Sviðsmynd þróunnar – Áratugur í vindmyllugarða?

Heimild:  Ketill Sigurjónsson

 

Maí 2017

 Mögu­lega er ein­ungis um ára­tugur í að nokkur hund­ruð mega­vött (MW) af vindafli verði nýtt til raf­orku­fram­leiðslu hér á Íslandi. Í þess­ari grein er sett upp sviðs­mynd um þessa þróun og for­sendur hennar útskýrð­ar. Einnig er hér hag­kvæmni þess að nýta vind­inn sett í sam­hengi við kostnað nýrra jarð­varma­virkjana. Slíkur sam­an­burður dregur vel fram hversu sam­keppn­is­hæf vind­orkan er að verða.

Í ljósi þessa er eðli­legt og skyn­sam­legt að nýt­ing á vind­orku verði ný stoð í íslenska raf­orku­kerf­inu. Þetta verður lítil stoð til að byrja með, en vegna þeirrar hag­kvæmni sem vind­orku­tækni hefur nú náð gæti sú nýja stoð vaxið nokkuð hratt. Nokkur helstu atriðin sem koma fram í grein­inni eru sem hér seg­ir:

Íslensk vind­orka verði þriðja stöðin í raf­orku­fram­leiðsl­unni: Hröð þróun og aukin hag­kvæmni í nýt­ingu á vind­orku er farin að hafa geysi­lega mikil áhrif í raf­orku­geir­anum víða um heim. Algeng stærð nýrra vind­hverfla er yfir 3 MW og utan við strönd­ina er nú farið að nota 8 MW vind­myll­ur. Þessi tækni er orðin mjög þróuð og hag­kvæm og tíma­bært að Íslend­ingar fari að nýta vind­inn í auknum mæli til raf­orku­fram­leiðsu. Til fram­tíðar má búast við því að nýt­ing íslenskrar vind­orku geti orðið þriðja stoðin í raf­orku­fram­leiðsl­unni hér á landi.

Vind­orka er sam­keppn­is­hæf við jarð­varma: Vegna lækk­andi kostn­aðar í vind­orku­tækni und­an­farin árin er að verða ólík­legt að unnt verði að virkja umtals­vert meiri jarð­hita hér til raf­orku­fram­leiðslu með ódýr­ari hætti en vind. Til sam­an­burðar má nefna að Þeista­reykja­virkjun verður mögu­lega ámóta kostn­að­ar­söm eins og að virkja vind. Og fyrsti áfangi fyr­ir­hug­aðrar jarð­varma­virkj­unar í Barn­arflagi við Mývatn yrði senni­lega mun dýr­ari en sam­bæri­leg raf­orku­fram­leiðsla með vind­myll­um.

– Nýt­ing vind­orku hefur óvenju lítil umhverf­is­á­hrif: Það er margt sem mælir með nýt­ingu íslenskrar vind­orku. Þar skiptir t.a.m. máli aft­ur­kræfni vind­myllu­verk­efna og lítil umhverf­is­á­hrif. Út frá sjón­ar­miðum um verndun mið­há­lend­is­ins er vind­orkan senni­lega skyn­sam­legri en t.d. fyr­ir­huguð Skrokköldu­virkjun inni á hálend­inu miðju. Og tak­marka má nei­kvæð sjón­ræn áhrif vind­mylla með því að vanda val á stað­setn­ingu.

Um 2-3% raf­orku­fram­leiðsl­unnar eftir ára­tug gæti komið frá vindi: Horfur eru á að fyrir 2030 þurfi að auka raf­orku­fram­leiðslu hér á Íslandi sem nemi a.m.k. 2,500 GWst. Gera má ráð fyrir að þar af mundi vind­orka skila um fimmt­ungi aukn­ing­ar­inn­ar. Það gæti orðið í formi u.þ.b. þriggja vind­myllu­garða af hóg­værri stærð. Hver þeirra yrði um 10-25 vind­myll­ur, með afl á milli 30-60 MW. Raf­orku­fram­leiðsla fyrir til­stilli vinds­ins myndi þá verða um 2-3% af raf­orku­notkun á Íslandi.

Um 5-6% raf­orku­fram­leiðsl­unnar eftir um 15 ár: Sé horft aðeins lengra fram í tím­ann, þ.e. upp úr 2030, virð­ist raun­hæft að íslenskir vind­myllu­garðar verði þá senn orðnir fimm til sex tals­ins og sam­tals um 300-400 MW. Raf­orku­fram­leiðsla þeirra sam­tals gæti verið á bil­inu 1.000-1.500 GWst árlega og myndi nema um 5-6% af raf­orku­notk­un­inni.

Vantar 2.500 GWst fyrir 2030

Ofan­greind sviðs­mynd eru háð veru­legri óvissu, enda er ekki unnt að spá af nákvæmni fyrir um það hversu hratt nýt­ing vind­orku komi til með að vaxa hér. Eitt óvissu­at­riðið er hversu hratt raf­orku­eft­ir­spurn á Íslandi mun í reynd vaxa á kom­andi árum. Þar er eðli­leg­ast að miða við opin­berar spár, þ.e. skýrslur Orku­spár­nefnd­ar. Þar kemur fram að raf­orku­notkun hér fram til 2030 muni fara úr núver­andi tæp­lega 19.000 GWst árlega í um 21.500 GWst. Aukn­ingin þarna er um 2.500 GWst. Senni­lega má telja þessa tölu algert lág­mark um hversu mikið þarf að auka hér raf­orku­fram­boð fram til 2030.

Þetta er það sem Lands­virkjun kallar „óval­kvæða“ aukn­ingu. Gangi þessi sýn eftir þarf sem sagt nauð­syn­lega að bæta um 2.500 GWst við núver­andi raf­orku­fram­leiðslu á rétt rúm­lega ára­tug. Og það bara til þess eins að mæta þeirri eft­ir­spurn sem álitin er nán­ast óhjá­kvæmi­leg. Þetta er veru­legt raf­orku­magn; jafn­gildir rúm­lega hálfri fram­leiðslu Kára­hnjúka­virkj­un­ar.

Mögu­lega eykst svo eft­ir­spurnin meira og hraðar og þá þyrfti vænt­an­lega ennþá fleiri nýjar virkj­an­ir. Í þessu sam­bandi má nefna að í nýlegri skýrslu á vegum Lands­nets (um kerf­is­á­ætlun 2016-2025 og aukna raf­orku­notkun í sam­göngum og fiski­mjöls­verk­smiðj­um) kemur fram að raf­orku­fram­boð hér þurfi mögu­lega að vaxa um rúm­lega 3.000 GWst fram til 2030. Og það án nokk­urrar nýrrar stór­iðju. Það að miða við 2.500 GWst má því senni­lega álíta hóg­væra spá.

Mun öll ný raf­orka koma frá Lands­virkj­un?

Enn er óvíst hvaða nýjar virkj­anir munu skila nauð­syn­legri aukn­ingu á raf­orku­fram­boði. Ýmis virkj­un­ar­á­form eru komin nokkuð vel áleið­is. Þar má fyrst nefna annan áfanga Þeista­reykja­virkj­unar (stækkun í 90 MW) og nýja virkjun við Búr­fell (100 MW)  sem nýtir vatn úr Bjarna­lóni ofan Búr­fells. Þá kann að verða ráð­ist í Hvamms­virkjun á sér­lega fal­legum stað við Þjórsá gegnt Heklu (90 MW) og einnig gæti Blöndu­veita (30 MW) verið góður kost­ur. Allar þessar fjórar virkj­anir eru/yrðu á vegum Lands­virkj­un­ar.

Aðrar virkj­anir sem virð­ast fram­ar­lega á dag­skrá eru t.a.m. önnur virkjun í neð­an­verðri Þjórsá, þ.e. Holta­virkjun (55 MW), og Skrokköldu­virkjun á miðju hálend­inu í nágrenni Hágöngu­lóns suð­vestan Von­ar­skarðs (35 MW). Báðar eru þær á vegum Lands­virkj­un­ar. Lands­virkjun er líka með auga­stað á Urriða­foss­virkjun (140 MW), en ræður ekki yfir vatns­rétt­ind­unum þar og óvíst hvort fyr­ir­tækið nái samn­ingum við eig­end­urna. Loks áformar Lands­virkjun virkj­anir í Bjarn­arflagi við Mývatn og við Kröflu (hvor um sig yrði u.þ.b. 45 MW en mögu­leiki er á tals­vert meira afli við Kröflu).

Tak­mörkuð virkj­un­ar­á­form ann­arra orku­fyr­ir­tækja

Önnur af stóru orku­fyr­ir­tækj­unum hér virð­ast skemmra á veg komin með ný virkj­un­ar­á­form. Þegar Lands­virkjun er frá talin er það helst HS Orka sem sýnt hefur við­leitni í þá átt að vilja reisa nýjar umtals­verðar virkj­anir hér. HS Orka hefur t.a.m. áform um aukna raf­orku­fram­leiðslu úr jarð­hita á Reykja­nesi og er með rann­sókna­leyfi vegna mögu­legrar virkj­unar við Eld­vörp. Sú virkjun yrði senni­lega um 50 MW, en sumar slíkar jarð­varma­virkj­anir gefa mögu­leika á stækk­un.

Í reynd verða þó nýjar jarð­varma­virkj­anir senni­lega ekki byggðar nema að nýir stór­iðju­not­endur kaupi raf­ork­una fyr­ir­fram. Vegna aukn­ingar á raf­orku­eft­ir­spurn á almenna mark­aðnum er eðli­legra og áhættu­m­inna að virkja í smærri skref­um. Og þar koma helst til greina hóf­lega stórar vatns­afls­virkj­anir og nettir vind­myllu­garð­ar.

Í þessu ljósi kemur ekki á óvart að HS Orka er áhuga­söm um nýja vatns­afls­virkjun við Haga­vatn (um 20 MW virkjun upp við Lang­jök­ul). Um ON (Orku­veitu Reykja­vík­ur) er aftur á móti það að segja að fyr­ir­tækið virð­ist nú aðal­lega ein­beita sér að við­brögðum við hnign­andi orku­fram­leiðslu Hell­is­heið­ar­virkj­unar (með nýjum bor­unum fyrir þá virkj­un). Og virð­ist sem ON/OR ætli að fara sér rólega á kom­andi árum í öðrum virkj­un­ar­fram­kvæmd­um.

Vind­orka verði þriðja stoðin í raf­orku­fram­leiðslu á Íslandi

Hversu hæg eða hröð upp­bygg­ing nýrra vatns­afls- og jarð­varma­virkj­ana verður á kom­andi árum og ára­tugum er erfitt að segja til um. Ástæða er til að minna á það við­horf Orku­spár­nefnd­ar, að raf­orku­verð hér muni að öllum lík­indum fara hækk­andi vegna þess að hag­kvæm­ustu virkj­un­ar­kost­irnir hafi verið nýttir og kostn­aður við nýjar vatns­afls- og jarð­varma­virkj­anir fari hækk­andi. Þetta er mik­il­vægur hvati til að huga að nýt­ingu vinds­ins til raf­orku­fram­leiðslu.

Hverjar svo sem næstu vatns­afls- og jarð­varma­virkj­anir hér verða, þá er lík­legt að umtals­verður hluti af nauð­syn­legu nýju raf­orku­fram­boði muni koma frá vind­myllu­görð­um. Vind­orku­tæknin er orðin það ódýr að hún getur keppt við ýmsa af þeim hefð­bundnu virkj­un­ar­kostum sem eru hér á dag­skrá. Þar að auki hefur virkjun vinds­ins minni umhverf­is­á­hrif og meiri aft­ur­kræfni en flestar hefð­bundnar virkj­an­ir. Þess vegna hefur vind­orkan góða mögu­leika til að verða þriðja stoðin í raf­orku­fram­leiðslu á Íslandi. Og með virkjun íslenskrar vind­orku verður minni þörf á nýjum vatns­afls- og jarð­varma­virkj­un­um.

Það orku­fyr­ir­tækj­anna hér sem hefur kynnt langstærstu áætl­an­irnar um virkjun vind­orku er Lands­virkj­un. Fyr­ir­tækið hefur áformað að setja upp alls um 300 MW af vindafli í formi s.k. Blöndu­lundar og Búr­fellslund­ar. Þarna er þó kannski skyn­sam­legra að fara aðeins hægar í upp­bygg­ingu þriðju stoð­ar­inn­ar. Einnig gæti þarna skipt máli, bæði gagn­vart vind­orku og annarri nýrri raf­orku­fram­leiðslu, að ekki er víst að allir fagni því að mark­aðs­hlut­deild Lands­virkj­unar á íslenskum raf­orku­mark­aði verði ennþá umfangs­meiri en orðið er.

Vind­orka gæti senn upp­fyllt um 5% af raf­orku­þörf Íslands

Smella á myndir til að stækka

Stærstum hluta af vax­andi raf­orku­eft­ir­spurn hér á landi verður mætt með nýjum hefð­bundnum virkj­un­um, þ.e. vatns­afli og jarð­varma. Hér að framan voru nefndir nokkrir af þeim val­kostum eða verk­efnum sem þar kann að verða ráð­ist í. Sam­tals munu slíkar hefð­bundnar virkj­anir senni­lega mæta a.m.k. 70-80% af umræddri auk­inni eft­ir­spurn eftir raf­orku. M.ö.o. þá má hugsa sér að íslensk vind­orka mæti um 20-30% af auk­inni raf­orku­notkun fram til ca. 2030, þ.e. á bil­inu 500-750 GWst. Þar með myndi vind­orka skila nálægt 3% af raf­orku­fram­leiðslu á Íslandi.

Þegar litið er aðeins lengra fram í tím­ann er raun­hæft að ætla að vind­ur­inn hér muni mæta um 5-6% af raf­orku­þörf Íslands. Í slíkum áætl­unum gæti íslenska vindaflið hafa auk­ist um u.þ.b. helm­ing frá því sem segir hér að fram­an. Sem merkir að árs­fram­leiðsla íslenskra vind­mylla yrði þá á bil­inu 1.000-1.500 GWst og upp­sett vindafl þá sam­tals orðið um 300-400 MW. Senni­lega er a.m.k. vel yfir ára­tugur í að svo verði. Athuga ber að umræddar pró­sentu­tölur eru háðar veru­legum vik­mörkum og ráð­ast af því hversu hratt raf­orku­eft­ir­spurnin mun aukast.

Skyn­sam­legt að byrja á þremur u.þ.b. 50 MW vind­myllu­görð­um?

Í dag eru ein­ungis fram­leiddar rétt rúm­lega 10 GWst árlega með íslensku vindafli. Nær öll þessi fram­leiðsla kemur frá fjórum milli­stórum vind­myllum á Suð­ur­landi, en sam­an­lagt afl þeirra er um 3 MW. Þar hefur verið um eins konar til­rauna­verk­efni að ræða. Nú er orðið tíma­bært að taka næstu skref, sem um leið verður þá upp­hafið að alvöru nýt­ingu á íslenskum vindi til raf­orku­fram­leiðslu. Um leið er mik­il­vægt að þau skref verði tekin af var­færni.

Með hlið­sjón af þessu gæti verið raun­hæft að eftir um 5-10 ár verði starf­ræktir hér um þrír til fjórir vind­myllu­garðar af hóg­værri stærð. Hver þeirra gæti verið á bil­inu 30-60 MW og sam­tals gæti upp­sett afl íslenskrar vind­orku þá verið nálægt 150 MW. Athuga ber að nú er á vegum fyr­ir­tæk­is­ins Biokraft unnið að mati á umhverf­is­á­hrifum á allt að 45 MW vind­myllu­garði við byggð­ina í Þykkvabæ í Rangár­þingi ytra. Ekki liggur end­an­lega fyrir hvort þetta verk­efni verður að veru­leika.

150 MW innan tíu ára og 300-400 MW nokkrum árum síðar

Fyrstu vind­myllu­garð­arnir gætu hver um sig orðið 15-20 vind­myll­ur. Raf­orku­fram­leiðsla þessa vinda­fls (alls um 150 MW) yrði um eða rúm­lega 500 GWst á ári. Heild­ar­fjár­fest­ingin þar gæti orðið á bil­inu 20-25 millj­arðar króna. Sem er t.a.m. svipað eins og kostn­að­ur­inn við fyrsta áfanga Þeista­reykja­virkj­unar sem nú er verið að reisa. Sá fyrsti áfangi er 45 MW og mun fram­leiða ámóta raf­orku­magn eins og um 100 MW af vel stað­settu vindafli.

Tak­ist vel til með þessi fyrstu vind­orku­verk­efni er lík­legt að íslenskt vindafl myndi svo brátt tvö­fald­ast og jafn­vel rúm­lega það. Og þá verða sam­tals um 300-400 MW eftir rúman ára­tug og þá nema um 5-6% af raf­orku­fram­leiðslu á Íslandi, líkt og áður sagði. Kæmi til sæstrengs milli Íslands og Evr­ópu yrði upp­bygg­ing íslenskrar vind­orku­nýt­ingar mögu­lega hrað­ari; fram­an­greindar sviðs­myndir gera ekki ráð fyrir slíkum sæstreng enda er ennþá alls­endis óvíst um hvenær slíkur strengur verður að veru­leika.

Þeista­reykja­virkjun er á pari við vindafl

Ofan­greind þró­un, þ.e. vax­andi áhugi á íslenskri vind­orku, er eðli­leg vegna þess hversu hag­kvæmni vind­orku­tækn­innar hefur auk­ist hratt á síð­ustu árum. Fyrir vikið eru vind­myllu­garðar á Íslandi að verða a.m.k. álíka áhuga­verður virkj­un­ar­kostur eins og jarð­hiti. Fyrsti áfangi 45 MW jarð­hita­virkj­unar að Þeista­reykjum er t.a.m. dýr­ari en ef sam­bæri­legt vindafl væri nú virkj­að, þ.e. til að fram­leiða um 360 GWst árlega (líkt og  fyrsti áfang­inn á Þeista­reykjum á að ger­a).

Með því að stækka Þeista­reykja­virkjun í 90 MW mun nást fram meiri hag­kvæmni þar. Full­byggð verður kostn­aður Þeista­reykja­virkj­unar senni­lega ámóta eða eilítið minni en ef sam­bæri­legur vind­myllu­garður hefði verið reist­ur. Þá er miðað við árlega raf­orku­fram­leiðslu upp á um 720 GWst.

M.ö.o. þá væri vel stað­settur vind­myllu­garður á Íslandi sam­keppn­is­hæfur við Þeista­reykja­vikjun þegar ein­fald­lega er litið til kostn­að­ar­ins. Þarna hefur jarð­varma­virkj­unin aftur á móti það mik­il­væga for­skot að geta skilað jafn­ri, stöðugri og nokkuð fyr­ir­sjá­an­legri raf­orku­fram­leiðslu alla daga árs­ins árið um kring. Þess vegna er Þeista­reykja­virkjun (í fullri 90 MW stærð) vafa­lítið tölu­vert hag­kvæm­ari kostur en vind­orka. Að því gefnu að jarð­varma­auð­lind­inni á svæð­inu hnigni ekki hraðar en áætl­anir gera ráð fyr­ir!

Ódýr vind­orka boðar viss tíma­mót í íslenskri raf­orku­fram­leiðslu

Kostn­að­ur­inn við s.k. Búr­fellslund, sem er 200 MW vind­myllu­garður sem Lands­virkjun hefur áformað ofan Búr­fells við Þjórsá, yrði svip­aður eins og Þeista­reykja­virkjun (og hvor virkjun um sig myndi fram­leiða rúm­lega 700 GWst árlega). Þetta er athygl­is­vert í ljósi þess að skv. skýrslu sem unnin var nýlega fyrir Sam­orku er Þeista­reykja­virkjun ódýr­asti virkj­un­ar­kost­ur­inn í íslenskum jarð­hita. Þetta merkir að það að virkja íslenska vind­orku á stöðum sem bjóða upp á mjög góðar vind­að­stæð­ur, yrði stundum og jafn­vel oft ódýr­ari kostur en að virkja meiri jarð­varma hér. Framundan kunna því að vera viss tíma­mót í íslenskum raf­orku­mál­um, sem felst í því að vind­orka verður hag­kvæm sem þriðja stoðin í raf­orku­geir­anum hér.

Lágur kostn­aður en sveiflu­kennd raf­orku­fram­leiðsla

Helsti vand­inn eða tak­mörk­unin sem virkjun íslenskrar vind­orku stendur frammi fyrir er sú stað­reynd að hér er mest­öll raf­orkan fram­leidd fyrir stór­iðju. Af þeim sökum eru snöggar skamm­tíma­sveiflur í raf­orku­fram­boði óásætt­an­leg­ar. Í flestum öðrum vest­rænum löndum eru veru­legar sveiflur í raf­orku­fram­boði og raf­orku­eft­ir­spurn algeng­ar, bæði milli árs­tíða og innan hvers sól­ar­hrings. Enda síbreyti­legt hversu mikið raf­magn almenn­ingur og almenn fyr­ir­tæki eru að nota hverju sinni. Fyrir vikið eru for­send­urnar að baki upp­bygg­ingar raf­orku­vera þar tals­vert öðru­vísi en ger­ist hér á landi.

Þrátt fyrir lækk­andi kostnað vind­orku­tækn­innar verður sem sagt ekki litið fram­hjá því að slík verk­efni, þ.e. vind­myllu­garðar eins og t.a.m. Búr­fellslund­ur, henta ekki vel til að tryggja stór­iðju umsamda raf­orku allan sóla­hring­inn alla daga árs­ins. Það má m.ö.o. segja sem svo að óvenju mikið umfang stór­iðj­unnar hér dregur úr mögu­leik­unum á að nýta íslenska vind­orku. Um leið veldur þetta fyr­ir­komu­lag því sem nefna má offjár­fest­ingu í vatns­afli, þar sem miðl­un­ar­vatn er jafnan mjög mikið og í þessu sam­hengi svo mikið að það skapar vissa óhag­kvæmni.

Á móti kemur að stóru vatns­afls­virkj­an­irnar hér væru jú ekki til án stór­iðj­unn­ar. Mikið umfang stór­iðj­unnar hér er sem sagt jákvætt að því leyti að raf­orku­eft­ir­spurnin er þægi­lega stöðug og því unnt að fjár­magna stórar vatns­afls­virkj­anir með mik­illi miðl­un­ar­getu. Um leið hefur þetta þau nei­kvæðu áhrif að fjár­fest­ing í vatns­miðlun er það sem kalla mætti óþarf­lega mikil (því stór­iðjan þarf sína miklu raf­orku hvað sem líður vatns­bú­skapnum hverju sinn­i). Þetta er mjög svipuð staða eins og Norð­menn voru í fyrir nokkrum ára­tug­um, en þeir sjá nú tæki­færi í því að nýta mikla miðl­un­ar­getu sína í hag­kvæmu sam­spili við upp­bygg­ingu vinda­fls.

Vind­myllu­garðar gefa færi á hag­kvæmu sam­spili við vatns­afl

Þrátt fyrir óstöð­ug­leika vinds­ins og jafna raf­orku­þörf stór­iðj­unnar getur náðst góð hag­kvæmni með því að nýta íslenska vind­orku. Vatns­afl með miðl­un­ar­lónum er gríð­ar­lega stór hluti í íslenskri raf­orku­fram­leiðslu. Sam­spilið milli vinda­fls og vatns­afls er mik­il­vægur þáttur í hag­kvæmni vind­myllu­garða.  Um leið má nýta sam­spil vind­orku við mikla vatns­miðlun til að auka hag­kvæmni vatns­afls­kerf­is­ins. Þegar vindur blæs má spara vatn í miðl­un­ar­lónum og þegar vindur er lít­ill má auka streymið um vatns­hverflana.

Nýta má sam­spil af þessu tagi til að auka nýt­ingu á vatni í miðl­un­ar­lón­um. M.ö.o. þá skapar vindaflið tæki­færi til að tak­marka og jafn­vel koma í veg fyrir að vatn renni úr miðl­un­ar­lónum á yfir­falli (slíkt vatn fram­leiðir ekk­ert raf­magn) Um leið verður vatns­aflið ásamt miðl­un­ar­lónum í hlut­verki vara­afls fyrir vind­myllu­garða. Sam­spil af þessu tagi gæti stuðlað að auk­inni hag­kvæmni í íslenska raf­orku­geir­anum og um leið minnkað þörf­ina á að reisa sífellt fleiri hefð­bundnar og dýr­ari virkj­anir hér.

Íslensk vind­orka á eftir að verða ennþá sam­keppn­is­hæf­ari

Á svæðum þar sem vind­að­stæður eru góðar er íslensk vind­orka sem sagt orðin eða að verða hag­kvæm­ari en margar þeirra jarð­hita­virkj­ana sem nú eru í nýt­ing­ar­flokki Ramma­á­ætl­unar (a.m.k. að því gefnu að nóg verði um vara­afl frá vatns­miðl­un). Og kostn­að­ar­mun­ur­inn á vind­orku og jarð­varma gæti orðið til þess að senn fari að draga úr áhuga á bygg­ingu nýrra jarð­hita­virkj­ana.

Vegna tækni­fram­fara í vind­orkunni á kostn­að­ar­bilið þarna mögu­lega eftir að breikka á næstu árum og gera vind­ork­una ennþá sam­keppn­is­hæf­ari. Til fram­tíðar litið er því útlit fyrir að vax­andi fjár­hags­legur hvati verði til að virkja íslenskan vind fremur en hit­ann í jörðu. Þarna eru áhuga­verð tæki­færi fyrir íslensk orku­fyr­ir­tæki og þessi staða hér er líka farin að vekja athygli meðal erlendra orku­fyr­ir­tækja sem sér­hæfa sig í vind­orku.

Aft­ur­kræfni vind­myllu­garða er mik­il­vægur eig­in­leiki

Stórar vind­myllur geta vissu­lega haft mjög nei­kvæð sjón­ræn áhrif í augum margra. Þess vegna er skyn­sam­legt að þær rísi úr sjón­færi við byggð eða séu a.m.k. ekki mjög nálægt byggð. Og vind­myllur geta valdið fugla­dauða. Þess vegna er mik­il­vægt að stað­setja þær ekki við mik­il­vægar far­leiðir fugla né í nágrenni við mik­il­vægar varp­stöðv­ar.

Það er aftur á móti afskap­lega jákvætt við þessa tækni að þegar vind­myllu­garður er tek­inn niður og fjar­lægð­ur, eftir um 25-30 ára rekstr­ar­tíma, er ein­falt að búa svo um hnút­ana að var­an­leg áhrif af starf­sem­inni verði svo til eng­in. Möstr­in, spaðar og hverflar ásamt öðru efni er allt fjar­lægt og und­ir­stöður sömu­leiðis (eða þær fjar­lægðar að hluta og að öðru leyti huldar jarð­vegi og gróðri). Að því búnu er líkt og landið hafi alls ekki verið notað þessa tvo til þrjá ára­tugi. Slík aft­ur­kræfni gagn­vart vatns­afls- og jarð­varma­virkj­unum er senni­lega nán­ast úti­lok­uð.

Tíma­bært og eðli­legt að nýta íslenska vind­orku

Það að nýta vind­inn til að umbreyta orku hans í raf­orku er því ekki aðeins hag­kvæm aðferð heldur líka óvenju umhverf­is­væn raf­orku­starf­semi. Fyrir land með mikið af óbyggðum svæðum og góðar vind­að­stæð­ur, líkt og Ísland, er eðli­legt og skyn­sam­legt að nýta vind­inn með þessum hætti. Það var því senni­lega fremur van­mælt en ofmælt hjá fram­kvæmda­stjóra þró­un­ar­sviðs Lands­virkj­unar þegar hann sagði nýverið að í dag sé vind­orkan orðin á pari við aðra virkj­un­ar­kosti.

Fyrir okkur Íslend­inga er um að ræða nýja teg­und af land­nýt­ingu og eðli­legt að fara þarna var­lega af stað. Þess vegna væri e.t.v. skyn­sam­legt að tak­marka stærð fyrstu vind­myllu­garð­anna. Þó er mik­il­vægt að hafa í huga að hag­kvæmni svona verk­efna getur mjög ráð­ist af stærð­inni og því rétt að var­ast að tak­marka afl vind­myllu­garða um of. Mik­il­væg­ast er að gæta þess að stað­setja vind­myllu­garða nokkuð utan byggðar og ekki á landi þar sem sjón­rænu áhrifin yrðu sér­lega mikil eða nei­kvæð, svo og að huga vel að því að stað­setn­ing taki til­lit til fugla­lífs.

Sum heið­ar­lönd og sjáv­ar­síðan áhuga­verð

Hálendi Íslands er um margt ákjós­an­legur staður fyrir vind­myllu­garða, bæði vegna góðra vind­skil­yrða og fjar­lægðar frá byggð. En vegna hinnar miklu sér­stöðu íslenska mið­há­lend­is­ins kann að vera skyn­sam­legt að bíða með að stað­setja vind­myllu­garða þar. Að auki yrði víða ansið dýrt, vegna mik­illar fjar­lægð­ar, að tengja vind­myllu­garða á hálend­inu við flutn­ings­kerfi raf­orku.

Heppi­legri stað­setn­ing fyrstu vind­myllu­garð­anna á Íslandi gæti verið á heið­ar­löndum á mörkum afrétta og byggðar og/eða við sjó­inn. Þ.e. að því gefnu að við­kom­andi svæði hafi góðar vind­að­stæður og mann­virkin trufli ekki byggð eða ferða­mennsku og séu ekki stað­sett við mik­il­vægar far­leiðir fugla. Einnig er ákjós­an­legt að fremur stutt sé í flutn­ings­mann­virki.

Grein­ar­höf­undur vinnur nú að und­ir­bún­ingi vind­orku­verk­efna í sam­starfi við nor­rænt orku­fyr­ir­tæki. Þar er m.a. horft til Mos­fells­heiðar og nokk­urra ann­arra svæða hér á landi. Eftir því sem þessum verk­efnum miðar áfram verður sagt nánar frá þeim, enda eðli­legt að orku­verk­efni af þessu tagi fái ítar­lega umfjöllun og umræðu. Gera má ráð fyrir að nán­ari upp­lýs­ingar um verk­efnin verði senn m.a. birt á vef­svæði grein­ar­höf­undar á vefnum Medi­um.com. Hér í lokin má sjá mynd frá vind­myllu­garði í Skand­in­av­íu, sem gefur hug­mynd um hvernig ásýnd svona mann­virkja gæti orðið hér á landi.

Vindmyllugarður í Noregi.

Vindmyllugarður í Noregi.

Fleira áhugavert: