Örplast neysluvatni – Ný mæliaðferð..

Heimild: 

 

Febrúar 2018

Ný aðferð til að mæla örplast í drykkjarvatni

Umhverfisstofnun Danmerkur (Miljøstyrelsen) fékk nýlega Háskólann í Árósum til að þróa nýja aðferð til að taka sýni úr drykkjarvatni til greiningar á fjölda örplastagna. Mælingar sem gerðar voru sl. haust bentu til að verulegt magn örplasts væri að finna í dönsku drykkjarvatni, en mikil óvissa í mælingunum var talin veikja niðurstöðurnar. Þannig þótti ekki tryggt að utanaðkomandi mengun, t.d. úr lofti, hefði ekki spillt sýnunum. Aðferð Háskólans í Árósum gengur út á sýnatöku í lokuðu kerfi sem ætti að útiloka ytri mengunarþætti. Fyrstu prófanir með nýja búnaðinum benda til að örplastmengun í drykkjarvatni sé mun minni en fyrri mælingar gáfu vísbendingar um. Þannig fannst aðeins ein örplastögn í þremur 50 lítra sýnum sem skoðuð voru í tilraunaskyni. Ætlunin er að prófa búnaðinn með mun víðtækari rannsóknum á næstunni.
(Sjá frétt á heimasíðu Miljøstyrelsen í dag).

Fleira áhugavert: