Hálslón Kárahnjúkavirkjun – Minnsta rennsli frá upphafi mælinga 1963

Rúv  landsvirkjun  mbl

Georg Þór Pálsson

Georg Þór Pálsson

Kalt sumar knýr Landsvirkjun til að spara vatn í Hálslóni en líkur á að lónið fyllist í haust fara minnkandi. Vatnsstaðan er nú um 22 metrum lægri en í fyrra en Landsvirkjun hefur enn ekki gefið upp alla von um að lónið fyllist og telur að suðlægar áttir og milt haust gætu bjargað málum.

Minnsta rennsli frá upphafi mælinga

Sumarið hefur verið óvenju kalt og það hefur áhrif á vatnsbúskap Landsvirkjunar. Vatnið, sem fer um Kárahnjúkavirkjun og knýr álver Alcoa í Reyðarfirði, kemur að mestu úr Jökulsá á Dal. Fram kemur á vef Landsvirkjunar að rennslið í ánni hafi aldrei verið minna frá því að mælingar hófust 1963. Raforkuframleiðsla er enn óskert í Fljótsdalsstöð en Georg Pálsson stöðvarstjóri segir að aldrei hafi verið minna í Hálslóni á þessum tíma. Landsvirkjun spari lónið og nýti lengur vatn sem berst úr Hraunaveitu austan Snæfells. „Við reynum að nýta allan sopa sem berst og við erum að taka minna úr Hálslónssvæðinu en við erum að gera venjulega á þessum tíma,“ segir Georg.

Allt að átta vikur til stefnu

Hálslón

Vatn úr Hálslóni er notað til að knýja vél­ar Kára­hnjúka­virkj­un­ar. mbl.is/Rax

Hálslón rúmar 2.100 gígalítra af vatni og í meðalári fyllist lónið og fer á yfirfall í byrjun september. Nú vantar um helming vatnsins en Georg bendir á að enn séu 5-8 vikur eftir af söfnunartíma. Engin ákvörðun hefur verið tekin um að skerða afhendingu á raforku en slíkt myndi fyrst bitna á fiskimjölsverksmiðjum sem kaupa ótrygga orku og síðar jafnvel einnig framleiðslu Alcoa Fjarðaáls líkt og gerðist vorið 2013. Georg er vongóður um að staðan batni: „Ef við förum að fá suðlægar áttir þá eru góðar líkur á við fáum rennsli í lónið.“

 

Hér má sjá vatnshæð Hálslóns í 18.08.2015 (smella á mynd)

Vatnshæð Hálslóns 18.08.2015

 

Heimild: RÚV + Landvirkjun + Mbl

 

 

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *