Gull klósetti var stolið úr Blenheim höll, æskuheimili Winstons Churchill, í Oxfordshire í Englandi. Þjófarnir lokuðu sig inni og rifu upp klósettið sem varð til þess að vatn flæddi um ganga hallarinnar.
Gull klósetti var stolið úr Blenheim höll, æskuheimili Winstons Churchill, í Oxfordshire í Englandi. Um er að ræða listaverk eftir ítalska listamanninn Maurizio Cattelan, sem er gert úr 18 karata skíragulli. Verkið heitir Ameríka.
Þrátt fyrir að vera listaverk þá var klósettið tengt pípulögnum og var því hægt að gera þar sínar nauðsynjar. Þjófarnir lokuðu sig inni á klósettinu og rifu upp klósettið sem varð til þess að vatn flæddi um ganga hallarinnar.
Sveitasetrið er á heimsminjaskrá UNESCO og er hluti af byggingunni aðgengilegur fyrir almenning sem listasafn og viðburðarstaður.
Sextugur karlmaður hefur verið handtekinn vegna gruns um þjófnaðinn.
„Þrátt fyrir að hafa fæðst með silfurskeið í munni, þá hef ég aldrei gera þarfindi mín á gull klósetti, ég hlakka til þess,“ sagði Edward Spencer-Churchill, stofnandi listastofnunar Blenheim áður verkinu var stolið.
Verkið er metið á 5 milljónir Bandaríkjadala, eða um 620 milljónir króna.
Gull klósettið vakti mikla athygli árið 2016 þegar það var fyrst til sýningar á Guggenheim safninu í New York.
Glæsilegasta höll Evrópu
Æskuheimili Churchill hefur verið lýst sem glæsilegustu höll Evrópu sem er ekki í eigu konungs eða drottningar. Winston Churchill sagði eitt sinn að hann hefði tekið tvær meiriháttar ákvarðanir í Blenheim höll, „þá að fæðast og að kvænast“.