Vinsælast/Nr.10 2023: Rotþró – Allt sem þú þarf að vita
Grein/Linkur: Almennar upplýsingar um rotþrær
Höfundur: Borgarplast
.
Almenn atriði varðandi rotþrær og fráveitulagnir
Niðursetning rotþróa og frágangur situr- eða sandsíubeða og lagna í þau er vandasamt verk og ekki á færi
leikmanna. Þeirra hlutverk er í mesta lagi hlut verk handlangarans í framkvæmdinni.
Byggingarreglugerðin gerir heldur ekki ráð fyrir að stjórnandi vél skóflunnar sé í hlutverki
pípulagningarmannsins eða ráðgjafans, enda hefur hann sjaldnast réttindi til slíkra hluta og er ábyrgðarlaus.
Það eru eindregin tilmæli okkar til þeirra sem hyggjast koma sér upp rotþró að þeir lesi þessar leiðbeiningar og
sjái til þess, með aðstoð byggingarfulltrúa, að farið sé eftir þeim og uppdrætti af fráveitulögnum, gerðum af
tæknimanni. Sé það gert, á viðkomandi að vera nokkuð öruggur með farsæla lausn sinna mála.
Uppbygging rotþróa
Um rotþrær gildir staðallinn ÍST EN 12566. Umhverfistofnun gefur út Leiðbeiningar um rotþrær frá feb. 2003.
Rotþrær Borgarplasts uppfylla kröfur staðalsins og leiðbeiningar Umhverfisstofnunnar. Staðalinn gerir m.a.
kröfur um tveggja þrepa hreinsun þar sem rotþróin telst vera forhreinsibúnaður eða fyrsta stig. Aðalmarkmið
rotþróar er að tryggja að líftími seinna stig hreinsibúnaðarins, þ.e. siturlagna eða sambærilegs búnaðar verði
sem lengstur.
Rotþró er ætlað að hreinsa frárennslisvatnið. Hlutverk rotþróar er að hægja á fráveituvatninu í gegnum þróna
og gefa möguleika á viðskilnaði vatnsins og hinna ýmsu efna í fráveituvatninu. Föstu og þyngri efnin falla til
botns, en léttari efnin fljóta á yfirborðinu (t.d. fita) og mynda skán sem oft harðnar. Föstu efnin rotna og mynda
metangas, allt að 85% hluta, að því talið er. Við það minnkar botnfallið stórlega, en hverfur aldrei, heldur verður
að seyru. Botnfallið er talið vera að meðaltali um 150-200 lítrar á mann á ári miðað við fasta búsetu. Seyruna
þarf að fjarlægja reglulega að stærstum hluta a.m.k. á tveggja ára fresti. Rotþró má aldrei leka þannig að hún
vatnstæmist. Rotþrær Borgarplast eru byggðar úr Polyethylene (PE) sem er mjög endingargott efni og þolir vel
hin ýmsu efni sem eru í fráveituvatni og betur en önnur efni sem eru á markaði, svo sem trefjaplast og
steinsteypa. Eigi að vanda til fráveitulagna sem mikið mæðir á, t.d. þegar lagðar eru lagnir á haf út, eru notaðar
PE pípur.
Rotþrær eru þriggja hólfa. Fremsta hólfið, næst húsi, skal vera minnst helmingur af vatnsrúmmáli þróarinnar.
Þetta rými nefnist botnfalls- og rotrými og er mikilvægasti hluti þróarinnar.
Lengri þró er betri en stutt, vegna þess að þar fá föstu efnin lengri tíma til að skilja sig frá vatninu og þannig
minnkar einnig líkur á að siturlögn stíflist.
Á öllum rotþróm ætti að vera manngengt op, Ø 600 mm, á fremsta hólfinu. Ástæðan er sú að stundum getur þurft
að brjóta niður harða skán, sem oft myndast í þessu hólfi, án þess að nauðsynlegt sé að hreinsa þróna. Slík
aðgerð gæti sparað hreinsun, en ein hreinsun kostar meira en mannop.
Á stórum þróm, 4000 l og stærri, ætti að vera krafa um mannop á öllum hólfum.
Lok rotþróa eiga að vera þung, steinsteypt lok með töppum niður í mannopið þannig að þau renni ekki út af
mannopinu. Einnig koma plastlok til greina. Lokin verða helst að vera læst þannig að börn komist ekki í þróna.
Læsing getur verið keðja yfir lokið fest í mannopið með augaboltum og hengilás.
Stærð rotþróa og rotþróarstæðis
Leiðbeiningar Umhverfisstofnunar um stærðir rotþróa eru þannig að minnsta rotþró fyrir sumarhús í
einkaeign skal vera 2200 l og rotþró fyrir sumarhús í eigu félagasamtaka eða íbúðarhús skal vera
minnst 3000 l. Vandamál sumarhúsa- og íbúðareigenda hefur ekki endilega verið stærð þeirra rotþróa
sem settar hafa verið niður síðasta áratuginn, heldur frágangur þrónna og lagna þeim tengdar og
síðast en ekki síst verklagið og fúskið sem beitt hefur verið við fráganginn, sérstaklega aftan við
þróna, þ.e. við siturlögnina og ýmsar heimatilbúnar aðferðir hafa átt gríðarlegum vinsældum að fagna.
Stærðarreikningar fyrir rotþrær samkvæmt leiðbeiningum Umhverfisstofnunnar eru þessir:
Rúmmál (R) rotþróar í lítrum = íbúðargildið x 200 lítrar + 2000.
Tölurnar eru fastar reynslutölur en íbúðargildið er breytilegt. Íbúðagildið er sett saman af mesta
meðaltalsfjölda þeirra sem dvelja í viðkomandi byggingu í einhvern tíma þó að lámarki einn mánuð
á ári (mest notaða mánuðinn) margfaldað með notkunarstuðli sem upp er gefinn í töflu 1.
*Á tjaldstæðum ber að athuga að rotnun skeður hægt og er yfirleittallir farnir af tjaldstæðinu þegar rotnun
hefst, á haustin, að einhverju gagni.Því virkar rotþróin í fyrstu aðeins sem söfnunargeymir með yfirfalli
því ber að vanmeta ekki fólksfjöldan sem gistir eða notar aðstöðunaþ.e. að velja ekki og litla þró. Þrær
sem eru of litlar stíflast á verstatíma !
Talið er að þar sem rennandi vatn er í sumar- og íbúðarhúsum noti íbúarnir að meðaltali um 200 l
pr. sólarhring af heitu og köldu vatni. Á tjaldstæði er notað mun minna.
Dæmi:
1) Sumarhús, þar sem að meðaltali dveljast stöðugt þrjár manneskjur (stundum fleiri, stundum enginn)
mánuðina júni-júlí. R= 0,5 x 3 x 200 + 2000 = 2300 lítrar.
2) Íbúðarhús, þar sem sex manneskjur dvelja að jafnaði mestan hluta ársins.
R = 6 x 1 x 200 + 2000 = 3200 l.
3) Á tilteknu stóru tjaldstæði dvelja að jafnaði 250 manns (stundum fleiri, stundum færri) í júlímánuði, sem er
mest sótti mánuðurinn.
Stærð rotþróarinnar er þá: R = 250 x 0,5 x 200 + 2000 = 27.000 l.
Varast skal að vanmeta tjaldstæðið þar sem rotþróin virkar fyrsta kastið aðeins sem safngeymir með yfirfalli
þar sem rotnun þess sem menn leggja frá sér í júlí hefst ekki að gagni fyrr en einhverjum vikum eftir að júlí
mánuður er liðinn.
Einkenni of lítillar rotþróar er að hún fyllist án þess að rotni í henni og stíflast og allt er í uppnámi. Sömu
einkenna verður vart þegar dregist hefur úr hömlu að hreinsa þróna og eins ef siturlögnin er of stutt eða
stífluð eða of fá eða of lítil göt eru á siturrörunum og eins ef halli á lögninni að þrónni er of lítill (hæfilegur
halli er 2-5 sm pr. metra).
Val á rotþróarstæði
Rotþrær og lagnir frá þeim þurfa talsvert pláss. Þetta pláss verður að taka frá og er alveg glórulaust að vera t.d. að þræða siturlagnir inn á milli trjágróðurs sem fyrir er á svæðinu. Algeng stærð á svæði fyrir rotþró og siturlögn frá henni, t.d. fyrir sumarhús, gæti verið 2,5 x 17 m og þarf þetta svæði að vera opið og aðgengilegt til frambúðar og án trjágróðurs.
Jarðvegurinn og tilbúin hreinsibeð eiga að hreinsa afrennslisvatn rotþróa þegar um er að ræða siturlagnir (sjá myndir D og E). Til að hreinsa afrennslisvatnið þarf það að fara í gegnum 100 sm þykkt, óhreyft eða tilbúið jarðvegslag uns það nær til hæstu grunnvatnsstöðu (sjá mynd E). Því getur þurft að dæla grunnvatninu frá þrónni misjafnlega langa vegalengd til að uppfylla þessi skilyrði (sjá mynd I). Öðrum flóknari og dýrari aðferðum er beitt við sandsíun .
Því þarf að kynna sér aðstæður vel áður er rotþróarstæðið er valið.
Forðast skal að staðsetja rotþró þar sem hæsta grunnvatnsstaða nær til hennar eða umlykur hana. Slíkt veldur stórauknum vatnsþrýstingi á þróna og getur lagt hana saman eða lyft henni, nema sérstakar ráðstafanir séu gerðar til að festa hana niður og auka getur þurft styrk hennar.
Komist grunnvatn inn í þróna í gegnum siturlagnirnar, virkar hún ekki og mengað vatnið úr henni og siturlögninni berst í grunnvatnið og berst þá víða og getur valdið heilsutjóni hjá mönnum og skepnum. Því er staður eins og mýri eða votlendi vonlaus staður fyrir rotþró.
Stranglega er bannað að hleypa afrennslisvatni rotþróa í opna skurði, læki, ár og vötn, nema afrennslið hafi
farið áður í gegnum sandsíun
Koma skal rotþróm fyrir í nágrenni vega þannig að haugsugur og dælubílar eigi greiðan aðgang að þeim. Því skal
leita eftir þurrum stað, sem fullnægir öllum ofanskráðum skilyrðum hvað rotþróna og lagnir frá henni varðar.
Jafnfram skal tryggt að frárennslisvatnið komist óhindrað í burtu en safnist ekki fyrir í rotþróarstæðinu eða í
siturlögnina.
Jarðvinna
Vanda skal jarðvinnu.
Niðursetningu rotþróa, lagna að henni og siturslagna, verður að vanda og er þá átt við alla verkþætti, sem því
tengjast. Þetta er vandasamt verk ef vel á að vera og gilda sömu reglur um verkgæði og í borgum og bæjum.
Fúsk, sem því miður er allt of algengt, veldur ómældum vandræðum og fjárútlátum svo ekki sé talað um
óþægindin. Við ráðleggjum öllum sem hyggja á niðursetningu rotþróar frá Borgarplasti að kynna sér vel þessar
leiðbeiningar áður en framkvæmdir hefjast.
Þegar grafið er fyrir rotþró og lögn að henni, svo og siturlögnum, er nauðsynlegt, ef það er mögulegt, að
fjarlægja allan lífrænan jarðveg þ.e. mold og moldarblandaðan jarðveg úr rotþróarstæði og lagnaleiðum og
grafa niður á „fast“ jarðlag (sjá mynd A).
Rotþró á ekki að hvíla á minna dýpi en 2-2,4 m,eftir þvermáli þróar, miðað við aðliggjandi jörð þannig að
minnst sé 1,0 m niður á vatnsyfirborð hennar frá jarðaryfirborði. Sé moldin dýpri en 2-2,4 m skal hún fjarlægð
og fyllt undir þróna með ólífrænum jarðvegi, t.d. hreinni grús eða hrauni (sjá mynd A). Sé grús notuð, skal hún
þjöppuð í 30-40 cm lögum eða gegnumbleytt með vatni. Sé ekki gerlegt að komast niður á „fast“ jarðlag, skal
grafið niður á 3 m dýpi og búin til 80-100 cm hraun eða grúsarpúði undir þróna og siturlögnina (sjá mynd B).
Best er að púðinn nái aðeins niður í undirliggjandi grunnvatn, sé það til staðar, til að jarðefnin undir púðanum
rýrni ekki og missig myndist. Best er að rotþróin hvíli á 5-10 cm sandlagi og að sandlagið nái upp á miðja þró.
Síðan er fyllt upp undir jarðvegsyfirborð með ólífrænu efni, t.d. grús eða rauðamöl (sjá myndir A og B).
Stranglega er bannað að moka mold eða lífrænum efnum að rotþró m.a. vegna hættu á frostþenslu í moldinni
sem getur skemmt þróna.
Til að auka virkni rotþróa er mjög gott að einangra þær eins og sýnt er á mynd B. Jarðvegshiti á 2 m dýpi er
um 4° C og lækkar þegar nær dregur jarðaryfirborði á vetrum. Einangrun eykur rotnunarhraðann mjög. Sé ekki
mögulegt að ná viðunandi jarðvegsdýpt skal alltaf einangra þróna auk þess að hreykja hana með grús, þannig
að umræddir 100 cm séu alltaf frá jarðvegsyfirborði niður á vatnsyfirborðið. Notið einangrunarplast frekar en
steinull sem dregur í sig vatn og er þá gagnslaus. Það er mjög slæmt ef innihald rotþróar frýs. Það getur bæði
skemmt þróna og stöðvað rotnun innihaldsins.
.
Útloftun og halli fráveituröra
Venjulega er loftað út úr rotþró úr fremsta hólfi hennar þar sem rotnun fer aðallega fram. Rotþrær eru yfirleitt
útloftaðar með „svanahálsi“ yfir jörð. Einnig er hægt að leggja útloftunarrörið í burtu neðanjarðar og taka það
upp úr jörð með „svanahálsi“ fjarri þrónni. Í húsum hærri en ein hæð og með hreinlætistæki yfir fyrstu hæð skal
alltaf útlofta lagnir yfir þak. Hætta er á að salerni geti dregið vatnið úr vatnslásum gólfniðurfalla, handlauga eða
sturtubotna, skal útlofta stofninn eða lögnina eftir eðli máls. Tæmist vatnslás, streymir fráveitulykt inn í
bygginguna. Dæmi um lausn á slíku vandamáli má sjáá mynd D og felst hún í útloftun yfir þak sem er
hefðbundið og öruggt.
Halli fráveitulagna í húsgrunni og utan hans skal ekki vera minni en 2 cm pr. metra (20‰) og ekki meiri en 5 cm
pr. metra (50‰) verði því við komið. Þurfi meiri halla er best að auka hann sem næst þrónni en þó skal hann
aldrei vera meiri en 300‰. Halli minni en 20‰ hefur og getur orsakað vandræði sem lýsir sér þannig að lögnin
nær ekki að hreinsa sig og eins geta vandamál myndast við innrennsli í þróa. Halli siturlagna skal aftur á móti
vera mjög lítill eða 5-10 mm pr. metra.
Ábyrgð og afleiðingar
Byggingarfulltrúi og heilbrigðisfulltrúi eru fulltrúar verkkaupa gagnvart hinum ýmsu verktökum sem koma að
viðkomandi byggingarframkvæmd. Þó að þessir aðilar hafi öll tæki í höndunum til þess að stýra málum með
þeim hætti að faglegir hagsmunir verkkaupa séu tryggðir, teljast þeir samt næsta ábyrgðarlausir. Hönnuður
viðkomandi verkþáttar verður þó að teljast aðalfulltrúi verkkaupa og er þáttur hans og geta til að hafa áhrif á
gang mála, einkum ef eitthvað vill fara úr böndum, oft vanmetinn og vannýttur.
Samkvæmt byggingarreglugerð skal gera uppdrætti af fráveitulögnum allra bygginga í landinu, sé þeirra
þörf. Uppdrætti þessa skal fá samþykkta hjá viðkomandi byggingarfulltrúa og skal hann gera lokaúttekt og gefa
út skriflega yfirlýsingu um að hinar einstöku úttektir hafi farið fram og að verkið hafi verið unnið samkvæmt
gildandi byggingar- og heilbrigðisreglugerðum svo og gildandi uppdrætti af hreinsivirki mannvirkisins. Löggiltur
pípulagningamaður skal stjórna verkinu í öllum tilfellum og er hann sá eini sem ber ábyrgð gagnvart verkkaupa.
Marktæk úttekt hreinsivirkja fer þannig fram að byggingarfulltrúinn á að skoða allt hreinsivirkið í viðurvist
pípulagningarmeistara, þ.e. fráveitulögn, siturlögn, rotþró og annað sem er úttektarskylt áður en það er hulið
jarðefnum og getur þurft að gera þetta í nokkrum áföngum. Þetta er sá öryggisventill sem verkkaupi hefur í
höndunum gagnvart hugsanlegum kröfum þegar kemur að endursölu á mannvirkinu og eins á slík úttekt að
tryggja hann sjálfan gegn stöðugum erfiðleikum vegna lélegra vinnubragða.
Í dag eru byggð sumarhús sem kosta frá 6-7 miljónum króna upp í tvo tugi miljóna króna. Sífellt færist í vöxt að
til málaferla komi á milli nýrri og eldri eigenda sumarhúsa og þá oftar en ekki út af fráveitumálum. Venjulega
má kenna fúski í upphafi um lélegt ásigkomulag þeirra. Málaferli geta verið dýrkeypt þeim sem tapar og þau
þurfa ekki að vera umfangsmikil til að ná verðgildi 10-15 rotþróa svo kunnuglegt dæmi sé tekið. Málin fara
venjulega í þann farveg að kallaður er til dómkvaddur matsmaður sem lætur grafa upp hreinsivirki
mannvirkisins til frekari skoðunnar. Séu hvorki til uppdrættir né farið að fyrirmælum þeim sem voru í gildandi
bygginga-og mengunarvarnareglugerðum þegar mannvirkið var byggt, tapast málið. Hafi ekki verið farið eftir
uppdráttum, eru einnig góðar líkur á því að málið tapist. Séu engir uppdrættir til, lítur málið mjög illa út fyrir
þann sem er að selja.
Menn ættu að gæta verulega að sér þegar „köllunin kemur“ um að gerast pípari og eins hvað varðar val á
samstarfsmönnum við þá iðju. Sá eini rétti er pípulagningameistarinn og ber byggingafulltrúinn ábyrgð á því að
slíkur fagmaður sé skráður á allar nýbyggingar og að sá eða starfsmaður hans sé viðstaddur allar úttektir
hreinsivirkja.
Útloftunar- og dælistútur á rotþrær
Afrennsli rotþróa
Þá kemur að þeim þætti þar sem flest fer úr böndum, bæði hjá leikum sem lærðum, og skapar
húseigendum hvað mestu vandræðin. Flestir reikna með því að þeir séu lausir allra mála þegar þeir moka yfir
þró og hreinsibeð. Sú er því miður ekki raunin.
Meðalnotkun vatns er talin vera um 200 l pr. mann á sólarhring. Reikna má með að það vatn sem í rotþróna fer
sé allt að 150-160 l og það magn þarf að komast í gegnum götin á siturrörunum á um 12 klst.
Í gildandi mengunarvarnarreglugerð eru viðurkenndar tvær tveggja þrepa aðferðir við förgun fráveituvatns frá
rotþróm, þ.e. siturlögn og sandsíun. Í situr- og sandsíulögnum eru notuð sérboruð rör (sjá mynd K). Um halla á
lögnum, útloftun og steinastærð jarðefna undir og umhverfis rör í hreinsibeði í situlögn, (sjá myndir D og E).
Fyrir sandsíun sjá nánar í kafla um sandsíun.
Situr- og sandsíulagnir þurfa pláss. Það þarf að vera hægt að komast að situr-og sandsíubeði eftir 10 ár eða
jafnvel styttri tíma þar sem búast má við að nauðsynlegt sé að skipta um jarðefni í hreinsibeðinu. Ekki skal vera
trjárækt yfir eða á næstu 2-3 metrum út frá hreinsibeðinu þar sem rætur trjánna eyðileggja beðið og rörin
sem í því eru. Situr- og sandsíulagnir í halla skal leggja þvert á hallann.
Siturlögn
Ein af aðalkröfum til siturlagna er sú að minnst 100 sm séu frá siturrörum niður á hæstu gunnvatnsstöðu (sjá
mynd E). Af þeim sökum er ekki víst að að siturlögnin geti verið í nágrenni þróar heldur getur þurft að leiða
afrennslið um misjafnlega langan veg eða jafnvel dæla því til hærra liggjandi staða (sjá mynd I).
Siturlögn hentar mjög vel við margar aðstæður, allt frá sumarhúsum upp í stór fjölbýliishús. Afrennsli siturlagna
þarf vera á frostfríu dýpi eða einangrað að öðrum kosti. Venjan er að hafa 80-100 sm milli einstakra röra í
siturbeði (sjá mynd E). Einstök rör skulu ekki vera lengri en 20 m.
Siturlögn á hrauni.Í sveitum er víða hraun eða grunnt á það. Hraun gefur oft beint samband við undirliggjandi
grunnvatn. Því er stranglega bannað að leggja siturlögn beint ofan á hraun eða stinga afrennslisröri rotþróar
niður í hraunið. Rétta aðferðin er að búa til malarpúða sem er um 1 m á þykkt og nær 1 m út fyrir ystu
siturlagnir á alla vegu. Ofan á malarpúðann kemur síðan 60 cm malarlag (sjá mynd E, snið A-A) með
hefðbundnum frágangi.
Lengd siturlagna. Alltaf skal hafa minnst tvær röralengjur í siturlögn, til öryggis.
Deilibrunnur, framan við lögnina, skal notaður til að hægt sé að þrífa siturlögnina (sjá myndir D). Rörin í
siturlögn skulu ekki vera venjuleg óbreytt jarðvatnsrör (drenrör) þar sem götin eru allt of þröng og stíflast fljótt.
Eigi að nota slík rör, þarf að víkka götin. Betri aðferð er að nota heil rör og bora þau út með 8-10 mm bor eftir
ákveðnu kerfi (sjá mynd K).
Borgarplast selur sérútbúnar siturlagnur, brunna og fylgihluti tilbúna til niðursetningar.
Halli á siturlögn skal vera mjög lítill eða 5-10 mm pr. metra. Rör í siturlögn skulu ekki vera lengri en 20 m.
Útlofta skal siturlagnir. Hér á eftir kemur viðmiðunartafla sem sýnir heildarlengd boraðra siturlagna samborið
við ýmsar stærðir þróa:
Sandsíun
Rétt útfærð sandsíun er mun flóknari en siturlögn og kostnaðarsamari. Hönnun og frágangur sandsíunar er ekki
á færi annara en reynds tæknimanns og unnið af pípulagningameistara.
Sandsíun er notuð þar sem nauðsynlegt er að hreinasa fráveituvatnið mjög vel, t.d. í nágrenni við ár, vötn eða
vatnsból. Einnig getur þurft að beita sandsíun ef byggt er á sprungnu eða gljúpu hrauni þar sem jarðvegsþykkt
er lítil. Sandsíun krefst talsverðs dýpis, varla minna en 3 m frá jarðvegsyfirborði (sjá mynd F og G) við
hefðbundnar aðstæður. Hugsanlegt er að minnka dýpið með því að einangra ofan á og niður með
hreinsibeðinu, niður á frostfría dýpt, þannig að afrennslisrörin séu frostfrí.
Ráðlegt er að halda sandsíuninni yfir hæstu grunnvatnsstöðu þar sem utanaðkomandi vatnsþrýstingur gæti
skaðað hreinsivirkið. Því gæti þurft að leiða fráveituvatnið um langan veg til að finna rétta staðinn, eða dæla því
til hærra liggjandi staða sem fullnægja áður gefnum forsendum (sjá mynd I)
Dæling á fráveituvatni
Gildir þar sem hæðarmunur er milli afrennslis þróar og hæstu grunnvatnsstöðu er minni en 100 sm. þ.e. við
afrennsli situr-og sandsíulagna (sjá mynd I). Við slíkar aðstæður verður að dæla frárennslisvatninu á þá staði
sem uppfylla nefnd skilyrði, þ.e. 100 sm niður á grunnvatn(sjá mynd E).Oft getur þurft að útbúa þessar
aðstæður.
Gangsetning og hreinsun
Rotþró þarf að fylla af vatni til þess að hún geti byrjað að virka. Eftir tæmingu þarf að fara eins að. Vegna
kaldrar veðráttu á Íslandi getur tekið nokkrar vikur að koma rotnun af stað í rotþró. Hægt er að flýta fyrir rotnun
með því að henda kjöt- eða fiskstykki í hólfið sem næst er húsinu, þar sem aðal rotnunin fer fram. Til eru ýmis
kemísk efni sem eru hraðvirkari. Miðað við stærð rotþróa í dag á þetta þó að vera óþarfi. Heilbrigðisfulltrúi
setur reglur um tæmingu rotþróa. Við hreinsun rótþróa skal skilja eftir um 10 sm lag af seyru a.m.k. í fremsta
hólfinu, en seyran kemur rotnun af stað aftur á tiltölulega skömmum tíma, án allra hjálparmiðla. Mælt er með
því að rotþró sé hreinsuð eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti.
Sé látinn líða lengri tími, getur harðnað í þrónni og þá getur verið illmögulegt að hreinsa hana.
Seyru- og salernisúrgang skal flytja á starfsleyfisskyldar móttökustöðvar sem sveitastjórn á að sjá um að rekin sé
á viðkomandi svæði. Sveitastjórn skal einnig sjá um að fram fari kerfisbundin tæming á seyru rotþróa af aðila
sem hefur starfsleyfi frá heilbrigðisnefnd og búnað til slíkra starfa. Nauðsynlegt er að geta opnað fremsta hólf
hverrar rotþróar og fylgst með skáninni ofan á vatninu. Verði skánin of þykk eða hörð, þarf að brjóta hana niður
til þess að þróin virki. Oft er þetta hægt án þess að nauðsyn sé að tæma hana. Óþarfa tæming kostar peninga
eða álíka mikið og mannopið. Við eðlilegar aðstæður gegnir skánin mikilvægu hlutverki við rotnun.
Upplýsingar um hreinsun rotþróa veita oddvitar, sveitarstjórar, tæknideildir bæjarfélaga og heilbrigðisfulltrúar
sem einnig veita upplýsingar um gildandi landslög, reglugerðir og skyldur sveitarstjórna í þessu efni.
Hvað ber að varast?
1. Grunnvatn. Sé grunnvatn í rotþróarstæði, þarf að viðhafa sérstaka aðgát. Staðlaðar plastrotþrær eru ekki
hannaðar fyrir þrýsting frá grunnvatni. Hins vegar er hægt að sérpanta rotþrær sem þola slíkan þrýsting, sé
þeirra þörf. Fari rotþró og siturlögn á kaf í grunnvatn virkar hvorki rotþróin né siturlögnin. Mengað vatn berst úr
lögninni og þrónni um allt grunnvatnskerfið á margra ferkílómetra svæði.
2. Jarðhiti. Ekki skal koma rotþró eða lögnum að eða frá henni fyrir á jarðhitasvæði eða í nágrenni við heitar
uppsprettur.
3. Heitt vatn og yfirborðsvatn. Ekki skal láta afrennsli ofnakerfa, heitra potta og lauga renna í rotþró úr plasti.
Stjórnbúnaður slíkra kerfa getur bilað og eyðilagt þróna. Leiða skal slík afrennsli framhjá þrónni enda
væntanlega ómengað. Sama gildir um þak- og yfirborðsvatn.
4. Hindranir. Koma skal upp viðeigandi hindrunum fyrir umferð bifreiða og vinnuvéla við rotþró, situr- og
sandsíulagnir.
Spurningar og svör
1. Hvers vegna kemst vond lykt inn í hús með rotþró?
Þetta tengist ekki eingöngu rotþróm og getur líka komið fyrir í borg og bæjum. Algeng ástæða vondrar lyktar í
sumarhúsum, sem dæmi, er sú að fólk kemur þangað ekki langtímum saman og vatn í vatnslásum salerna,
handlauga og gólfniðurfalla þornar upp og lykt streymir inn í húsið. Þannig er viðkomandi herbergi komið í beint
samband við rotþróna eða lagnakerfi bæjarins. Helsta ráðið við þessu er að hella vökva með hærri eðlisþyngd
en vatn í vatnslása hússins. Það lengir uppgufunartímann. Matarolía er stundum notuð í þessu skyni.
Önnur ástæða fyrir vondri lykt er að sé salernisskál á sömu hliðarlögn og t.d. sturtubotn eða gólfniðurfall, getur
salernisskálin dregið vatnið út úr vatnslásunum. Lausn á því er að útlofta lögnina salernismegin við áðurnefnd
tæki eða aftengja sturtubotninn og gólfniðurfallið og tengja þau fráveitulögninni annars staðar.
2. Má hleypa sápublönduðu vatni t.d. frá vöskum og baðkeri inn á rotþró?
Það er í góðu lagi ef um eðlilegt magn er að ræða. Áður fyrr voru aðrar og „verri“ gerðir af sápum á
markaðnum, sem töfðu rotnun og einnig voru rotþrær mun minni en þær eru í dag.
3. Hvað á ekki að fara inn á rotþró úr plasti?
Afrennsli heitra potta og lauga og afrennsli ofnakerfa. Ástæðan er sú að stjórntækin geta bilað og ef of heitt
vatn streymir í þróna þá eyðileggst hún. Ólífrænt sorp, svo sem plast, verjur o.fl., má ekki fara í rotþró.
4. Hvað á að hreinsa rotþró oft?
Á 2ja til 3ja ára fresti, annars getur harðnað í henni og ómögulegt getur verið að hreinsa hana. Þá er ekkert að
gera annað en að „skíta“ hana út og henda henni þegar hún stíflast endanlega.
5. Hverjar eru helstu ástæður fyrir tregðu á rennsli fráveituvatns í rotþró?
Þær geta verið margar, en flestar má rekja til fúsks, kunnáttu- og kæruleysis við upphaflega niðursetningu.
Hér skal bent á nokkur atriði.
a) Lang algengast er að eitthvað sé að fyrir aftan rotþróna. Hægt er að sjá þetta með því að reyna að sjá hversu
hátt stendur í þrónni. Standi mjög hátt í þrónni þ.e. vatn er komið upp í dælustúta eða mannop þá er það
meinið. Það getur verið nokkur atriði sem valda þessu og má nefna allt of lítið af siturrörum, röng siturrör valin
(drenrör), rangur frágangur siturbeða eða þétting í siturbeði. Afrennslisvatn þróarinnar nær ekki að renna burtu
vegna þess hversu jarðvegurinn er þétttur og því safnast afrennslisvatn fyrir. Í gömlum rotþróm hefur líklega
verið notað „púkk“. Nokkrar líkur eru á því að „púkkið“ hafi þéttst og taki ekki við meiru og allt sé stíflað. Við
ráðleggjum því húseigendum að kanna afrennslið fyrst.
b) Rotþróin er of lítil. Sé of lítil þró valin, getur borist of mikið efni í hana án þess að það nái að rotna í henni og
þá stíflast hún. Eina ráðið við því er að láta dæla úr henni og ef ástandið lagast í nokkra mánuð þá er nokkuð
ljóst að þróin er of lítil. Ráðið er að stytta tímann milli dælinga úr þrónni þannig að þetta komi ekki fyrir.
c) Skortur á hreinsun. Hvað er langt síðan dælt var úr þrónni? Lengra en 2-3 ár? Ef það er tilfellið, er rétt að kalla
á dælumanninn.
d) Skán. Hefur safnast fyrir hörð skán í hólfið sem næst er húsinu? Sé svo, verður að reyna að brjóta hana niður
svo framarlega sem það er hægt. Sé aðeins 8” rör á fremsta hólfi, er það venjulega ekki hægt, þú hefur sparað
of mikið í upphafi og keypt það ódýrasta og ómerkilegasta og geldur þess nú. Þú verður að kalla á dælubíl þó
það sé ekki nauðsynlegt til að tæma þróna.
e) Of lítill halli. Oft má rekja rennslistregðu til þess að ekki hefur verið hafður nægjanlegur halli á lögninni að
þrónni. Hallinn á að vera á bilinu 2-5 cm pr. metra. Of lítill halli getur þýtt uppgröft og endurlögn.
f) Hafi lögnin að þrónni verið illa undirbyggð eða rörunum hent niður í moldina, þá má búast við missigi og þá
hafa rörin hugsanlega dregist út úr múffunum. Eina ráðið er að grafa upp alla lögnina og beita síðan
hefðbundnu verklagi við endurlögnina.