Afríka – Hráefnavígvöllur framtíðar

Grein/Linkur: Meirihlutinn spáir 25% lækkun

Höfundur: Ketill Sigurjónsson

Heimild: Orkubloggið

.

Mynd – wikipedia.org 13.06.2025

.

Meirihlutinn spáir 25% lækkun

NigeriaOilBurn

Nigeria OilBurn

Gaman að „sérfræðingunum“. Goldman Sachs spáir að olíufatið muni kosta 150-200 USD innan 2ja ára. Meðan aðrir spá að verðið fari niður í 40-50 USD!

Samt athyglisvert að í skoðanakönnun KPMG spáðu 55% að verðið færi undir 100 USD. Nú er bara bíða og sjá… og halda spákaupmennskunni áfram. Hver þarf að fara til Vegas þegar svona spennuveisla er í boði gegnum tölvubankann?

Það er ekki síður athyglisvert að enginn í könnuninni spáir að verðið fari að einhverju marki yfir 120 USD. Reyndar sló olíuverðið enn eitt metið í dag og fór í 126 USD á NYMEX. Hreint magnað.

Menn eru auðvitað með skýringar þessari síðustu hækkun á reiðum höndum. Nú er það óróleiki í Nígeríu sem veldur óvissu um framboðið þaðan. Nígería er vissulega mikilvægur framleiðandi; sá stærsti í Afríku, með yfir 2 milljón tunnur á dag. En það nær engri átt hvað markaðurinn er stressaður. Menn virðast í alvöru vera farnir að trúa því að peak-oil sé náð og að Sádarnir geti ekki bætt í púkkið.

AfricaOilTime

AfricaOil Time

En stöldrum aðeins við Afríku. Á eftir Nígeríu koma auðvitað Lýbía og Alsír með mestu olíuframleiðsluna – ekki satt? Nebb – þetta hefur breyst. Gríðarleg framleiðsluaukning í Angóla hefur skotið þessari gömlu portúgölsku nýlendu í 2. sætið á örstuttum tíma, nú með um 1,7 milljón tunnur á dag (svipað og Lýbía, sem er í 3. sæti – Alsír er nú í 4. sæti Afríkuríkja með um 1,4, milljón tunnur og svo koma Egyptaland, Súdan o.fl. með umtalsvert minni framleiðslu).

En þetta er magnað með Angóla. Nú að lokinni meira en aldarfjórðungs borgarastyrjöld er olíuframleiðsla komin á fullt í þessu hrjáða landi, með um 16 milljón íbúa. Og olían hefur valdið því að Angóla upplifir nú einhvern mesta efnahagsuppgang allra Afríkuríkja – a.m.k. valdhafarnir í höfuðborginni Luanda. Flestir þræðir olíuiðnaðarins eru í höndum ríkisfyrirtækisins Sonangol og fjármagnið kemur að miklu leyti frá Kína. Í staðinn fá Kínverjar að kaupa mikinn hluta framleiðslunnar – og veitir þeim ekki af. Talið er að spilling sé óvíða meiri í heiminum, en Kínverjum er nokk sama um það. Enda Angóla nú líklega orðinn stærsti olíubirgir Kína. Eitthvað segir mér að Afríka eigi eftir að verða helsti hráefnavígvöllur framtíðarinnar.

————-

cnbc_imagesLoks er hér umrædd frétt af CNBC, sem vitnað er í hér að ofan: „Fifty-five percent of 372 petroleum industry executives surveyed by KPMG said they think the price of a barrel of crude will drop below $100 by the end of the year. Twenty-one percent of respondents predicted a barrel of oil will end the year between $101 and $110, while 15 percent forecast the year-end price to be between $111 and $120 a barrel. Nine percent said they expect the price to close the year where its been this week — above $120 a barrel“ (http://www.cnbc.com/id/24540234).

Fleira áhugavert: