Vatnsnotkun – Í sturtu og baði

Grein/Linkur:  Hvort notar maður meira vatn í sturtu eða baði?

Höfundur:  Emíla Dagný Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Vilhjálmsson

Heimild: 

.

.

April 2007

Hvort notar maður meira vatn í sturtu eða baði?

Í samanburði sem þessum þarf að gefa sér einhverjar forsendur. Mjög misjafnt er hversu lengi fólk stendur undir sturtunni, hve mikill kraftur er á vatninu og hversu mikið vatn er sett í baðkarið. Hér er stuðst við upplýsingar sem má finna á heimasíðu Vistverndar í verki, en mati og áherslum í þeim þó breytt nokkuð.

Ætla má að við notum um 240 lítra af vatni þegar farið er í bað. Vatnsnotkunin er yfirleitt mun minni þegar farið er í sturtu. Ef gert er ráð fyrir að venjulegur sturtuhaus sprauti 12 lítrum á mínútu þá er vatnsnotkunin um 60 lítrar í 5 mínútna sturtu, fjórum sinnum minni en í baði. Eldri gerðir sturtuhausa nota þó allt að 24 lítra á mínútu og þá er 10 mínútna sturta orðin álíka vatnsfrek og baðið, en sá tími er líka í lengsta lagi.

Fyrir utan það hversu lengi hver og einn stendur undir bununni ræður sturtuhausinn miklu um það hversu mikið vatn er notað í eina sturtu.

Hægt er að draga úr vatnsnotkun í sturtu með því að nota sturtuhausa sem taka lítið vatn, til dæmis litla hausa sem hægt er að halda á, eða sérstaka sparnaðarhausa. Þeir eyða yfirleitt á bilinu 6 til 10 lítrum á mínútu þannig að í 5 mínútna sturtu getur vatnsnotkunin verið 30 lítrar eða áttundi partur af því sem fer í baðið. Ef við förum í sturtu í baðkeri og setjum tappann í á meðan getum við séð með eigin augum hve lítil vatnsnotkunin er samanborið við fullt baðker.

Hér á Íslandi er ofankoma yfirleitt mikil, bæði rigning og snjór, og því yfrið nóg af vatni kringum okkur. Hins vegar kostar tiltölulega mikla orku að hita baðvatnið og því skiptir þessi spurning okkur talsverðu máli. Víða erlendis er vatn auk þess mjög af skornum skammti í umhverfinu og því leggja margar þjóðir mikla áherslu á að spara vatn og nýta það sem best. Auk þess sem hér hefur verið nefnt geta vönduð blöndunartæki haft talsverð áhrif á nýtinguna enda hafa orðið miklar framfarir á því sviði á undaförnum áratugum.

.

Mynd:

  • Shower – Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 6.3.2013).

Fleira áhugavert: