Saudi Arabia, sagan – Kossaflens, orka, pólítík

Grein/Linkur:   Kossaflens, orka og pólítík

Höfundur:  Ketill Sigurjónsson

Heimild: Orkubloggið

.

.

Kossaflens, orka og pólítík

BushAbdulla

Bush-Abdulla

Þrenningin orkumál, útrás og pólitík eru loks orðin heit mál á Íslandi. Það ætti ekki að koma á óvart; þetta eru stærstu málefni og hagsmunir nútímans. Það er a.m.k nokkuð víst að Bush kyssir Abdúlla Arabíukóng út af einhverju öðru en útlitinu.

Hvað stjórnar efnahagskerfi heimsins? Ef maður væri í krossaprófi og mætti einungis velja einn möguleika væri freistandi að krossa við valmöguleikann „Olían í Saudi Arabíu“. Og ef spurt væri hver sé valdamesti maður heims væri líklega rétt gefið fyrir svarið „Abdúlla“.

Nei – þetta er ekki próf úr Tinnabókunum! Maður að nafni Abdullah bin Abdul Aziz Al Saud er núverandi einvaldur í Saudi Arabíu. Og hann hefur í hendi sér að stjórna olíuframboði til Vesturlanda. Enda liggja allir flatir fyrir honum; Bush vill kyssa hann og forseti Írans vill fá að leiða hann. Eins og myndirnar glögglega sýna

SaudiIran

Saudi-Iran

Til fróðleiks skal nefnt að Saudi Arabía er stærsti olíuframleiðandi veraldar með um 13% framleiðslunnar og er einnig stærsti olíuútflytjandinn. Arabía útvegar Bandaríkjunum um 14% af allri olíuþörf US. Og það gerir Bandaríkjunum ekki sérstaklega auðvelt fyrir, að næst stærsti olíuútflytjandinn innan OPEC er Íran.

Listi yfir tólf stærstu olíuútflutningsríkin:  1. Saudi Arabía.   2. Rússland.   3. Noregur.   4. Íran.

5-12.  Sameinuðu Arabísku furstadæmin, Venesúela, Kuwait, Nígería, Alsír, Mexíkó, Líbýa og Írak.

PS: Kannski kominn tími til fyrir Íslendinga að ganga Noregskonungi á hönd?

Fleira áhugavert: