Landsvirkjun – 10 milljarða arðgreiðsla
.
April 2020
10 milljarða arðgreiðsla til ríkisins
Samþykkt var á aðalfundi Landsvirkjunar í dag að greiða 10 milljarða í arð fyrir síðasta ár. Var það tillaga eiganda, en fyrirtækið er í eigu íslenska ríkisins. Er þetta ríflega tvöfalt hærri arðgreiðsla en á síðasta ári, þegar hún var 4,25 milljarðar. Árin þar á undan námu arðgreiðslur 1,5 milljörðum.
Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að á fundinum hafi komið fram að ríkið gerði arðsemiskröfu til eigin fjár Landsvirkjunar upp á 7,5% árlega. Skipað var í stjórn félagsins en engar breytingar voru gerðar frá fyrra ári.
Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar eru Jónas Þór Guðmundsson, Álfheiður Ingadóttir, Jón Björn Hákonarson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason. Var Jónas á fyrsta fundi stjórnar endurkjörinn formaður og Álfheiður varaformaður.