi þeir sparað rúm 7 tonn af flugvélabensíni. Og fyrir vikið losað hátt í 20 tonnum minna af koldíoxíði. Snyrtilegt.

Og ekki er verra, að í þessum nýju glæsiþotum Emirates er farþegum á fyrsta farrými boðið upp á að fara í sturtu. Það myndi Orkubloggið svo sannarlega þiggja – í flugferð sem tekur meira en hálfan sólarhring. Þetta sturtuvesen kallar reyndar á svo mikla auka vatnsflutninga, að einhverjir leiðindapúkar hafa freistast til að benda á, að þar með sé mestur orkusparnaðurinn fokinn út í veður og vind. Græna flugið drukkni sem sagt í heitri sturtu.

Emirates_Al_Maktoum_2

Emirates_Al_Maktoum

Þá er óneitanlega athyglisvert að Sheikinn hann Ahmed bi Saeed Al-Maktoum, stjórnarformaður Emirates, er búinn að panta heilar 55 Airbus A380S. Það fékk Airbus-menn auðvitað til að brosa breitt, enda pöntun sem líklega hljóðar upp á einhverja tugi milljarða dollara. Þessir nýju rosabelgir frá Airbus geta flutt allt að 900 farþega – en Shékinn ætlar reyndar að láta innrétta vélarnar þannig að vel fari um fólk! Fyrir vikið verður einungis pláss fyrir um 500 farþega í hinum risavöxnu Airbusum hjá Emirates. Orkubloggið hlakkar mikið til að geta teygt úr fótunum – og sinnt umhverfisvernd um leið.

Þetta verða örugglega ákaflega græn flug hjá Emirates, rétt eins og fyrsta Frisco-flugið þeirra var nú um miðjan des. Því til að spara eldsneyti eiga risabelgirnir ætíð að fá forgang á flugvellinum í Dubai. Enginn bið eftir lendingu, né flugtaki Og það á líka að endurvinna öll dagblöð, sem fara um borð. Æðislegt.

Emirates_airbus_in

Emirates_airbus_in

Og ég vil ekki heyra neitt tuð um það, að á meðan stóru bumburnar fái forgang þurfi nettari og gamlar Boeing 747 að bíða með alla hreyfla á fullu. Gleymið ekki að það á að endurvinna dagblöðin! Grænasta pólflug heims er staðreynd. Geisp.

Fleira áhugavert: