Brunavarnir – Argonite slökkvikerfi
ARGONITE slökkvikerfum eru einkum ætluð til að slökkva eld í lokuðum rýmum t.d. tölvusölum, fjarskipta-og stjórnherbergjum og ýmsum rýmum þar sem til staðar er viðkvæmur rafeindabúnaður og/eða mikil verðmæti. Þessi gerð slökkvikerfa hentar sérlega vel til að vernda slíkan búnað, þar sem efnið er lit- og lyktarlaus lofttegund sem skilur ekkert eftir sig við notkun og veldur því engum skemmdum á viðkvæmum búnaði.
ARGONITE er blanda af Argoni og Köfnunarefni til helminga en báðar þessar lofttegundir má finna í andrúmsloftinu.
Þegar ARGONITE er hleypt inn í lokað rými, í réttu útreiknuðu magni þá minnkar súrefnisinnihald í rýminu niður fyrir 15 % sem nægir til að slökkva flesta elda á skömmum tíma, þó án þess að setja fólk sem statt er í rýminu í hættu.