Sól­ar­knúna flug­vél­in Sol­ar Impul­se 2

mbl

solarimpulse

Eft­ir nokk­urra mánaða hlé er sól­ar­knúna flug­vél­in Sol­ar Impul­se 2 á leiðinni í loftið á nýj­an leik í apríl. Vél­in hef­ur verið föst á Havaí frá því í júlí eft­ir að sólarraf­hlöðurn­ar of­hitnuðu í mikl­um hita á leiðinni yfir Kyrra­hafið. Ætl­un­in er að fljúga vél­inni í kring­um jörðina.

Viðgerðirn­ar hafa verið tíma­frek­ar en nú lít­ur út fyr­ir að vél­in kom­ist aft­ur í loftið á næstu vik­um. Talsmaður verk­efn­is­ins seg­ir að fyrsti mögu­legi brott­far­ar­dag­ur til að ná vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna sé 15. apríl. Sol­ar Impul­se 2 var um hálfnuð á leið sinni í kring­um jörðina þegar bil­un­in varð.

Næsti hluti leiðar­inn­ar á að taka um fjóra daga. Ekki er búið að ákveða hver lend­ing­arstaður­inn verður en Los Ang­eles, San Francisco og Phoen­ix koma til greina.

Sol­ar Impul­se 2 lagði upp frá Abú Dabí í mars í fyrra og hef­ur ferðast nærri því 18.000 kíló­metra. Til­gang­ur leiðang­urs­ins er að sýna fram á að mögu­leika sól­ar­orku í flug­sam­göng­um.

 

solarimpulse a

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: