Rammaáætlun 3 – Samþykkt, júní 2022

Grein/Linkur: Hið ómögulega reyndist mögulegt

Höfundur: Tómas Arnar Þorláksson

Heimild: mbl

.

Vi r k j u n a r k o s t i r t i l u m f j ö l l u n a r í 3 . á f a n g a ra m m a á æ t l u n a r

Júní 2022

Hið ómögulega reyndist mögulegt

Það kæmi mér á óvart ef ein­hver segði að þetta væri ná­kvæm­lega eins og hann vildi hafa það en aðal­atriðið er að þarna var margt fólk sem lagði mikið á sig til að sjá til þess að þetta verk yrði klárað.“ Þetta seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra um ramm­a­áætl­un 3 sem var samþykkt á þriðju­dag­inn en harm­ar að hafa ekki getað verið viðstadd­ur þegar kosið var um málið á þing­inu.

Ástæða fjar­veru ráðherr­ans var að hann var að júbílera með Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri. Bend­ir hann á að at­kvæðagreiðslan hafi upp­runa­lega átt að vera á fimmtu­deg­in­um en ekki miðviku­degi og sér hafi ekki borist upp­lýs­ing­ar um breyt­ing­arn­ar með næg­um fyr­ir­vara. Tek­ur hann þó fram að þessi mis­tök séu eng­um að kenna og sér þyki þetta veru­lega leiðin­legt. Aðspurður seg­ist hann ekki hafa fengið neina gagn­rýni vegna þessa óheppi­lega at­viks – mestu gagn­rýn­ina hafi hann fengið frá sjálf­um sér.

.

Margir hafa lýst óánægju sinni með að fossinn Dynkur í Þjórsá var færður úr verndarflokki yfir í biðflokk með nýrri rammaáætlun. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

.

Sýni styrk rík­is­stjórn­ar­inn­ar

Að mati Guðlaugs er mik­il­væg­ast af öllu að ramm­a­áætl­un­in sé til­bú­in og náðst hafi sátt í þessu erfiða og tíma­bæra verk­efni. Seg­ist Guðlaug­ur þá vera gíf­ur­lega ánægður með út­kom­una og að búið sé að klára þenn­an áfanga. Bend­ir hann á að níu ár eru frá því að síðasta ramm­a­áætl­un var samþykkt og fjór­ir ráðherr­ar hafi komið á und­an sér án þess að sátt hafi náðst um ramm­a­áætl­un 3 en lög­um sam­kvæmt eigi að samþykkja nýja ramm­a­áætl­un á fjög­urra ára fresti. „Ég man ekki hversu oft ég heyrði þegar ég fór í þetta verk­efni að þetta væri ekki hægt,“ seg­ir Guðlaug­ur hæst­ánægður með lokið verk.

Seg­ir hann styrk rík­is­stjórn­ar­inn­ar og þraut­seigju hafa gert gæfumun­inn í þess­ari vinnu. „Þetta gerðist ekki af sjálfu sér, á bak við þetta er gíf­ur­lega mik­il vinna og þá sér­stak­lega hjá um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd. Þetta sýn­ir að ef fólk vill ná niður­stöðu þá eru mála­miðlan­ir mik­il­væg­ar til að kom­ast að sátt og klára svona verk­efni.“

Hrós­ar hann í há­stert starfi nefnd­ar­for­manns, meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar, stjórn­ar­flokk­anna og formanna meiri­hlut­ans. Ítrek­ar Guðlaug­ur að eft­ir þetta samþykki á ramm­a­áætl­un 3 sé mun lík­legra að Ísland nái að standa við lofts­lags­mark­mið sín, sem að sínu mati séu mjög metnaðarfull. „Verk­efni okk­ar er að sjá til þess að kom­andi kyn­slóðir fái að njóta end­ur­nýj­an­legu raf­orkunn­ar enn frek­ar en við höf­um gert og við ætl­um að gera þetta með þeim hætti að við vönd­um okk­ur mjög.“

Fleira áhugavert: