Kísilverksmiðja Thorsil Helguvík – Sex milljarða samningur
Thorsil ehf. hefur að undangengnu alþjóðlegu útboði samþykkt tilboð norska fyrirtækisins Vatvedt AS í tvo ofna og annan búnað í fyrirhugað kísilver félagsins í Helguvík.
Hvor ofn notar um 40 MW af raforku á klukkustund og er árleg framleiðslugeta þeirra samtals um 54.000 tonn af kísilmálmi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu.
Fyrirvari er um endanlega fjármögnun, en lánsloforð liggur fyrir frá norskum lánveitendum í tengslum við samninginn. Verðmæti samningsins er um 6 milljarðar íslenskra króna.
Heimild: Mbl