Vindorkuver Norðursjó – 150 GW, 19.000 Milljarðar

Grein/Linkur: Fjárfesting upp á 19.000 milljarða – Tífalda vindorkuframleiðslu í Norðursjó

Höfundur: Kristján Kristjánsson

Heimild:

.

Mynd – wikivoyage.org 27.05.2022

.

Maí 2022

Fjárfesting upp á 19.000 milljarða – Tífalda vindorkuframleiðslu í Norðursjó

Danir, Þjóðverjar, Hollendingar og Belgar hafa ákveðið að taka saman höndum um uppbyggingu vindmylla í Norðursjó. Ætlunin er að tífalda raforkuframleiðslu með vindmyllum í Norðursjó fyrir 2050. Þetta er fjárfesting upp á sem svarar til um 19.000 milljarða íslenskra króna.

Jótlandspósturinn segir að 2050 eigi raforkuframleiðslan í Norðursjó að vera orðin að minnsta kosti 150 gígavött. Það dugir til að sjá um 230 milljónum evrópskra heimila fyrir rafmagni.

„Ef við ætlum að nýta allan þann vind sem hægt er að nýta í Norðursjó verðum við að gera þetta saman,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra, í samtali við Jótlandspóstinn.

Framkvæmdastjórn ESB segir að þörf verði fyrir 300 gígavött af vindorku í ESB 2050.  Frederiksen sagði að nú segi þessi fjögur lönd að þau ætli að útvega helminginn af þessum gígavöttum. Sagðist hún vonast til að þetta verði öðrum þjóðarleiðtogum hvatning.

Fleira áhugavert: