Skipt um heitt vatn – Virkjanavatn og jarðhitavatn

Grein/Linkur:  Borholurnar aftur af stað eftir sumarhvíld

Höfundur:  Veitur

Heimild:

.

Mynd – Veitur.is 13.09.2021

.

Júlí 2021

Hitaveita Veitna mun á morgun, þriðjudaginn 20. júlí, breyta afhendingu heits vatns í þeim hverfum Reykjavíkur sem liggja vestan Elliðaá og á Kjalarnesi. Þau hverfi verða þá aftur sett á vatn úr borholum á jarðhitasvæðum í Reykjavík og Mosfellsbæ. Í byrjun júní voru þessi hverfi sett á upp hitað vatn frá virkjunum ON á Hellisheiði og á Nesjavöllum til þess að létta á vinnslu úr jarðhitasvæðunum svo hægt sé að tryggja sjálfbæran rekstur þeirra um ókomna framtíð og á sama tíma nýta betur framleiðslugetu virkjananna.

Vatnaskipta aðgerðin er þannig skipulögð að ekki eigi að koma til truflana á afhendingu en einhverjir gætu orðið varir við minniháttar truflanir þótt það sé ekki líklegt. Þeir ættu þó ekki að finna mun á vatninu enda ekki marktækur munur á þessum tveimur tegundum heits vatns.

Engar breytingar á hitastigi eða þrýstingi verða í hitaveitunni við skiptin.

Helsti munurinn á virkjanavatni og jarðhitavatni er að jarðhitavatn kemur úr borholum og er veitt beint úr holunum og inn á dreifikerfið en virkjanavatnið er upp hitað grunnvatn.

Á morgun verða eftirfarandi hverfi sett aftur á borholuvatn:

  • Vesturbær
  • Miðborg
  • Hlíðar
  • Laugardalur
  • Bústaðahverfi
  • Kjalarnes (frá Reykjahlíð)
  • Dalsveita (frá Reykahjlíð)
  • Hreppsveita (frá Reykahjlíð)
  • Mosfellsbær (frá Reykastöð)
  • Reykir (frá Reykastöð)
  • Helgafell (frá Reykastöð)
  • Reykjalundur (frá Reykastöð)

Fleira áhugavert: