Íslenskri Orkumiðlun, N1 – Sami eigandi

Heimild:

.

ÍOM

Mars 2020

Festi hf. hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Íslenskri Orkumiðlun ehf. Festi átti fyrir 15% hlut í fyrirtækinu.

Íslensk Orkumiðlun ehf. var stofnuð í janúar 2017 og fékk leyfi til að stunda raforkuviðskipti 16. febrúar. og hóf raforkusölu 1. júlí 2017.  Markaðshlutdeild félagsins er tæplega 7% þó félagið hafi aðeins verið með starfsemi í þrjú ár. Af því rafmagnsmagni sem skipti um orkusala á árinu 2018 fóru 42% til Íslenskrar orkumiðlunar og 75% af því orkumagni sem flutti sig árið 2019 er bent á í tilkynningu frá Festi. Félagið hafði rekstrartekjur uppá tæplega 1,4 milljarða á síðasta ári og jukust rekstrartekjur um ríflega 45% á milli ára. Viðskiptavinir í sjávarútvegi eru stærstu viðskiptavinir félagsins.

„N1 er orkusali Festi samstæðunnar og mun starfsemi Íslenskrar Orkumiðlunar færast undir N1. N1 bætir þannig við þá sölu sem fyrir er, annars vegar jarðefnaeldsneytis og hins vegar endurnýjanlegra orkugjafa, bæði til fyrirtækja og almennings,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi.

Kaupverð 85% hlutar í Íslenskri orkumiðlun nemur alls 722,5 milljónum króna en félagið í heild er metið á 850 milljónir króna. Greitt verður með hlutum í Festi annars vegar og hins vegar með reiðufé við afhendingu. Seljendur skuldbinda sig jafnframt til að selja hvorki né framselja þá hluti sem þeir fá afhenta í 12 mánuði frá afhendingu.

„N1 ætlar sér að vera leiðandi í orkuskiptum í samgöngum á Íslandi.  Við sjáum mikil tækifæri í sölu á raforku til heimila og fyrirtækja og viljum halda áfram okkar vegferð að einfalda lífið fyrir viðskiptavini N1.  N1 keypti Hlöðu á síðasta ári og með kaupum á ÍOM erum við komnir með alla innviði til að taka fullan þátt í raforkusölu og getum t.a.m. þjónustað rafbílaeigendur bæði með búnað og raforku “ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1.

„Þetta er búið að vera spennandi vegferð undanfarin ár, að byggja upp orkusölufyrirtæki til íslenskra fyrirtækja og heimila.  Með N1 sem eiganda og innan þeirra raða stóraukast möguleikar á sölu til heimila og viðskiptavina N1. Margir hafa ekki horft á rafmagn sem vöru sem hægt er að kaupa af mismunandi aðilum.  En það er hægt og fyrirtæki og heimilin í landinu geta sparað sér peninga.  Ég hlakka til að halda áfram virkri samkeppni á þessum markaði og starfa með öflugu og skemmtilegu fólki til framtíðar,“ segir Magnús Júlíusson, framkvæmdastjóri Íslenskar orkumiðlunar í tilkynningu.

Bjarni, Ísfélagið og KS í hluthafahópnum

Magnús og Bjarni Ármannsson fjárfestir stofnuðu Íslenska orkumiðlun. Þeir voru stærstu hluthafar þess ásamt Ísfélagi Vestmannaeyja, Kaupfélagi Skagfirðinga og Festi.

Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar, samþykki hluthafafundar fyrir aukningu hlutafjár og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi þeir fyrirvarar er gert ráð ráð fyrir að gengið verði endanlega frá viðskiptunum síðar á árinu.

.

Heimild: 

Maí 2020

Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur samþykkt samruna Íslenskr­ar orkumiðlun­ar (ÍOM) og Festi hf. Í samrun­an­um felst hluta­fjáraukn­ing í Festi sem nem­ur 3,1 millj­ón króna og munu nýju bréf­in verða af­hent selj­end­um ÍOM sem greiðsla fyr­ir hlut í fé­lag­inu, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu Festi til kaup­hall­ar­inn­ar.

Lagt er upp með að rekst­ur ÍOM verði sam­síða rekstri N1, sem er í eigu Festi

Fleira áhugavert: