Gufuborinn Dofri – Verðmætasta vinnuvél Íslandssögunnar
Grein/Linkur: Gufuborinn Dofri sest í helgan stein í Elliðaárstöð
Höfundur: Elliðarárstöð
.
.
Gufuborinn Dofri sest í helgan stein í Elliðaárstöð
Gufubornum Dofra er á nýju fræðslu-, upplifunar- og útivistarsvæði við Elliðaárstöð. Dofri er ein cc en hann boraði eftir heitu vatni á lághitasvæðum og gufu á háhitasvæðum á árunum 1958-1991 og var fyrsta holan sem hann boraði við Nóatún í Reykjavík.
Dofri var afar afkastamikill en enginn bor hefur borað fyrir jafnmörgum holum og hann gerði, en þær voru alls 139 talsins og þau eru því fá jarðhitasvæðin sem Dofri snerti ekki á.
Hann var notaður á Reykjanesi, Nesjavöllum, í Eyjafirði og boraði margar holur í Kröflu. Dofri boraði tugi góðra hola á höfuðborgarsvæðinu og þar af fjórtán í Elliðaárdalnum. Dofri var í lykilhlutverki þegar hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu var í sem örustum vexti. Á þeim árum tókst að útrýma olíukyndingum með allri þeirri loftmengun og loftslagsáhrifum sem henni fylgdu.
Gufuborinn Dofri fékk jötunsheiti og hafa nöfn úr fornsögum fylgt flestum íslenskum jarðborum allar götur síðan.
Það er mikil framkvæmd að koma bornum fyrir á svæðinu og verður hluta af Rafstöðvarvegi lokað hluta úr degi á meðan á hífingu stendur. Kranavinna verður unnin á svæðinu frá kl. 08:30 – 15:30, dagana 19. – 29. september. Þegar Rafstöðvarvegur er lokaður verður opnuð hjáleið um Árbæjarsafn frá Streng.
Það er Vélsmiðjan VHE sem hefur staðið að uppgerð hans og sér um að koma honum upp á svæðinu. OR ásamt HS Orku og Landsvirkjun lögðu í sameiningu til fjármagn til að gera borinn upp.
„Við hlökkum til að koma Dofra fyrir í Elliðaárstöð og leyfa gestum að njóta þessa merka grips og kynna sér sögu hitaveitunnar. Hann mun um ókomna tíð minna gesti dalsins á framsýni liðinna tíma, það framfaraskref sem stigið var í loftlagsmálum með tilkomu hitaveitunnar og þau samfélagslegu lífsgæði sem hitaveitan gefur okkur allt árið um kring“ segir Birna Bragadóttir forstöðukona Elliðaárstöðvar.