Tæknin tekur yfir – Veröld ný og góð
Janúar 2017
Árið 1998 voru starfsmenn Kodak 170.000 talsins og félagið seldi um 85% af öllum ljósmyndapappír í heiminum. Allt virtist leika í lindi og framtíðin virtist blasa við fyrirtækinu og starfsmönnum þess. Eigi að síður var viðskiptamódel þeirra ónýtt og félagið lýst gjaldþrota þremur árum síðar. Saga sem við höfum svo sem oft áður heyrt, en segja má að ný tækni – sú stafræna – hafi kippt tilverunni undan fyrirtækinu.
Nú eru það álit margra að atburðarás sem þessi verði næsta algeng á næstu árum. Því til sönnunar má horfa til þess að engin sá það fyrir árið 1998 að þremur árum síðar væru allir hættir að setja myndir á pappír. Og þó hafði stafræn myndavél verið komin til sögunnar strax árið 1975. Fyrstu stafrænu myndavélarnar státuðu af 10.000 pixelum en þróunin eftir það var í anda lögmáls Moores. (Lögmál Moores nefnist sú kenning á sviði vélbúnaðar tölva að fjöldi smára á samrásum tvöfaldist á tveggja ára fresti.) Þegar horft er til þess að slík veldisaukning í tækni er til staðar þá blasir við að til skamms tíma er hraði breytinganna ofmetin en hins vegar vanmetin til lengri tíma. Þegar síðan forsendur skapast fyrir því að ný tækni verði á allra valdi (e. mainstream) á til þess að gera stuttum tíma fer allt á fulla ferð.
Það blasir því við að breytingarnar framundan eru gríðarlega, hvort sem litið er til gervigreindar (Artificial Intelligence), heilsu, sjálfvirkra rafmagnsbíla, menntunar, 3D prentunar, landbúnaðar eða vinnumarkaðs. Skilaboðin eru einföld: Velkomin í fjórðu iðnbyltinguna. Velkomin á öld veldisaukans. Á þessum vettvangi var staðið fyrir umræðu um vélvæðingu og gervigreindarþróun skömmu eftir áramót og nú er rétt að skoða nokkur svið sem geta tekið breytingum.
Hugbúnaðurgerðin umbyltir hefðbundnum starfsgreinum
Þróun í hugbúnaðargerð mun sem fyrr ráða mestu og halda áfram að umbylta hefðbundnum iðn- og starfsgreinum á næstu 5 til 10 árum. Þegar alls er gætt er Uber einungis hugbúnaður, fyrirtækið á enga bíla en er núna stærsta leigubílafélag heims. Á sama hátt er Airbnb núna stærsta hótelfyrirtæki heims og á þó engar eignir.
En hvers getum við vænst af gervigreind. Jú, ef við beitum lögmáli Moores þá munu tölvur með veldisaukandi hraða ná betri skilningi á heiminum. 20 ár eru síðan heimsmeistarinn í skák tapaði fyrir tölvunni Djúpblá og vakti mikla athygli. Á síðasta ár vann tölva besta Go leikmann í heimi, 10 árum fyrr en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir.
Og margvísleg þjónusta gervigreindar er farin að bjóðast. Í gegnum IBM Watson er hægt að fá lögfræðilegar ráðleggingar. Að mestu leyti almennar leiðbeiningar en þær koma nánast samstundir og eru með um 90% nákvæmni. Þegar samskonar leiðbeiningar eru unnar af mönnum eru nákvæmnin um það bil 70%. Skilaboð margra framtíðarfræðinga eru einföld. Ef þú ert að læra lögfræði, hættu því samstundis! Það verða 90% færri lögfræðingar í framtíðinni og aðeins sérfræðingar á þröngum málasviðum munu halda starfinu. Og Watson gerir meira. Hann hjálpar nú þegar hjúkrunarfræðingum við greiningu sína og greining Watsons er fjórum sinnum nákvæmari en þegar menn framkvæma þær. Facebook er nú með auðkennisforrit sem þekkir andlit betur en nokkur maður getur, skiptir engu hve mannglöggur viðkomandi er. Gert er ráð fyrir því að árið 2030 verði tölvur búnar að taka framúr mönnum á flestum sviðum í færni og greind.
Sjálfkeyrandi bílar
Áform eru um að árið 2018 muni fyrsti sjálfkeyrandi bíllinn verða komin í notkun. Því er spáð að tveimur árum síðan muni allur bílaiðnaðurinn vera farin að mótast af þessari þróun. Fólk mun standa frammi fyrir þeim valkosti að þurfa ekki að eiga bíl. Þess í stað mun fólk geta hringt í bíl í gegnum símann sinn, bíllinn mun birtast og aka með viðkomandi á áfangastað. Notendur þessarar þjónustu munu ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að leggja bílnum, þeir munu greiða fyrir ekna vegalengd og geta sinnt verkum sínum meðan þeir eru á akstri (eða verið bara á samfélagsmiðlum!). En fólk þarf ekki að hafa bílpróf og þarf aldrei að kaupa bíl. Þetta mun gjörbreyta borgum þar sem bílum gæti fækkað um 90-95%. Með þessu fyrirkomulagi þarf miklu færri bíla þar sem flestir bílar í dag eru hvort sem er í bílastæði. Fyrir vikið má síðan nýta það svæði sem fer undir stæði á allt annan máta.
Talið er að 1,2 milljón manna látist á hverju ári í umferðarslysum um allan heim. Í dag má gera ráð fyrir slysi með um 100.000 km millibili. Með sjálfkeyrandi bílum gæti þessi tíðni minnkað verulega. Jafnvel að árekstrar verði ekki nema á 10 milljón km bili. Það gæti bjargað lífi milljón manna.
Breytingar í byggðaþróun vegna sjálfvirkni
Hugsanlega verða núverandi framleiðendur bíla gjaldþrota. Þeir munu reyna að aðlagast og búa til betri bíla og grípa strauminn en margir efst um getu þeirra við að keppa við framsæknustu fyrirtæki heims. Um leið verða þeir að horfast í augu við að áhugaverðustu- og byltingakenndustu lausnirnar koma frá tæknifyrirtækjum eins Tesla, Apple og Google sem sjálfsagt munu færa lausnir sínar yfir á samgöngur og þar af leiðandi bíla. Það er þekkt leyndarmál í bílaheiminum að verkfræðingar þar óttast ekkert meira en þessa nýju samkeppni.
Og þetta mun hafa margvísleg áhrif. Hvernig eiga t.d. tryggingafélögin að bregðast við ef tjónum vegna slysa fækkar gríðarlega? Er mögulegt að tryggingar verði margfalt ódýrari? Mun fólk jafnvel hætta að tryggja bíla sína? Hugsanlega.
Á sama hátt mun fasteignamarkaðurinn breytast. Ef þú getur unnið á meðan þú ferðast má gera ráð fyrir að fólk búi fjær miðbænum en nú er. Hver vill ekki njóta kosta beggja heima, friðsæls sveitalífs og ys og líf borgarinnar? Rafmagnsbílar gætu orðið leiðandi í kaupum á nýjum bílum svo snemma sem árið 2020. Um leið gæti hávær umferðaniður stórborganna verið á undanhaldi. Við þessar vangaveltur framtíðarfræðinga um innleiðingu rafmagnsbíla má gera þá athugasemd að bílar eru talsverð fjárfesting og það eitt og sér getur dregið úr innleiðingahraða bíla sem byggja á nýrri tækni.
Ódýrara og umhverfisvænan rafmagn
Margir sjá fyrir sér að smám saman verði rafmagn ódýrara og unnið á umhverfisvænni hátt. Nýting sólarorku hefur í raun aukist veldisfalt undanfarin 30 ár en það er nú fyrst sem áhrifin eru farin að birtast. Á síðasta ári fór sólarorka framúr jarðefnaeldsneyti þegar reiknaðir voru nýir orkugjafar. Talið er að verð á sólarorku falli svo hratt að kolaorkuverð geti ekki keppt við þau svo snemma sem árið 2025.
Með ódýrri orku kemur ódýrt vatn. Um leið og orkuverði hættir að vera vandamál verður mjög fýsilegt að eima vatn í miklu ríkara mæli en nú gert. Um leið og orkan verður ódýr og umhverfisvæn má gera ráð fyrir að eimingaverksmiðjum fjölgi mjög og frá þeim streymi hreint og ódýrt vatn. Í dag þarf ekki nema 2kWh á hvern rúmmeter og svo heppilega vill til að sólríkustu staðina vantar helst vatn. Málið er nefnilega að það vantar ekki endilega vatn, það vantar fyrst og fremst drykkjarhæft vatn. Það er ótrúleg breyting fyrir stóran hluta heimsins ef ódýrt hreint og drykkjarhæft vatn yrði tiltækt.