Hverf­is­fljót Skaft­ár­hreppi – 9 MW virkjun?

Heimild: 

 

Nóvember 2017

Frummats­skýrsla á um­hverf­isáhrif­um fyr­ir­hugaðrar 9,3 mega­vatta (MW) virkj­un­ar í Hverf­is­fljóti við Hnútu í Skaft­ár­hreppi er að lang­mestu leyti byggð á nokk­urra ára gam­alli mats­skýrslu og um 10 ára göml­um gögn­um. All­ar nátt­úru­fræðirann­sókn­ir og at­hug­an­ir voru gerðar árið 2008 eða fyrr. Að mati Nátt­úru­m­inja­safns Íslands skort­ir auk þess um­tals­vert á fag­leg vinnu­brögð í skýrsl­unni og „tölu­vert ber á mis­skiln­ingi og vanþekk­ingu um nátt­úru­fræðileg atriði“. Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands bend­ir m.a. á að ekk­ert jarðfræðikort sé að finna í skýrsl­unni þrátt fyr­ir að svæðið sem um ræði sé merki­legt á bæði lands- og heimsvísu vegna Skaft­áreld­anna. Hef­ur stjórn Land­vernd­ar efa­semd­ir um að verklag við gerð skýrsl­unn­ar stand­ist að öllu leyti mark­mið laga um mat á um­hverf­isáhrif­um.

Land­vernd og Nátt­úru­m­inja­safnið eru í hópi 38 aðila sem gerðu at­huga­semd­ir við frummats­skýrsl­una. Þá skiluðu níu stofn­an­ir um­sögn­um að auki. Skýrsl­an var unn­in af Mann­viti fyr­ir fram­kvæmdaaðilann Ragn­ar Jóns­son sem jafn­framt er eig­andi jarðar­inn­ar Dals­höfða. Fyr­ir­huguð virkj­un yrði í hans landi en í skýrsl­unni er m.a. fjallað um efn­is­nám­ur í landi annarra jarða og fyr­ir­hugaða lagn­ingu jarðstrengs um eina þeirra. Áhrifa­svæði fram­kvæmd­anna er því ekki bundið við Dals­höfða.

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

Í at­huga­semd­um er ald­ur gagna sem stuðst er við ít­rekað gagn­rýnd­ur. Í kafla um áhrif virkj­un­ar­inn­ar á ferðamennsku liggja til að mynda ekki nýj­ar rann­sókn­ir á svæðinu til grund­vall­ar þrátt fyr­ir að ferðaþjón­usta hafi auk­ist þar um­tals­vert síðustu ár. Í kafla um fugla­líf, sem byggður er á rann­sókn­um frá ár­inu 2008 sem þá þegar voru gagn­rýnd­ar, er engu viðbætt öðru en að haft er eft­ir land­eig­anda að varp síla­mávs sé nán­ast horfið. Líf­ríki á jafn­kvik­um stað og við Hverf­is­fljót get­ur tekið breyt­ing­um á skemmri tíma en ára­tug að mati Fugla­vernd­ar sem legg­ur til að nú­ver­andi staða fugla­lífs­ins verði skoðuð frek­ar.

Þá er kafli um íbúaþróun og stöðu at­vinnu­lífs í Skaft­ár­hreppi að hluta úr­elt­ur. Mæl­ing­ar á rennsli ár­inn­ar eru einnig komn­ar til ára sinna. Þeim var hætt árið 2005 og tekið er fram í skýrsl­unni að raun­veru­legt rennsli sé lík­lega minna en þær sýndu. Þær hóf­ust að nýju á öðrum stað í ánni síðasta haust og er aðeins getið í stuttu máli í skýrsl­unni.

Virkjað í vernduðu eld­hrauni

Virkj­un­in yrði að hluta til í eld­hrauni sem nýt­ur vernd­ar í nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Svæðið er auk þess á óbyggðu víðerni sem standa skal vörð um sam­kvæmt sömu lög­um. Inn­an þess eru foss­ar og með virkj­un myndi rennsli þeirra skerðast og hluta árs nær stöðvast. Foss­ar njóta einnig sér­stakr­ar vernd­ar í nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Hvorki þeim né eld­hrauni skal raska nema að brýna nauðsyn beri til og að al­manna­hags­mun­ir séu í húfi.

Eng­in virkj­un er í Hverf­is­fljóti í dag en í nýj­ustu þings­álykt­un­ar­til­lögu ramm­a­áætl­un­ar er lagt til að tvær stærri virkj­ana­hug­mynd­ir, Hverf­is­fljóts­virkj­un og Kald­baks­virkj­un, fari í biðflokk. Um sam­legðaráhrif þeirra og þess­ar­ar virkj­un­ar gæti verið að ræða en hvergi er minnst á aðrar virkj­ana­hug­mynd­ir í ánni í frummats­skýrsl­unni.

Þá kem­ur þar fram að selja eigi raf­ork­una á al­menn­um markaði og sú skoðun sett fram að fram­kvæmd­in myndi stuðla að raf­orku­ör­yggi á svæðinu, „land­eig­end­um og sam­fé­lag­inu til hags­bóta“. Á þeim rök­um er það niðurstaða skýrsl­unn­ar að rösk­un eld­hrauns sé rétt­læt­an­leg. Land­vernd tel­ur hins veg­ar að fram­kvæmdaaðil­inn hafi ekki sýnt fram á að brýn­ir al­manna­hags­mun­ir séu í húfi og legg­ur til að Skipu­lags­stofn­un vísi skýrsl­unni frá vegna fjöl­margra ann­marka.

Rennsli um Lambhagafoss sveiflast mikið á milli árstíða. Verði virkjað ...

Rennsli um Lambhaga­foss sveifl­ast mikið á milli árstíða. Verði virkjað í Hverf­is­fljóti mun rennsli um foss­inn minnka veru­lega, jafn­vel stöðvast, hluta árs. mbl.is

Virkj­un þegar á aðal­skipu­lagi

Nú þegar frest­ur til at­huga­semda við frummats­skýrsl­una er liðinn mun fram­kvæmdaaðili vinna mats­skýrslu að teknu til­liti til þeirra. Skipu­lags­stofn­un fær þá skýrslu til meðferðar og gef­ur að lok­um álit sitt. Það er svo sveit­ar­stjórn­ar Skaft­ár­hrepps að taka af­stöðu til út­gáfu fram­kvæmda­leyf­is og þá ákvörðun á m.a. að byggja á end­an­legri skýrslu um mat á um­hverf­isáhrif­um. Í nú­gild­andi aðal­skipu­lagi Skaft­ár­hrepps, sem staðfest var árið 2011, er gert ráð fyr­ir virkj­un Hverf­is­fljóts við Hnútu, allt að 40 MW að stærð.

Í frummats­skýrsl­unni seg­ir að reist yrði stífla í Hverf­is­fljóti skammt frá fjall­inu Hnútu, sem virkj­un­in er kennd við, og hluta vatns­ins veitt úr far­vegi þess á um 2,3 kíló­metra leið að stöðvar­húsi. Á þess­um kafla, þar sem Lambhaga­fossa er m.a. að finna, myndi rennsli minnka veru­lega yfir vetr­ar­mánuðina og far­veg­ur­inn að lík­ind­um þurrk­ast upp í mars á hverju ári. Fram kem­ur að ekk­ert uppistöðulón yrði gert en í engu er getið hversu stórt inntak­slón myndi mynd­ast hand­an stífl­unn­ar að öðru leyti en því að það yrði „ein­ung­is í nú­ver­andi far­vegi“ ár­inn­ar. Þetta er meðal þess sem gagn­rýnt er í at­huga­semd­um og spurt er hvað gera eigi við aur­inn sem safn­ast inn­an stífl­unn­ar. Um þann þátt er lítið sem ekk­ert fjallað í skýrsl­unni.

Hraunið fyllti gljúf­ur Hverf­is­fljóts

Hið fyr­ir­hugaða virkj­un­ar­svæði er að hluta í hinu 230 ára gamla Eld­hrauni sem rann í Skaft­áreld­um  á ár­un­um 1783-1784 og kall­ast á þess­um stað Bruna­hraun. Skaft­áreld­ar voru eitt mesta eld­gos Íslands­sög­unn­ar og þriðja mesta hraun sem runnið hef­ur á jörðinni frá ís­ald­ar­lok­um. Hraun­straum­arn­ir fylltu gljúf­ur Skaft­ár og Hverf­is­fljóts og runnu þar til byggða í tveim­ur elf­um og breidd­ust svo út yfir lág­lendið. Þetta mikla hraun hef­ur hátt vernd­ar­gildi bæði á landsvísu og heimsvísu eins og vísað var til í úr­sk­urði um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins um virkj­un­ar­áformin árið 2007.

Fyr­ir­huguð lega aðkomu­veg­ar að virkj­un­ar­svæðinu er um Bruna­hraun og myndu fram­kvæmd­irn­ar því raska eld­hrauni sem nýt­ur sér­stakr­ar vernd­ar í nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Sömu sögu er að segja um fimm efnis­töku­svæði vegna virkj­un­ar­inn­ar. Aðrir fram­kvæmdaþætt­ir myndu, að því er fram kem­ur í frummats­skýrslu, hafa áhrif á Núpa­hraun sem einnig er eld­hraun en mun eldra eða um 6.000 ára gam­alt.

Horft úr lofti til norðausturs að hinu fyrirhugaða framkvæmdasvæði.

Horft úr lofti til norðaust­urs að hinu fyr­ir­hugaða fram­kvæmda­svæði. Skjá­skot/​Frummats­skýrsla Mann­vits

Mót­un far­veg­ar enn í full­um gangi

Marg­ir þeirra sem gera at­huga­semd­ir við frummats­skýrsl­una staldra sér­stak­lega við þetta atriði: Að með virkj­un­inni yrði sögu­lega og jarðfræðilega merki­legri lands­lags­heild raskað með óaft­ur­kræf­um hætti. Í at­huga­semd­um Eld­vatna – sam­taka um nátt­úru­vernd í Skaft­ár­hreppi, sem og Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Suður­lands, er bent á að nú­ver­andi gljúf­ur Hverf­is­fljóts, „hin stór­feng­lega nátt­úru­smíð með alla sína skessukatla“, sé eitt hið yngsta sinn­ar teg­und­ar í heim­in­um. Er þar vitnað í ábend­ingu starfs­manna Orku­stofn­un­ar frá ár­inu 2006 um að marg­ir telji Lambhaga­fossa í Hverf­is­fljóti „með allra sér­kenni­leg­ustu vatns­vega­fyr­ir­bær­um á land­inu, en þarna er mót­un far­veg­ar í ný­legu hrauni enn í full­um gangi“.

Bene­dikt Trausta­son, sem á ætt­ir að rekja á svæðið, lýs­ir því með eft­ir­far­andi hætti í sín­um at­huga­semd­um: „Sam­spil belj­andi stór­fljóta, hrauns og jökla renna sam­an í stór­feng­lega heild sem hef­ur mjög mikið vernd­ar­gildi enda á svæðið sér fáa líka í ver­öld­inni.“

Svo sér­stætt er svæðið, sem er í jaðri Vatna­jök­ulsþjóðgarðs, að það er inn­an Kötlu jarðvangs og hluti af hnatt­ræn­um UNESCO-jarðvöng­um. Á þetta er ekki minnst í frummats­skýrsl­unni og bend­ir Land­vernd á veru­lega anna­marka henn­ar m.a. af þeim sök­um.

Úr 2,5 MW í 15 og loks í 9,3

Virkj­un Hverf­is­fljóts við Hnútu hef­ur staðið til í all­mörg ár. Fyrstu hug­mynd­ir fram­kvæmdaaðila gerðu ráð fyr­ir 2,5 MW virkj­un og í matsáætl­un, sem fara þurfti í sam­kvæmt ákvörðun um­hverf­is­ráðherra í kjöl­far kæru, var ákveðið að fjalla um allt að 15 MW virkj­un. Skipu­lags­stofn­un gaf út niður­stöðu sína um matsáætl­un árið 2008 en stuttu seinna var áformun­um frestað allt þar til nú og í dag stend­ur til að virkj­un­in verði 9,3 MW.

Í inn­gangi frummats­skýrsl­unn­ar seg­ir að hald­inn hafi verið fund­ur með Skipu­lags­stofn­un haustið 2016 þar sem ný fram­kvæmda­áform voru kynnt. „Samþykkt var að ekki væri þörf á að vinna nýja matsáætl­un en skýra þyrfti á greinagóðan hátt frá þeim breyt­ing­um sem átt hafa sér stað síðan matsáætl­un var samþykkt.“

Séu liðin meira en tíu ár frá um­hverf­is­mati án þess að fram­kvæmda­leyfi er gefið út þarf að taka ákvörðun um hvort fram­kvæmd fari aft­ur í um­hverf­is­mat að hluta eða í heild. Níu ár eru liðin frá því matsáætl­un Hverf­is­fljóts við Hnútu var gerð.

Þar sem virkj­un Hverf­is­fljóts við Hnútu er und­ir 10 MW þarf hún ekki að fara í gegn­um ít­ar­legt ferli ramm­a­áætl­un­ar, þar sem virkj­un­ar­hug­mynd­um er raðað í ork­u­nýt­ing­ar-, bið- og vernd­ar­flokk. Hún er því í ört stækk­andi hópi svo­nefndra „smá­virkj­ana“ sem þegar hafa risið og eru á teikni­borðinu víðs veg­ar um landið.

Stjórn Land­vernd­ar þykir það vekja tor­tryggni að ekki sé bet­ur rök­stutt í skýrsl­unni hvers vegna ákveðið var að minnka afl virkj­un­ar­inn­ar úr 15 MW í 9,3. „Hefði ekki verið eðli­legra að virkj­un­in færi í gegn­um form­legt ferli ramm­a­áætl­un­ar þar sem hún hefði verið flokkuð ásamt öðrum virkj­un­ar­hug­mynd­um?“

Virkj­un­ar­fram­kvæmd­in fæli m.a. í sér gerð 1-3 metra hárr­ar stíflu og inntaks­mann­virk­is, lagn­ingu þrýsti­pípu um 2,3 km leið, bygg­ingu stöðvar­húss og veg­ar að því, gerð 1-10 metra djúps og um 300 metra langs frá­rennslis­skurðar frá stöðvar­húsi í ána, brú yfir Hverf­is­fljót og veg að bæn­um Dals­höfða. Í henni er minnst á aur­hreinsi­búnað við inn­takið.

1,5 millj­ón­ir tonna af aur í ánni ár­lega

Hverf­is­fljót er jök­ulá en í það renn­ur einnig grunn­vatn. Áin fell­ur úr Síðujökli í vest­an­verðum Vatna­jökli, meðfram eystri jaðri Eld­hrauns niður á Fljóts­eyr­ar rétt vest­an Skeiðar­ársands. Að sum­ar­lagi við jök­ulleys­ingu er mik­ill aur­burður í henni en að vetr­ar­lagi er vatnið „að mestu tært,“ eins og það er orðað í frummats­skýrsl­unni. Um 1,5 millj­ón­ir tonna af aur fara um ár­far­veg­inn á hverju ári.

Horft til vesturs yfir fyrirhugað stíflustæði fyrir miðri mynd.

Horft til vest­urs yfir fyr­ir­hugað stíflu­stæði fyr­ir miðri mynd. Skjá­skot/​Frummats­skýrsla Mann­vits

Rennslis­mæl­ing­ar í Hverf­is­fljóti við brú á þjóðvegi hóf­ust 1981 en árið 2005 var þeim hætt. Í frummats­skýrslu kem­ur fram að þá hafi rekst­ur mæl­is­ins gengið brös­ug­lega vegna mik­ils aur­burðar og breyt­inga á ár­far­vegi. Erfiðleik­ar í mæl­ing­um draga því að sögn skýrslu­höf­unda að ein­hverju leyti úr áreiðan­leika þeirra og „hugs­an­legt er að á tím­um“ sé raun­veru­legt rennsli ár­inn­ar minna en mæl­ing­ar sýndu.

Rennsl­is- og aur­burðarmæl­ing­ar hóf­ust á nýj­an leik ofan Lambhaga­fossa fyr­ir ári og sam­kvæmt frummats­skýrslu var áformað að halda þeim áfram fram á haustið 2017. Niðurstaða virðist ekki að fullu feng­in í þær mæl­ing­ar. „Áætlað er að rennsli Hverf­is­fljóts ofan Lambhaga­fossa sé um 90% af rennsli niður við brú,“ seg­ir í skýrsl­unni. „Þetta hlut­fall hef­ur verið staðfest með mæl­ing­um í mars 2006 og mars 2017. Mæl­ing­ar í maí 2017 benda einnig til að hlut­fallið geti átt við á þeim árs­tíma.“

Mik­ill mun­ur á rennsli mili árstíða

Rennsli Hverf­is­fljóts er mjög mis­jafnt eft­ir árstíðum. Mest er það við jök­ulleys­ingu yfir sum­ar­tím­ann á meðan lág­marks­rennsli er að jafnaði í mars. Meðal­rennsli sam­kvæmt fyrr­greind­um mæl­ing­um yfir vetr­ar- og vor­mánuði er 10-15 m3/s. Yfir sum­ar­mánuði er allt að tí­falt vetr­ar­rennsli. Til marks um breyti­leika í rennsli ár­inn­ar eft­ir árstíð þá hef­ur dags­rennsli mest mælst tæp­ir 400 m3/s og minnst 1 m3/s.

Virkj­un í ánni myndi nýta allt að 9,5 m3/s og þegar rennslið yrði und­ir magni færi það allt í virkj­un­ina og ár­veg­ur­inn á kafla þorna upp við slík­ar aðstæður. Hug­mynd­ir eru um að vél­ar virkj­un­ar yrðu ekki keyrðar þann tíma árs­ins sem aur­burður er hvað mest­ur, lík­leg­ast í júlí og ág­úst en á þeim tíma er rennslið hvað mest. Miðað við það yrði virkj­un að mesta lagi rek­in í tíu mánuði á ári.

„Óheyri­lega óskyn­sam­leg­ur“ kost­ur

Í at­huga­semd­um Stein­unn­ar Sig­urðardótt­ur rit­höf­und­ar, sem á ætt­ir að rekja til svæðis­ins og er þar nú með sum­ar­hús, er virkj­un í Hverf­is­fljóti „óheyri­lega lé­leg­ur og óskyn­sam­leg­ur“ kost­ur, ekki síst vegna þess að á vet­urna breyt­ist það í smá­sprænu eða bæj­ar­læk. „Hvað þá um það „ör­yggi“ í raf­orku­mál­um sveit­ar­inn­ar sem gumað er af í skýrsl­unni? Rang­færsla? Föls­un?“ Stein­unn bend­ir enn frem­ur á, líkt og fleiri sem gera at­huga­semd­ir, að hvergi í frummats­skýrsl­unni sé það nefnt að Hverf­is­fljót geti hlaupið.

Vegur að stöðvarhúsi yrði lagður að hluta um úfið hraun. ...

Veg­ur að stöðvar­húsi yrði lagður að hluta um úfið hraun. Hnúta í bak­sýn. Skjá­skot/​Frummats­skýrsla Mann­vits

Fram­kvæmdaaðil­inn Ragn­ar Jóns­son seg­ir um þenn­an þátt í sam­tali við mbl.is að talið sé að virkj­un­in gæti nýst til að bæta raf­orku­ör­yggi, yrði hún þannig tengd flutn­ings­kerf­inu. „Það er nú kannski ekki komið svo langt,“ seg­ir hann spurður hvort slíkt standi til. „Það er alla vega hægt að gera það.“

Hann seg­ir bil­an­ir í raf­orku­flutn­ingi ekki tíðar í Skaft­ár­hreppi en um sveit­ar­fé­lagið liggi byggðarlín­an sem kom­in sé til ára sinna. Hann seg­ir ekki full­víst að rekst­ur virkj­un­ar­inn­ar verði stöðvaður í tvo mánuði á ári eins og sagt er koma til greina í skýrsl­unni. „Þeir hafa verið í mæl­ing­um núna dá­lítið lengi og verið að átta sig á því hvort þetta verður niðurstaðan eða ekki.“

Staðbund­in en nei­kvæð áhrif

Niðurstaða skýrsl­unn­ar á um­hverf­isáhrif­um á vatnafar er m.a. sú að þó að virkj­un Hverf­is­fljóts myndi skerða rennsli Lambhaga­fossa í flest­um mánuðum árs­ins yrði það á litl­um kafla og áhrif­in því staðbund­in og tals­vert nei­kvæð. Vægi áhrifa er hátt, að mati skýrslu­höf­unda, vegna þess að foss­ar heyra und­ir lög um nátt­úru­vernd. Stjórn Land­vernd­ar seg­ir að af lestri frummats­skýrsl­unn­ar sé ljóst að ekki hef­ur verið tekið til­lit til gild­andi lög­gjaf­ar um sér­staka vernd fossa. Í henni sé m.a. vísað til laga­ákvæðis sem fellt hafi verið út. Þá sé með öllu óljóst hvort og þá hversu mik­il og hvaða áhrif fram­kvæmd­in myndi hafa á vatnafar neðar á vatna­sviði Hverf­is­fljóts. Aðrir benda í sín­um at­huga­semd­um á að eng­ar rann­sókn­ir liggi fyr­ir um áhrif virkj­un­ar á grunn­vatn á svæðinu.

Þá seg­ir í skýrsl­unni að fram­kvæmd­irn­ar myndu hafa bein nei­kvæð og var­an­leg áhrif á gróður­lendi á fram­kvæmda­svæðinu vegna skerðing­ar. Sá gróður sem myndi skerðast sé ekki tal­inn hafa vernd­ar­gildi í sam­ræmi við vál­ista Nátt­úru­fræðistofn­un­ar og yrðu heild­aráhrif á gróður nokkuð nei­kvæð. Nátt­úru­m­inja­safn Íslands seg­ir í sín­um at­huga­semd­um að um­fjöll­un um áhrif á líf­ríki í skýrsl­unni sé mjög tak­mörkuð, sér­stak­lega hvað varðar vatna­líf­ríki. Ekki hafi verið gerð heild­stæð út­tekt á gróðri á öllu áhrifa­svæði virkj­un­ar­inn­ar, „sem er ófært“ að mati stofn­un­ar­inn­ar.

Virkjað yrði á óbyggðu víðerni

Fram­kvæmd­irn­ar yrðu á svæði sem í dag er að mestu ósnortið utan veg­slóða. Ásýnd á svæðinu myndi breyt­ast með virkj­un að mati skýrslu­höf­unda og svæði sem skil­greint er óbyggt víðerni sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lög­um skerðast. Af þeim sök­um og einnig þeirri staðreynd að rennsli Lambhaga­fossa myndi skerðast sýni­lega um helm­ing árs eru um­hverf­isáhrif á ásýnd lands met­in nokkuð nei­kvæð. Stein­unn Sig­urðardótt­ir seg­ir í at­huga­semd­um sín­um að vart sé annað unnt en að líta á virkj­un­ina sem til­raun til „stór­fellds skemmd­ar­verks á ósnortnu víðerni“ og að mati stjórn­ar Land­vernd­ar yrðu ein al­var­leg­ustu áhrif­in þau sem snúa að víðern­um „en hér kann í heild sinni að vera um að ræða ein minnst snortnu víðerni lands­ins.

Telja svæðið opn­ast ferðamönn­um með virkj­un

Það er mat skýrslu­höf­unda að skipu­lögð ferðaþjón­usta inn­an fyr­ir­hugaðs fram­kvæmda­svæðis sé óveru­leg. Fram kem­ur í skýrsl­unni að Lambhaga­foss­ar hafi aðdrátt­ar­afl „og er vitað til þess að göngu­hóp­ar gangi um þetta svæði og virði foss­ana fyr­ir sér ásamt öðru“. Hluti þess hóps sem nýt­ir svæðið í dag myndi að öll­um lík­ind­um kjósa að viðhalda nú­ver­andi ástandi og því hefðu fram­kvæmd­ir nokkuð nei­kvæð áhrif á upp­lif­un þeirra og áhuga á að ferðast um svæðið. „Með gerð slóða opn­ast svæðið bet­ur fyr­ir þá sem ekki hafa kom­ist eða ekki vitað um svæðið til þessa. Þannig gæti slíkt opnað fyr­ir aukna ferðamennsku og haft nokkuð já­kvæð áhrif á ferðaþjón­ustu og úti­vist til stærri hóps ferðamanna.“

Eldhraun kallast Brunahraun á hinu fyrirhugaða virkjanasvæði. Hér má sjá ...

Eld­hraun kall­ast Bruna­hraun á hinu fyr­ir­hugaða virkj­ana­svæði. Hér má sjá hvernig það lít­ur út næst þeim stað þar sem stöðvar­húsið myndi rísa. Skjá­skot/​Frummats­skýrsla Mann­vits

Fram­kvæmdaaðil­inn seg­ir í sam­tali við mbl.is að ekki komi marg­ir ferðamenn að Lambhaga­foss­um í dag og að það sé sín skoðun að veg­ir vegna virkj­un­ar­inn­ar myndu geta opnað þeim leið á svæðið og stuðlað að fjölg­un. Sjálf­ur rak hann gisti­hús fyr­ir ferðamenn að Dals­höfða þar sem hann hef­ur búið í ein þrjá­tíu ár.

Ein­stætt svæði á heimsvísu

Marg­ar at­huga­semd­ir sem bár­ust vegna frummats­skýrsl­unn­ar fjalla um mat skýrslu­höf­unda á áhrif­um á ferðamennsku. Bent er á að hvergi sé t.d. minnst á vin­sælt gisti­heim­ili í landi Dals­höfða eða rætt við aðra ferðaþjón­ustuaðila á svæðinu. Í at­huga­semd­um Íslenskra fjalla­leiðsögu­manna kem­ur fram að sam­spil eld­virkni og annarra land­mót­andi þátta í lands­lag­inu geri lands­lagið við Hverf­is­fljót ein­stætt á heimsvísu þar sem óbyggðaupp­lif­un ferðalanga sé afar sterk. „Slík gæði eru í raun ómet­an­leg og gera framtíðar­virði svæðis­ins að okk­ar mati miklu meiri ef það er látið ósnortið.“ Því er enn­bfrem­ur mót­mælt um­hverf­isáhrif virkj­un­ar yrðu „minni hátt­ar“ þar sem rask yrði lítið. „Við mót­mæl­um einnig að vegna þess að fáir fari þar um þá séu áhrif­in á um­hverf­isþátt minni. Rask er ekki á nokkrun hátt betra af því að fáir sjái það.“

Enn frem­ur mót­mæla Íslensk­ir fjalla­leiðsögu­menn því sem haldið er fram í skýrsl­unni að verði ekki virkjað hald­ist ferðaþjón­usta eins og hún er í dag óbreytt. „Staðreynd­in er sú að ferðaþjón­usta er að gjör­breyta at­vinnu­hátt­um á öllu Suðurandi og á Íslandi í heild. […] Í Skaft­ár­hreppi hafa nokk­ur fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu bæst við á síðustu tíu árum.“

Íbúum fjölg­ar á ný

Í frummats­skýrsl­unni seg­ir: „Íbúar í Skaft­ár­hreppi voru alls 470 árið 2016 og hef­ur íbú­um fækkað nokkuð stöðugt síðan 1980 en þá bjuggu 693 í sveit­ar­fé­lag­inu.“ Í at­huga­semd­um Z-list­ans, Sól­ar í Skaft­ár­hreppi, seg­ir að þetta sé ekki rétt og að já­kvæðar breyt­ing­ar hafi orðið síðustu ár hvað íbúa­fjölda og at­vinnu­tæki­færi varðar. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Hag­stofu Íslands hóf íbú­um að fjölga á ný árið 2013 og eru þeir nú orðnir 475.

Það er mat skýrslu­höf­unda að upp­bygg­ing virkj­un­ar í Hverf­is­fljóti kæmi til með að hafa já­kvæð áhrif á at­vinnu­líf í sveit­ar­fé­lag­inu og þá sér­stak­lega á fram­kvæmda­tíma sem tal­inn er krefjast 60-70 ár­s­verka í 2-3 ár. „Slíkt gæti orðið til þess að aukn­ing yrði á íbúa­fjölda til fram­búðar,“ seg­ir í frummats­skýrsl­unni. Þessu er vísað á bug í at­huga­semd­um Z-lit­ans. „Það má hins veg­ar vera ljóst að áhrif­in gætu orðið tals­vert nei­kvæð fyr­ir ímynd sveit­ar­fé­lags­ins og sjálf­bæra upp­bygg­ingu ferðaþjón­ust­unn­ar. Lít­il sprota­fyr­ir­tæki hafa verið stofnuð und­an­far­in  ár og byggj­ast þau mörg á ósnort­inni nátt­úru svæðis­ins [.]“

Íslensk­ir fjalla­leiðsögu­menn benda á að síðustu ár hafi það verið ferðaþjón­ust­an sem hafi stöðvað fólks­fækk­un og snúið þró­un­inni við á svæðinu. „Við telj­um því virkj­un enga hags­bót fyr­ir sveit­ar­fé­lagið í heild.“

Rang­ar upp­lýs­ing­ar um stærð Eld­hrauns

Fram­kvæmd­araðili tel­ur að virkj­un Hverf­is­fljóts myndi stuðla að því að raf­orku­af­hend­ing yrði ör­ugg­ari og öfl­ugri á svæðis­vísu komi til bil­ana í kerf­inu á öðrum stöðum og stuðli fram­kvæmd­in þannig að al­manna­hag. Það er mat hans, sam­kvæmt frummats­skýrsl­unni, að slíkt rétt­læti að eld­hrauni verði raskað og bent er á að um­fang raskaðs svæði sem hef­ur vernd­ar­gildi nemi um 0,001% af heild­ar­um­fangi Skaft­árelda­hrauns.

Efsti hluti Lambhagafossa í vetrarskrúða.

Efsti hluti Lambhaga­fossa í vetr­ar­skrúða. Skjá­skot/​Frummats­skýrsla Mann­vits

Þetta er harðlega gagn­rýnt í at­huga­semd­um, m.a. frá Land­vernd, í ljósi þess að í skýrsl­unni seg­ir að Skaft­áreld­hraun sé 6.000 fer­kíló­metr­ar að stærð en staðreynd­in er hins veg­ar sú að það er tæp­ir 600 km2. „Því eru all­ir út­reikn­ing­ar út frá fyrr­greindu flat­ar­máli rang­ir,“ seg­ir Land­vernd. „En öllu al­var­legri er sú al­menna nálg­un fram­kvæmdaaðila að líta ein­göngu til pró­sent­u­r­eikn­inga þegar kem­ur að raski hrauns­ins. Vernd­ar­gildi hrauns­ins fellst auðvitað fyrst og fremst í því hversu óraskað það er í heild sinni og þessi til­teikna fram­kvæmd myndi rjúfa þá heild.“

Eld­vötn – sam­tök um nátt­úru­vernd í Skaft­ár­hreppi, benda á að verðmæti lands­ins í nú­ver­andi mynd séu gríðarleg, enda fá­gætið al­gjört. „Mögu­leik­ar á þróun ferðaþjón­ustu með áherslu á jarðfræðifræðslu eru t.a.m. mikl­ir og auðlind sem vert er að gefa gaum.“ Þá seg­ir: „Í efna­hags­legu til­liti er ljóst að hags­mun­ir ferðaþjón­ust­unn­ar, sem er helsti vaxta­brodd­ur at­vinnu­lífs í Skaft­ár­hreppi, geta skaðast vegna virkj­ana­fram­kvæmda þar sem lítt raskað lands­lag og lands­lags­heild­ir eru tald­ar ein af þeim auðlind­um sem ís­lensk ferðaþjón­usta bygg­ir á.“

Óspillt­ar jök­ulár eru í út­rým­ing­ar­hættu

Að mati stjórn­ar Land­vernd­ar fel­ur virkj­un Hverf­is­fljóts ekki í sér sjálf­bæra ork­u­nýt­ingu eins og haldið sé fram í frummats­skýrslu. „Um er að ræða end­u­nýj­an­lega auðlind en sök­um þess hve mik­il áhrif fram­kvæmd­in myndi hafa á nátt­úru svæðis­ins, þ.m.t. eld­hraun, fossa og víðerni, og mögu­lega nei­kvæð áhrif á ferðaþjón­ustu og úti­vist, þá er ekki hægt að tala um sjálf­bær­an orku­kost.“

Bene­dikt Trausta­son bend­ir í sín­um at­huga­semd­um á að þeim jök­ulám sem renna óhindrað af manna völd­um frá upp­tök­um sín­um til sjáv­ar fari fækk­andi. „Óspillt­ar jök­ulár eru nú þegar í út­rým­ing­ar­hættu. Gild­ir þar einu um hve stórt áhrifa­svæðið er.“

Berggangur í Hverfisfljóti. Svæðið er meðal annars sérstætt í jarðsögulegu ...

Berg­gang­ur í Hverf­is­fljóti. Svæðið er meðal ann­ars sér­stætt í jarðsögu­legu til­liti.mbl.is/​Eld­vötn – sam­tök um nátt­úru­vernd í Skaft­ár­hreppi

Stein­unn Sig­urðardótt­ir er frá sinni fyrstu tíð gjörkunn­ug land­inu í kring­um bæ­ina Selja­land og Dals­höfða. „Sú villta og sér­stæða nátt­úru­feg­urð, víðerni og friður sem þar er að finna verður ekki met­in til fjár,“ skrif­ar hún.

Fram­kvæmdaaðil­inn von­ast til þess að það skýrist á næsta ári hvenær hægt yrði að fara í fram­kvæmd­ir. Miðað við það gæti virkj­un­in mögu­lega hafið raf­orku­fram­leiðslu á ár­un­um 2020-2021. Hann seg­ir búið að reikna út hverj­ar tekj­ur hans yrðu af virkj­un­inni en slíkt sé ekki op­in­bert á þess­um tíma­punkti. Ýmis­legt sé enn ófrá­gengið og óvíst á þess­ari stundu. „Fyrsta skil­yrðið er að klára þetta mat,“ seg­ir Ragn­ar um stöðu máls­ins. Spurður hvort hann sé bjart­sýnn á að virkj­un­in verði að veru­leika svar­ar hann: „Maður væri nú ekki í þessu ann­ars.“

Fleira áhugavert: