Dýpsta borhola Íslands komin á 4254 m

Heimild:  Mannvit1

 

djupborun

Smella á myndir til að stækka

 IDDP-2, önnur rannsóknarhola í Iceland Deep Drilling Project (IDDP). IDDP-2 er boruð með því að dýpka og bæta fóðringum í holu RN-15 á jarðhitasvæðinu á Reykjanesi. Fyrirhugað er að bora allt að 5000 m djúpa holu og þess vænst að vökvi í holunni verði 400 – 600 °C heitur. Þetta er í fyrsta skipti, sem borað er svo djúpt á jarðhitasvæði á Íslandi og líklega á háhitasvæði í heiminum. Í nóvember 2016 náði borholan 4200 m. dýpi en áfram verður borað.

Fyrsta IDDP-1 holan var boruð á jarðhitasvæðinu við Kröflu árið 2009. Á 2100 metra dýpi var borað í kviku og ekki varð komist dýpra. Úr holunni streymdi 450 °C heit gufa þann tíma, sem holan blés.

djupborun-aHS Orka leiðir verkefnið fyrir hönd Iceland Deep Drilling Project (IDDP-2). Eftirtalin fyrirtæki og stofnanir mynda IDDP hópinn: HS Orka, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, Orkustofnun, Statoil og Alterra. Tilgangur IDDP er að kanna hvort afla megi orkuríks vökva úr djúplægum jarðhitakerfum, sem hægt er að nýta til orkuframleiðslu á hagkvæman hátt. Ef það tekst má auka orkuframleiðslu háhitasvæða umtalsvert og þar með draga úr umhverfisáhrifum og landrýmisþörf orkuvinnslunnar.

Fleira áhugavert: