Olíukreppan 2008 – Framboð, eftirspurn
Grein/Linkur: Ef, ef, ef…
Höfundur: Ketill Sigurjónsson
.
.
Maí 2008
Ef, ef, ef…
Það er hárrétt að „olíukreppan“ núna snýst ekki um að framboðið hafi snögglega dregist saman. Hátt olíuverð nú er vegna mikillar eftirspurnar. En það er vafasamt að kalla þetta „kreppu“. Olíuframboðið er tiltölulega stöðugt, olíuframleiðslan hefur aldrei verið meiri en síðustu árin og þó svo mikil eftirspurn valdi hækkunum, þarf það ekki að merkja kreppu.
Það sem hátt verð orsakar er einfaldlega að framþróun í notkun annarra orkugjafa verður hraðari. Lágt olíuverð var mesti dragbíturinn á uppbyggingu í t.d. sólarorku og vindorku. Og ekki síst dró það úr áhuga á nýtingu kjarnorkunnar.
Í reynd veit enginn hvort peak-oil sé náð. Og fáránlegt ef starfsmenn Alþjóðabankans fullyrða annað. Leyndardómurinn um peak-oil er vel varðveittur í lampa Aladíns, þ.e.a.s. risastóra spurningin um það hversu miklar olíubirgðir eru í Saudi Arabíu. Sem enginn veit fyrir víst.