Fyrsta sund­laug á þaki byggingar á Íslandi – 5 stjörnu Marriott Hótel á Hörpureit

mbl

Hótel Hörpureit 1

Bráðum hefst bygg­ing fimm stjörnu hót­els við Hörpu. mbl.is/Þ​órður Arn­ar Þórðar­son

Um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur samþykkt að aug­lýsa til­lögu að breyttu deili­skipu­lagi Aust­ur­hafn­ar vegna lóðar nr. 2 við Aust­ur­bakka.

Fel­ur breyt­ing­in í sér að heim­iluð er 7. hæð á reit 5, að há­marki 600 fer­metr­ar, fyr­ir opna veit­ingaþjón­ustu. Verður efsta hæðin inn­dreg­in um fimm metra frá bygg­ing­ar­línu. Á reitn­um stend­ur til að reisa fimm stjörnu hót­el.

Hjálmar Sveinsson

Hjálmar Sveinsson

Hjálm­ar Sveins­son, formaður um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs, seg­ir aðstand­end­ur verk­efn­is­ins hafa lagt þunga áherslu á að bæta einni hæð ofan á hót­elið. „Mér skilst þeir ætli að vera með sund­laug þarna uppi á þak­inu,“ seg­ir hann í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

 

Hótel Hörpureit    Marriott reisir fimm stjörnu hótel við Hörpu sundlaug hotel

Heimild: Mbl

 

Fleira áhugavert: