Rifjaði upp reglur um hreinlæti í sundlaugum

visir

Facebook-skrif Detoxe-drottningarinnar Jónínu Benediktsdóttur urðu til þess að þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis tóku sig til og hringdu í Steinþór Einarsson hjá frístundasviði borgarinnar og spurðu hann hverjar reglurnar eru um klæðaburð sundlaugargesta.

Jónína hafði spurt Facebook-vini sína hvort íslenskri konu hefði verið hleypt í sund í upphlut eftir að hún hafði séð konu í sundi í Reykjavík sem var klædd í síðar buxur, síðerma kjól og með slæðu um höfuðið.

Jónína sagðist ekki vilja fara út í trúarbragða umræðuna en sagðist vera spurn hvort Íslendingar ætli á sömu braut og Svíar gera og tvöfalda klórmagnið í sundlaugum.

 

Heimild: Vísir

Fleira áhugavert: