Rafvæðing hafna 2020 – 210 M.kr. styrkir

Heimild:

.

Maí 2020

Úthlutun styrkja til orkuskipta í höfnun

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur úthlutað styrkjum til rafvæðingar hafna vítt og breitt um landið. Verkefnið er hluti af fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19 heimsfaraldursins.

Alls verður 210 milljónum veitt til styrkja til að stuðla að frekari rafvæðingu hafna og skiptist styrkféð með eftirfarandi hætti.

Styrkir eru veittir til þeirra hafna sem settu fram verkefni sem féllu að skilyrðum átaksins. Verkefni sem styrkt verða þurfa að hefjast eigi síðar en 1. september 2020 og vera lokið fyrir 1. apríl 2021.

Eftirtaldir hljóta styrk:

  • Akureyri – 43,8
  • Dalvík – 10,3
  • Faxaflóahafnir – 100,0
  • Fjarðabyggð – 11,5
  • Hafnarfjörður – 12,0
  • Reykjanesbær – 12,0
  • Seyðisfjörður – 8,9
  • Snæfellsbær – 6,2
  • Vestmannaeyjar – 3,4
  • Þorlákshöfn – 1,9

Faxaflóahafnir

Fleira áhugavert: