Sraumloka – Landbúnaðarsafni Íslands gefnar straumlokur
Janúar 2012
Pétur Jónsson á Hvanneyri færði Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri að gjöf tvær eftirgerðir af straumlokum sem notaðar voru í framræslu til að hægt væri að stunda engjaheyskap. Smíðaði Pétur, sem er einn af traustustu velvildarmönnum safnsins, straumlokurnar sjálfur eftir eigin minni en hann upplifði tíma engjanýtingar á yngri árum meðan hann bjó á æskuheimili sínu á Innri-Skeljabrekku í Andakíl. Er sú jörð mikil engjajörð. Straumlokurnar voru notaðar til að stýra straumum svo ekki flæddi um of yfir flæðiengjar sem margir borgfirskir bændur nýttu og nýta enn til sláttar. Munu lokurnar fæa verðugan sess í sýningarrými Landbúnaðarsafnsins.