Kaldárbotnar – Vatnsból Hafnarfjarðar

Heimild: Hafnafjordur

.

kaldarbotnar

Vatnsból Hafnarfjarðar er í Kaldárbotnum. Þaðan liggur aðfærsluæð til bæjarins meðfram Kaldárselvegi um 6 km að lengd, síðan eftir stofnæðum og dreifilögnum sem flestar liggja í götum bæjarins.

Fyrstu tildrög að vatnsveitu í bænum munu vera að Vatnsveitufélag Hafnarfjarðar var stofnað 1904. Í fyrstu sóttu bæjarbúar vatn í vatnskrana, sem settir voru upp víðs vegar um bæinn. Síðar var farið að leiða vatn í hús.

Vatnsveita Hafnarfjarðar sér nú um vatnsöflun og dreifingu neysluvatns í Hafnarfirði. Vatn er leitt til bæjarins frá Kaldárbotnum. Núverandi aðveituæð er frá árinu 1950 og fullnægir hún enn vatnsþörf bæjarins.

Á liðnum áratugum hafa verið boraðar fjölmargar rannsókarborholur í nágrenni Hafnarfjarðar. Fyrstu holur voru vegna jarðhitaleitar og voru allar  grunnar eða 60 – 100 m. Á síðasta áratug lét Vatnsveitan bora á sjötta tug rannsóknarhola til að kanna grunnvatn, þær dýpstu tæpa 90 m. Holurnar eru dreifaðar um svæðið frá Helgafelli að Straumsvík.

Fleira áhugavert: