Kipptu sér lítið upp við vatnsmengun

ruv

 

saurgerlar seidisfirdi 1

Viðbrögð bæjarbúa á Seyðisfirði voru mismunandi vegna frétta í gær um gerlamengun í neysluvatni bæjarins. Viðmiðunarmörk saurkolígerla eru 0, samkvæmt neysluvatnsreglugerð en í gær voru mörkin 1 á hverja 100 ml. Bæjaryfirvöld fóru fram á það við bæjarbúa að sjóða allt neysluvatn. Viðgerð tækjabúnaðar sem geislar vatnið gekk vel og nú er vatnið hreint og óhætt að drekka það. Lækjarvatn og annað yfirborðsvatn stenst mælingar og mörk slíkrar reglugerðar er ekki undir eðlilegum kringumstæðum.

Innfæddir Seyðfirðingar kipptu sér ekki upp við ástandið og bentu á að mörk skynseminnar hefðu lengi dugað. Regína Stefnisdóttir sagði meðal annarra að það væri eins gott að aðlagast þessum gerlum. „Nú er farið að gefa þá í hylkjum fólki sem þjáist af aðskiljanlegum meltingarsjúkdómum.“

saurgerlar

Smella á myndir til að stækka

Talsverðar umræður skópust á Facebook vegna fréttaflutnings og viðbragða við þeim. Var meðal annars gert gys að því að unglingar væru farnir að ögra foreldrum sínum með þeirri áhættusömu iðju að drekka óvottað lækjarvatn beint af krana.

saurgerlar-a

 

saurgerlar-b

 

Færðu gestunum hraðsuðukatla

Þó innfæddir Seyðfirðingar kipptu sér lítið upp við fréttirnar af hinu mengaða vatni urðu fyrirtæki í þjónustu að bregðast við og útskýra fyrir sínum gestum hver staðan væri. Að bilun hefði orðið í hreinsibúnaði vatnveitukerfis bæjarins og létu eigendur Hótel Öldunnar gesti hafa hraðsuðukatla til að sjóða vatn á herbergjum sínum. Davíð Kristinsson hótelstjóri rekur einnig Skaftfell og Ölduna, veitingastaði á Seyðisfirði og var þar vatn soðið og gestum tilkynnt um bilunina. Hann segir gesti hafa haft litlar áhyggjur af því að vatnið væri óhollt heilsu þeirra þegar aðstæður hafi verið útskýrðar.

„Við reyndum að skýra stöðuna nákvæmlega og af þessu urðu bara góðar umræður við gestina um það hvað við erum heppin með vatnið hér á Íslandi. Við höfum það hér allt í kringum okkur og nóg af því, og fólki sem finnst bara stórkostlegt að borða hér snjó og njóta umhverfisins kippti sér ekki upp við þetta,“ segir Davíð. Þau hafi þó orðið þakklát fyrir hugulsemina að þeim væru færðir hraðsuðukatlar á herbergin.

Samkvæmt tilkynningu á vef kaupstaðarins voru sýni send til rannsóknar og standast nú gæðakröfur neysluvatnsreglugerðar nr. 536/2001. Því á ekki að vera þörf á að sjóða neysluvatn eins og íbúar voru hvattir til í gær.

 

Heimild: RÚV

Fleira áhugavert: