Metan – Úr báðum endum

Heimild: 

.

September 2017

Það kemur út úr báðum endum á kúnum

Haraldur Sigurðsson

Metan, jarðgas – mýragas – CH4 – er annað mikilvægata gasið, sem hefur áhrif á loftslag, myndar gróðurhúsaáhrifin og veldur hnattrænni hlýnun. Talið er að hver sameind af metan sé um 30 sinnum virkari en koltvíoxíð, eins og ég hef bent á aður hér

Metan hefur vaxið stöðugt í andrúmsloftinu, eins og myndin sýnir.   Þegar þið skoðið myndina nánar, takið þá eftir að frá 1984 til 2006 virtist vera að hægja á metan losun í heiminum, en svo byrjar annað tímabil, sem ríkir enn, þar sem metan losun vex í aukandi mæli. Sumir hafa kennt þar um vaxandi borun eftir jarðgasi, en aðrir benda á landbúnað. Nú virðist niðurstaðan vera sú, að þessi voxtur sé mest nautgripum að kenna, samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Julie Wolf og félaga. Metan gas er bein afleiðing af meltingu hjá grasætum eins og kúm og þær losa sig við gasið reglulega úr báðum endum. Nautgripastofninn hefur stækkað mikið, bæði hvað snertir heildar fjölda og ekki síður stærð einstaklingsins, vegna kynbóta. Einnig hefur meðferð og nýting mykjuáburðar aukist mikið og allt þetta skýrir meiri útlosun af metan gasi á jörðu. Það sem mér finnst merkilegast er, hvað kerfið er viðkvæmt og hvað tiltölulega litlar breytingar á háttum okkar geta haft áhrif á heimsvísu.

Fleira áhugavert: