Óhreinsað skólp – Áhrif saugerla á fiska?
eftir
Vatnsidnadur
·
febrúar 15, 2018
Heimild:
Ágúst 2013
Dýralæknir fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun segir að óhreinsað skólp sem fer í ár hafi engin áhrif á heilbrigði fisks. Fólki sé engin hætta búin af neyslu lax sem synt hefur í skólpmenguðu vatni.
Allt skólp frá Selfossi fer óhreinsað í Ölfusá eins og fram hefur komið í fréttum RÚV. Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun, segir að það hafi hvorki áhrif á heilbrigði fisksins né á matvælaframleiðslu og því að bakteríur og örverur í vatninu safnist ekki fyrir í holdi fisksins. Fiskurinn sem slíkur sé alheilbrigður og fólk geti ekki smitast af neinu við að borða hann.
Gísli segir að það hafi ekki heldur áhrif á laxaseyði að saurgerla sé að finna á uppeldisstöðvum þeirra. Þau þrífist bara betur ef eitthvað er. Hann telur þó nauðsynlegt að hugað sé að krossmengun við matreiðslu lax, þannig bakteríur sem kunna að finnast á hreistri og roði fisksins komist ekki í hold hans. Það sé fyrst og fremst verið að hugsa um saurgerla þegar talað er um að gæta fyllsta hreinlætis við matreiðsluna.
Tags: Áhirf skolps fiskaFráveitur fiskaróhreinsað skolp fiskarsaugerlar fiskar
Fleira áhugavert: