Hlíðarendareitur – Innanríkisráðherra hafnar því að loka varaflugbraut, tjónið komið í á aðra milljón á dag

Rúv

Hlíðarendareitur 1

Hlíðarendareitur    Mynd: Reykjavíkurborg

Brynjar Harðarson stjórnarformaður Valsmanna ehf segir niðurstöðu ráðherra, um hafna því að loka svokallaðri varaflugbraut, vera mikil vonbrigði. Fram á síðustu stundu hafi hann trúað því að samningur myndi nást í þessu máli. Til stendur að byggja alls 600 íbúðir og allt að 200 rými fyrir stúdenta við Hlíðarenda.

Brynjar segir að málaferlin: „Hafi þær afleiðingar að framkvæmdir eru stopp á meðan það er ekki hægt að hefja byggingaframkvæmdir eins og svæðið er tilbúið til núna. Það valdi mörgum miklu fjárhagstjóni bæði Valsmönnum ehf og verktökum og öllum sem starfa á Hlíðarendareit.“ Brynjar segir óhætt að fullyrða að vaxtatjónið sé komið í á aðra milljón á dag.
Hlíðarendareitur

Smella á mynd til að stækka

Ákvörðun innanríkisráðherra kemur fram í bréfi ráðherrans sem lagt var fram á fundi borgarráðs í gær. Fulltrúar meirihlutans í borgarráði samþykktu bókun á fundinum þar sem fram kemur að borgarlögmanni verði falið að undirbúa málsókn gegn ríkinu. „Hef alla tíð trúað á stjórnsýsluna á Íslandi og virðingu manna fyrir gerðum samningum. En því miður þá er farið að takast á um þetta á pólitískum nótum. Það sem þá eftir stendur er skaðinn fyrir þriðja aðila. Þeir sem byggja sína verk og störf á gerðum samningum verða fyrir miklu tjóni. Það er umhugsunarvert fyrir Reykvíkinga og íslendinga í heild sinni.“

Brynjar segir Valsmenn lítið annað geta gert í stöðunni en að biðla til stólamanna að þeir sjái að sér og semji: „Þetta er auðvitað mjög sérstakt mál þar sem það er búið að semja um þetta að öllu leiti. Það eru engir samningar opnir. Það var skrifað undir samning þann 25. október 2013. Þá voru undirritaðir samningar af þar til bærum ráðamönnum.

 

Heimild: RÚV

Fleira áhugavert: