Uppruni vatns á Jörðinni – Frum­vatn jarðar í ís­lensk­um möttli

mbl

Gos Holuhrauni

Talið er að möttulstrók­ar séu upp­spretta eld­virkni á jarðfræðilega virk­um eyj­um eins og Íslandi. Mynd­in er frá Holu­hrauni og teng­ist efni frétt­ar­inn­ar ekki með bein­um hætti. mbl.is/​Rax

Ein helsta ráðgáta jarðvís­ind­anna er hvaðan vatnið á jörðinni kom. Ný rann­sókn sem ís­lenski jarðefna­fræðing­ur­inn Sæmund­ur Ari Hall­dórs­son tók þátt í leiðir í ljós að vatn, sem er hugs­an­lega elsta vatn jarðar­inn­ar, sé að finna í bergi sem ís­lenski möttulstrókur­inn myndaði. Vís­inda­menn­irn­ir tengja upp­runa vatns­ins beint við þá loft­steina sem lögðu til efnivið í jörðina í upp­hafi.

Grein um rann­sókn­ina birt­ist í vís­inda­tíma­rit­inu Science í dag en vís­inda­menn banda­rísku geim­vís­inda­stofn­un­ar­inn­ar NASA við Há­skól­ann á Havaí og við Scripps-haffræðistofn­un­ina í Kali­forn­íu leiddu hana. Sæmund­ur Ari er sér­fræðing­ur í jarðefna­fræði við jarðvís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands en hann stundaði doktors­nám við Scripps og var meðal ann­ars feng­inn til að taka þátt í rann­sókn­inni vegna mik­il safns berg­sýna frá Íslandi sem hann býr yfir.

Vatn þekur mestallt yfirborð jarðar en óvíst er hvernig það barst hingað. Ein tilgátan er ...

Vatn þekur mest­allt yf­ir­borð jarðar en óvíst er hvernig það barst hingað. Ein til­gát­an er sú að það hafi komið með loft­stein­um eða hala­stjörn­um. NASA/​Terra-MOD­IS

Mis­mun­andi kenn­ing­ar eru um upp­runa vatns jarðar­inn­ar. Ein er að vatnið hafi verið til staðar í loft­stein­un­um sem mynduðu jörðina á sín­um tíma en önn­ur, sem hef­ur verið áber­andi hin síðari ár er, er á þá leið að loft­stein­ar og hala­stjörn­ur hafi komið með vatnið eft­ir að jörðin hafði mynd­ast. Rann­sókn­in nú virðist styðja fyrri kenn­ing­una frek­ar en þá seinni.

Sæmund­ur Ari seg­ir að vís­inda­menn­irn­ir á Havaí hafi fram að þessu fyrst og fremst feng­ist við rann­sókn­ir á loft­stein­um. Því kviknaði hjá þeim sú hug­mynd hvort ekki væri hægt að finna skýr­ari tengsl hér á jörðinni á milli loft­steina og vatns.

Ein óvenju­leg­ustu fingra­för sem fund­ist hafa

Aðferðin sem vís­inda­menn­irn­ir beittu var sú að leita berg­sýna sem mögu­lega geyma efni sem komið er djúpt úr iðrum jarðar. Fyr­ir val­inu urðu 60-65 millj­ón ára göm­ul sýni frá Baff­in-eyju við Kan­ada og 20-120 þúsund ára göm­ul sýni úr bólstrabergi frá Íslandi. Þau urðu því bæði til í gos­um sem tengj­ast beint ís­lenska möttulstrókn­um.

Sæmundur Ari Halldórsson, sérfræðingur í jarðefnafræði við jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Sæmund­ur Ari Hall­dórs­son

Möttulstrók­ar eru um­fangs­mik­il svæði í möttli jarðar sem talið er að teng­ist hita­upp­streymi frá neðri hluta möttuls­ins eða kjarna jarðar. Eld­fjalla­eyj­ar eins og Ísland og Havaí hafa löng­um verið tengd­ar slík­um svæðum.

Íslenski möttulstrókur­inn á sér langa sögu en skýr­ustu merki um hann má finna beggja vegna Atlants­hafs á Bret­lands­eyj­um, aust­ur- og vest­ur­strönd Græn­lands og aust­ur­strönd Baff­in-eyju við Dav­is-sund.

„Þessi sýni, sér­stak­lega frá Baff­in-eyju, eru merki­leg fyr­ir þær sak­ir að það er margt sem bend­ir til þess að það efni sé til­tölu­lega frum­stætt og því ómengað af efni sem finna má nær yf­ir­borði jarðar. Því er um að ræða ein­stakt efni sem veit­ir okk­ur mögu­lega aðgang að efni sem kem­ur úr neðri möttli,“ seg­ir Sæmund­ur Ari.

Með því að greina hlut­fall tví­vetn­is og vetn­is er hægt að gefa vatn­inu í sýn­un­um ákveðið fingraf­ar. Mæl­ing­ar vís­inda­mann­anna leiddu í ljós ein­hver óvenju­leg­ustu tví­vetn­is­gildi sem mælst hafi í bergi á jörðinni. Sér­stak­lega voru niður­stöðurn­ar óvenju­leg­ar fyr­ir sýn­in frá Baff­in-eyju.

„Það fór helj­ar­inn­ar tími í að sann­reyna að þess­ar mæl­iniður­stöður væru rétt­ar. Við vor­um frek­ar skeptísk þegar við sáum þetta fyrst,“ seg­ir Sæmund­ur Ari.

Vek­ur fleiri spurn­ing­ar en hún svar­ar

Niður­stöðurn­ar reynd­ust hins veg­ar traust­ar og þá kom að því að túlka þær. Í grein­inni sem birt­ist í Science færa vís­inda­menn­irn­ir rök fyr­ir að vatnið í sýn­un­um frá ís­lenska möttulstrókn­um sé frá ár­dög­um jarðar­inn­ar og það hafi verið til staðar í loft­stein­un­um sem mynduðu jörðina frek­ar en það hafi borist seinna með hala­stjörn­um og loft­stein­um.

„Hlut­föll­in passa svo vel við það sem menn hafa verið að mæla í til­tekn­um loft­stein­um. Þarna erum við í raun og veru búin að gefa þessu möttul­vatni sem ís­lenski möttulstrókur­inn hef­ur verið að gefa frá sér fingraf­ar og búin að tengja það bein­lín­is við þessa loft­steina,“ seg­ir Sæmund­ur Ari.

Sú niðurstaða hef­ur tals­verða þýðingu fyr­ir leit­ina að svar­inu við því hvernig vatn komst til jarðar­inn­ar, sér­stak­lega hvort það hafi strax verið hluti af þeim efn­um sem jörðin fékk í vöggu­gjöf eða hvort það hafi borist seinna meir. Rann­sókn­in gef­ur þannig vís­bend­ing­ar um sam­sætu­sam­setn­ingu vatns í frum­bernsku jarðar­inn­ar. Niður­stöðurn­ar gætu bent til þess að vatnið hafi þegar verið til staðar í efniviðnum sem myndaði jörðina.

„Það góða við þessa rann­sókn, sem ég held ein­mitt að ein­kenni marg­ar góðar vís­inda­grein­ar, er að það vakna svo marg­ar spurn­ing­ar. Það verða miklu fleiri spurn­ing­ar til við að lesa hana en henni tekst nokkru sinni að svara. Hvernig varð vatnið á jörðinni til og hvernig barst það hingað? Hvernig hef­ur vatn og vatns­forði jarðar­inn­ar þró­ast í gegn­um sögu henn­ar? Þetta er eitt af þeim púslu­spil­um sem við þurf­um til að halda áfram að vinna. Það verður gam­an að sjá hvernig svona lagað get­ur drifið áfram vís­inda­spurn­ing­ar framtíðar­inn­ar á þessu sviði,“ seg­ir Sæmund­ur Ari.

 

Heimild: Mbl

 

 

Fleira áhugavert: