Rafmagnseldvélar – Aborgunarsala 1937
Grein/Linkur: Sagnfræðimoli
Höfundur: Landvirkjun
.
.
Júní 2024
Sagnfræðimoli
Einu sinni var Reykjavík lítill og fámennur bær, að minnsta kosti á nútíma mælikvarða. Notkun á rafmagni var takmörkuð og virkjunin í Elliðaám, sem tók til starfa árið 1921, dugði ágætlega til að uppfylla þarfir íbúanna. Það var þó ljóst að rafmagnsþörf almennings myndi aukast hratt, sem og smáiðnaðar, landbúnaðar og sjávarútvegs.
Árið 1933 var frumvarp um Sogsvirkjun loks samþykkt, en þá var það lagt fram í fjórða sinn (deilur um virkjanir eru sem sagt ekki nýjar af nálinni). En þarna var loks hafist handa!
Á þessum tíma var það Rafmagnsveita Reykjavíkur sem stóð að framkvæmdunum, enda tíðkaðist að sveitarfélög sæju sjálf um rafvæðingu með litlum virkjunum víðs vegar um landið. Þessi virkjun var hins vegar öðrum stærri og þegar Kristján konungur X var á landinu 1936 lagði hann hornstein að þessu merka mannvirki. Ljósafossstöð tók til starfa 1937 og starfar enn.
Skyndilega var næga raforku að hafa í Reykjavík. Raunar jókst framboðið í bænum svo hraustlega, að Rafmagnsveitan fór í markaðsherferð, löngu áður en slíkar herferðir fengu það heiti. Allir sem áttu rafmagnseldavélar fengu lægra raforkuverð til heimilisins og gekk nú maður undir manns hönd að hvetja fólk til að kaupa sér Rafha-eldavélarnar, sem svo hétu af því að þær voru framleiddar í Raftækjaverksmiðjunni í Hafnarfirði, sem ríkið átti þriðjungshlut í.
Það dugði ekkert minna en öll forsíða Morgunblaðsins þegar „Afborgunarsala á rafmagnseldavjelum“ hófst í desember 1937.