Varmadælur – Ríkið niðurgreiðir kaup
.
Desember 2014
200-300 varmadælur settar upp á hverju ári
Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir setja upp varmadælur á ári hverju.
Margir geta lækkað rafmagnsreikninginn verulega. Þeir sem búa við niðurgreidda raforku til húshitunar geta fengið stuðning til að koma sér upp varmadælum og fá virðisaukaskattinn að auki endurgreiddan, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu.
Vegna hækkandi raforkuverðs til húshitunar og spár um að raforkuverð muni hækka verulega í framtíðinni hafa íbúar á svæðum sem ekki eiga möguleika á hitaveitum hugað að aðgerðum til að spara rafmagnið. Varmadælur hafa komið sterkt inn í þá mynd síðustu árin, einkum eftir að ríkið fór að niðurgreiða kaup á tækjabúnaðinum og aftur nú þegar byrjað var að endurgreiða virðisaukaskatt af tækjunum.