Friðlýs­tir virkjunarkostir – 8 í endurmat

Grein/Linkur: Vill endurmeta átta virkjanakosti

Höfundur:  Morgunblaðið

Heimild: 

.

.

Janúar 2025

Vill endurmeta átta virkjanakosti

Jökulsá á Fjöllum, Geysir, Kerlingarfjöll, Brennisteinsfjöll, Gjástykki, Hólmsá, Jökulfall og …

Jökulsá á Fjöllum, Geysir, Kerlingarfjöll, Brennisteinsfjöll, Gjástykki, Hólmsá, Jökulfall og Hvítá, og Tungnaá voru öll friðlýst á ólögmætan hátt á árunum 2019-2021. mbl.is/Árni Sæberg

Um­hverf­is­ráðherra vill að átta virkj­un­ar­kost­ir sem höfðu verið friðlýst­ir á ólög­mæt­an hátt verði aft­ur tekn­ir til mats í sam­ræmi við lög um vernd­ar- og ork­u­nýt­ingaráætl­un.

Í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu seg­ir að þetta sé gert til þess að vernd­ar­svæði þeirra verði af­mörkuð með þeim hætti sem lög gera ráð fyr­ir.

Síðasta mars ógilti Hæstirétt­ur friðlýs­ingu á Jök­ulsá á Fjöll­um, sem Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son hafði friðlýs­t árið 2019 þegar hann var um­hverf­is- og auðlindaráðherra.

For­senda dóms­ins var sú að fram­kvæmd friðlýs­ing­ar­inn­ar hefði verið ólög­mæt þar sem Alþingi hafði ekki fjallað um af­mörk­un vernd­ar­svæðis­ins líkt og lög gera ráð fyr­ir.

Átta friðlýs­ing­ar voru felld­ar úr gildi

Niðurstaða hæsta­rétt­ar hafði þær af­leiðing­ar að aft­ur­kalla þurfti á sömu for­send­um friðlýs­ingu sjö annarra svæða, sem öll voru friðlýst í ráðherratíð Guðmund­ar Inga. Svæðin átta eru:

  • Jök­ulsá á Fjöll­um. Friðlýst 10. ág­úst 2019.
  • Geys­ir. Friðlýst 19. mars 2021. (Geys­is­svæðið var einnig friðlýst sem nátt­úru­vætti 17. júní 2020)
  • Kerl­ing­ar­fjöll. Friðlýst 19. mars 2021. (Kerl­ing­ar­fjöll voru einnig friðlýst sem lands­lags­vernd­ar­svæði 10. ág­úst 2020)
  • Brenni­steins­fjöll. Friðlýst 25. apríl 2020.
  • Gjástykki. Friðlýst 1. apríl 2020.
  • Hólmsá. Friðlýst 26. ág­úst 2021.
  • Jök­ul­fall og Hvítá. Friðlýst 16. sept­em­ber 2021.
  • Tungnaá. Friðlýst 30. ág­úst 2021.

Fer aft­ur í ferli

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, um­hverf­is-, orku og lofts­lags­ráðherra, hef­ur nú óskað eft­ir því að verk­efn­is­stjórn ramm­a­áætl­un­ar taki öll þessi átta svæði til end­ur­mats.

Þess­ir virkj­un­ar­kost­ir voru flokkaðir í vernd­ar­flokk vernd­ar- og ork­u­nýt­ingaráætl­un­ar með þings­álykt­un í fe­brú­ar 2013. Ný áætl­un tók aft­ur á móti gildi í júní 2022 og er þessa virkj­un­ar­kosti ekki að finna í þeirri áætl­un.

Ráðuneytið seg­ir að kost­irn­ir þurfi því að fara aft­ur í gegn­um ferli vernd­ar- og ork­u­nýt­ingaráætl­un­ar og að Alþingi þurfi að flokka þá á ný í vernd­ar­flokk áætl­un­ar­inn­ar með skýrt af­mörkuðu vernd­ar­svæði til að hægt sé að friðlýsa þá aft­ur í sam­ræmi við niður­stöðu dóms­ins.

Þegar fram­an­greind­ar til­lög­ur verk­efn­is­stjórn­ar liggja fyr­ir og hafa borist ráðuneyt­inu mun Alþingi fá þær til meðferðar á ný.

Fleira áhugavert: