Vind og sólarorka – 50% 2040, 70% 2050

Grein/Linkur: Hröð þróun til rafvæðingar

Höfundur: Samorka

Heimild: 

.

mynd – brandcentral.dnv.com 2.09.2024

.

Hröð þróun til rafvæðingar

Helmingur allrar raforku í heiminum verður framleidd úr vind- og sólarorku árið 2040 og hækkar upp í 70% árið 2050. Raforkuþörf heimsins tvöfaldast til ársins 2050 og raforka verður að langstærstum hluta kolefnishlutlaus sama ár.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu DNV, Energy Transition Outlook: New Power Systems.

Í skýrslunni kemur fram að flutningskerfi raforku leiki algjört lykilhlutverk svo þetta geti orðið að veruleika. Flutningsgeta þeirra þurfi að tvöfaldast og innleiða þurfi nýjar lausnir til snjallvæðingar. Þá er einnig lögð áhersla á rafeldsneyti og orkugeymslur auk þess að endurskoða þurfi orkumarkaði svo þeir séu nægilega sveigjanlegir.

DNV telur að samkeppnishæfni þjóða komi til með að ráðast af getuþeirra til að aðlagast þessum breyttu orkukerfum og aukinni raforkuþörf hratt og vel.

Lesa má skýrslu DNV hér.

Fleira áhugavert: