Vatnsprinsarnir í Aleppo höfuðborg Sýrlands ..myndir
Tímamóta vopnahlé hefur gefið íbúum Aleppo frið frá daglegum eldflaugaárásum og sprengingum en það nægir ekki til að slökkva þorsta þeirra.
Almennir borgarar, báðum megin víglínunnar sem skorin hefur verið af herliði ríkisstjórnarinnar og andstæðingum hennar, hafa þurft að þola sinn mesta vatnsskort síðan styrjöldin hófst fyrir næstum fimm árum.
„Ástandið í borginni hefur almennt batnað með tilkomu vopnahlésins,“ segir sextugur íbúi Aleppo, Abu Nidal, í samtali við fréttaveitu AFP. „Allt er okkur fáanlegt núna, nema vatn.“
Raflar og dælur eyðilagst í átökum
Átökin sem rifið hafa Aleppo í sundur síðan árið 2012 hafa skaðað marga rafla og dælur sem sjá um að veita vatni til íbúðahverfanna, svo íbúarnir eru margir hverjir vanir því að líða tímabundinn vatnsskort. En loftárás í nóvember síðastliðnum á vatnshreinsunarstöð, sem var á valdi Ríkis íslams, hefur skilið eftir 1,4 milljónir manna án nokkurs vatns. Íbúarnir hafa þurft að nýta sér bráðabirgðabrunni eða þá kaupa frá einkaaðilum sem dreifa vatni.
Prinsarnir í Aleppo
Einn framtakssamur ungur maður keyrir um á hvítum Suzuki pallbíl sem útbúinn er stórum vatnsgeymi. Eftir að hann dælir upp vatni úr borholum í kringum borgina þá notar hann litla vélknúna dælu til að úthluta því til vatnstanka í hverfunum.
„Þessir ökumenn eru orðnir að prinsunum í Aleppo, því allir þurfa á þeim að halda,“ segir hin 21 árs gamla Jana Marja, nemandi sem býr í Al-Syrian hverfinu í vesturhluta Aleppo, sem er á valdi ríkisstjórnarinnar.
Karlar, konur og börn í röð með plastílát við hverfisbrunnana eru algeng sjón nú á dögum.
„Að bíða í röð er orðið að vænlegum starfsferli, fólk borgar öðrum til að tryggja sér stað í röðinni.“
Heimild: Mbl