Vetnis vörubíll – Til landsins, 700Km drægni

Grein/Linkur:  Vetnis-vörubíll bætist við flota Colas

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild: 

.

Hér má sjá vetnistankana en ökutækið kemst allt að 700 km á milli áfyllinga. Ljóxmynd/MAN

.

Vetnis-vörubíll bætist við flota Colas

Á dög­un­um var und­ir­ritaður samn­ing­ur á milli Colas og Krafts hf. um kaup á vöru­bíl frá MAN. Það væri ekki í frá­sög­ur fær­andi nema vegna þess að um er að ræða vetnis­knúið öku­tæki og í til­kynn­ingu frá fé­lög­un­um seg­ir að um sé að ræða fyrsta vetnis­knúna vöru­bíl­inn á Íslandi og er hann vænt­an­leg­ur til lands­ins í árs­lok.

Colas, sem sér­hæf­ir sig í fram­leiðslu á mal­biki og tengd­um vör­um, valdi 520 hestafla MAN hTGX 26.510 6×4 BL SA vetn­is­bíl með 49 tonna heild­arþunga. Kemst vöru­bíll­inn á bil­inu 600 til 700 km á full­um vetn­istanki og los­ar ekki nein­ar gróður­húsaloft­teg­und­ir.

Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Colas, og Björn Erlingsson, framkvæmdastjóri Krafts hf., …

Sigþór Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri Colas, og Björn Erl­ings­son, fram­kvæmda­stjóri Krafts hf., und­ir­rituðu kaup­samn­ing­inn. Ljós­mynd/​Hörður Páll Guðmunds­son

Í til­kynn­ingu seg­ir enn frem­ur að Colas hafi, auk nokk­urra annarra fyr­ir­tækja, und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu um kaup á slík­um bíl til lands­ins í tengsl­um við verk­efni sem Íslensk nýorka stend­ur að, og með samn­ingn­um við Kraft sé verk­efnið nú orðið að veru­leika.

Haft er eft­ir Sigþóri Sig­urðssyni, fram­kvæmda­stjóra Colas, að fé­lagið hafi trú á vetn­inu og telji það hent­ug­an orku­gjafa fyr­ir stærri vinnu­vél­ar og stóra vöru­bíla. „Colas hef­ur átt ára­tuga gott sam­starf við Kraft og MAN og bíl­arn­ir hafa reynst vel,“ seg­ir hann.

Björn Erl­ings­son, fram­kvæmda­stjóri Krafts sem er umboðsaðili MAN á Íslandi, seg­ir samn­ing­inn marka tíma­mót en vetn­is­drifn­ir bíl­ar eigi sér langa sögu hjá MAN og kynnti fé­lagið m.a. til sög­unn­ar fyrstu vetnis­knúnu stræt­is­vagn­ana árið 1996.

Fleira áhugavert: